Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Qupperneq 78
Burt með
Af þeim fjórum tillögum
sem helst komu til álita
var þessi mest stór-
huga, og brúarsmiöin
áætluð kosta 5900
milljónir punda.
Dýrt tilbrigði: tilbúnar
eyjar, þar sem vegurinn
skrúfast niður i jarð-
göng, um brýr aö hluta
en jarðgöng á milli.
Ökumenn munu sjálfir aka
bilum sínum um borö og
óþarfi veröur að panta fyrir-
fram. Ferjugjald mun verða
sambærilegt viö þaö sem
þekkist meö öörum ferjum
yfir sundið. Farþegar geta
veriö i bilum sinum þann hálf-
tima sem feröin tekur og
hægt verður aö fá sér hress-
ingu og aöra þjónustu á leið-
inni. Flámarkslestarhraöi er
160 km/klst. Venjulegar
farþega- og flutningalestir
munu einnig geta notaö
göngin meö tilkomu eim-
vagna sem eru knúnir
tvennskonar rafspennu, sem
gerir þeim kleift aö feröast
bæöi á franskri og enskri
grund.
Þeir sem mæla fyrir vinn-
ingstillögunni halda því fram
aö hefðbundnir ferjuflutning-
ar geti haldið áfram þrátt fyrir
tilkomu gangnanna, og gera
ráö fyrir aö göngin muni anna
42% alls flutnings yfir Ermar-
sund fyrsta árið sem þau
komast í gagnið, sem er
áætlaö áriö 1993.
Járnbraut milli
Mið-Evrópu og
Skandinavíu?
Metnaöarfyllsta tilboö i að
byggja tengiliö á milli Eng-
lands og Frakklands yfir Erm-
arsund kom frá Eurobridge
samsteypunni. Þessi 5900
milljóna £ framkvæmd fólst í
tveggja hæóa sporöskjulaga
sivalningsbrú, sem haldið er
uppi af sex pörum af neðan-
sjávarturnum.
Lykilatriöiö viö hönnunina
var að nota Parafil i brúar-
kaplana — gerviefni sem
sagt er sex sinnum léttara en
stál af sama styrkleika; þrátt
fyrir þaö heföi kapalþunginn
yfir eitt haf (5 km lengd) orðið
27.000 tonn. Polýester-
styrkta seinsteypu, Ester-
crete, átti aö nota i gólfið, en
þaö efni er Va af þunga hefö-
bundins vegageröarefnis.
Buröarstoðirnar, sem átti
aö höggverja vel, átti aö
staðsetja þannig að sem
minnst röskun yröi á sigling-
um, og hver stoö skyldi útbú-
in allskonar öryggistækjum,
til aö koma i veg fyrir aö skip
sigldu á þær. En hugmyndin
um brúarstoöir á einni fjöl-
förnustu skipaleiö i heimi
vakti óhug bresku og frönsku
rikisstjórnanna, sem höfnuöu
Eurobridge-tillögunni. Nema
tillagan hafi veriö á undan
sinni samtiö?
Hvaö sem þvi liður skýtur
þessi hugmynd enn upp koll-
inum, einkum í Skandinaviu,
þar sem menn mæna á lest-
arferjuleiöina milli Puttgarten
í Vestur-Þýskalandi og
Rödby i Danmörku, 10 milna
leiö, Stóra-Belti, milli Sjá-
lands og Fjóns (20 milur), og
Eyrarsund, milli Danmerkur
og Sviþjóöar (4 milur).
78 VIKINGUR