Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Qupperneq 43
KVIKK S.F.
Kyrrahafsþorski. Vinnur hún
vandkvæðalaust hausa allt frá
1/2 kílói upp I 3,5 kíló. Helstu
breytingar eru þær að stýribún-
aður vélarinnar er nú tölvu-
stýrður í stað vélrænnar stýr-
ingar, ryðfrí gaddakeðja sér um
flutning hausanna I gegnum
vélina í stað gaddareima áður,
rafkerfi er fullkomnara og ör-
uggara og tálknatakari hefur
verið endurhannaður þannig
að hann sker tálknin úr að hluta
til og er svo til viðhaldsfrír.
Baader-Þjónustan hf. fram-
leiðir Kvikk 207 hausskurðar-
vélina samkvæmt hæstu stöðl-
um og ströngustu kröfum.
Á undanförnum árum hefur
Kvikk sf. reynt að afla sér upp-
lýsinga um möguleika á vinnslu
hausa af öðrum fisktegundum í
ýmsum þjóðlöndum. Þær at-
huganir hafa leitt til þess að ný
vél hefur litið dagsins Ijós,
Kvikk 210 laxahausskurðarvél-
in. Vélin er sérstaklega ætluð til
vinnslu á Kyrrahafslaxi. Sig-
urður Kristinsson hugvitsmað-
ur hannaði vélina.
Kvikk 210 vélin byggir á nýrri
tækni. Vélin er mjög hraðvirk,
vinnur allt að 120 hausa á mín-
útu. Með notkun vélarinnar
næst allt að 5% aukning á
hreinu holdi við laxavinnslu.
Nýja Kvikk 210 laxahaus-
skurðarvélin vinnur í tveimur
þrepum. Það fyrra sker tvo roð-
lausa bita aftan úr hnakka
haussins. Þeir bitar eru um 8%
af hausnum. Síðara þrepið klýf-
ur hausinn og fjarlægir tálkn og
ennisbein frá fési og klumbu-
bein, sem þá er tilbúið í marn-
ingsvinnslu. Marningurinn sem
fæst úr þessari vinnslu er um
16% af hausnum. Samtals
næst u.þ.b. 5% aukin heildar-
nýting á laxinum við þessa
vinnslu.
Markaður fyrir laxavélina er
við Kyrrahafið, í Alaska, Japan,
Sovétríkjunum og Kanada.
Vinnsla Kyrrahafslaxins er frá-
brugðin vinnslu Atlantshafslax-
ins að því leyti að verulegt
magn hans er soðið niður i dós-
ir. Við afhausun í niðursuðu-
verksmiðjunum verður eftir á
hausnum verulegt hold. Víðast
hvar hefur hausnum hreinlega
verið hent, en með tilkomu
Kvikk 210 vélarinnar verður sú
breyting á að veruleg verð-
mætaaukning næst úr vinnsl-
unni með þvi að nýta hausinn.
Fyrstu Kvikk 210 laxahaus-
skurðarvélarnar hafa verið i til-
raunavinnslu í Alaska á yfir-
standandi laxveiðivertíð og
hafa þær reynst frábærlega
vel.
Kvikk 207 hausskurðarvélin
er einkaleyfisvernduð víðast
hvar í heiminum og sótt hefur
verið um einkaleyfi á Kvikk 210
hausskurðarvélinni.
Kvikk sf. tók þátt í sjávarút-
vegssýningunni „INRYBP-
ROM“ í Leningrad í ágúst s.l.
Á sjávarútvegssýningunni í
Reykjavík verður mest áhersla
lögð á nýju Kvikk 207 haus-
klofningsvélina fyrir þorsk, en
Kvikk 210 vélin verður einnig
sýnd þar. Kvikk mun jafnframt
kynna í sýningarbás sínum vél-
ar frá kanadíska fyrirtækinu
Canpolar East Inc., sem Kvikk
sf. er umboðsaðili fyrir á (s-
landi. Um er að ræða marn-
ingsþvottavél, sem er merk nýj-
ung, og nýja gelluskurðarvél
sem vafalaust á eftir að njóta
mikilla vinsælda á fslandi. Sýn-
ingarbás Kvikk er númer D 42.
Véla- og skipa-
þjónustan
FRAMTAK HF
Kennitala 420588-1949
Stapahrauni 6 — Sími 91-652556
Alhliða vélaviðgerðir
Rennismíði
Plötusmíði
Magnús Aadnegard, sími 50561
Þór Þórsson, sími 651643
Óskar Björnsson, sími 51325
VÍKINGUR 43