Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Síða 43
KVIKK S.F. Kyrrahafsþorski. Vinnur hún vandkvæðalaust hausa allt frá 1/2 kílói upp I 3,5 kíló. Helstu breytingar eru þær að stýribún- aður vélarinnar er nú tölvu- stýrður í stað vélrænnar stýr- ingar, ryðfrí gaddakeðja sér um flutning hausanna I gegnum vélina í stað gaddareima áður, rafkerfi er fullkomnara og ör- uggara og tálknatakari hefur verið endurhannaður þannig að hann sker tálknin úr að hluta til og er svo til viðhaldsfrír. Baader-Þjónustan hf. fram- leiðir Kvikk 207 hausskurðar- vélina samkvæmt hæstu stöðl- um og ströngustu kröfum. Á undanförnum árum hefur Kvikk sf. reynt að afla sér upp- lýsinga um möguleika á vinnslu hausa af öðrum fisktegundum í ýmsum þjóðlöndum. Þær at- huganir hafa leitt til þess að ný vél hefur litið dagsins Ijós, Kvikk 210 laxahausskurðarvél- in. Vélin er sérstaklega ætluð til vinnslu á Kyrrahafslaxi. Sig- urður Kristinsson hugvitsmað- ur hannaði vélina. Kvikk 210 vélin byggir á nýrri tækni. Vélin er mjög hraðvirk, vinnur allt að 120 hausa á mín- útu. Með notkun vélarinnar næst allt að 5% aukning á hreinu holdi við laxavinnslu. Nýja Kvikk 210 laxahaus- skurðarvélin vinnur í tveimur þrepum. Það fyrra sker tvo roð- lausa bita aftan úr hnakka haussins. Þeir bitar eru um 8% af hausnum. Síðara þrepið klýf- ur hausinn og fjarlægir tálkn og ennisbein frá fési og klumbu- bein, sem þá er tilbúið í marn- ingsvinnslu. Marningurinn sem fæst úr þessari vinnslu er um 16% af hausnum. Samtals næst u.þ.b. 5% aukin heildar- nýting á laxinum við þessa vinnslu. Markaður fyrir laxavélina er við Kyrrahafið, í Alaska, Japan, Sovétríkjunum og Kanada. Vinnsla Kyrrahafslaxins er frá- brugðin vinnslu Atlantshafslax- ins að því leyti að verulegt magn hans er soðið niður i dós- ir. Við afhausun í niðursuðu- verksmiðjunum verður eftir á hausnum verulegt hold. Víðast hvar hefur hausnum hreinlega verið hent, en með tilkomu Kvikk 210 vélarinnar verður sú breyting á að veruleg verð- mætaaukning næst úr vinnsl- unni með þvi að nýta hausinn. Fyrstu Kvikk 210 laxahaus- skurðarvélarnar hafa verið i til- raunavinnslu í Alaska á yfir- standandi laxveiðivertíð og hafa þær reynst frábærlega vel. Kvikk 207 hausskurðarvélin er einkaleyfisvernduð víðast hvar í heiminum og sótt hefur verið um einkaleyfi á Kvikk 210 hausskurðarvélinni. Kvikk sf. tók þátt í sjávarút- vegssýningunni „INRYBP- ROM“ í Leningrad í ágúst s.l. Á sjávarútvegssýningunni í Reykjavík verður mest áhersla lögð á nýju Kvikk 207 haus- klofningsvélina fyrir þorsk, en Kvikk 210 vélin verður einnig sýnd þar. Kvikk mun jafnframt kynna í sýningarbás sínum vél- ar frá kanadíska fyrirtækinu Canpolar East Inc., sem Kvikk sf. er umboðsaðili fyrir á (s- landi. Um er að ræða marn- ingsþvottavél, sem er merk nýj- ung, og nýja gelluskurðarvél sem vafalaust á eftir að njóta mikilla vinsælda á fslandi. Sýn- ingarbás Kvikk er númer D 42. Véla- og skipa- þjónustan FRAMTAK HF Kennitala 420588-1949 Stapahrauni 6 — Sími 91-652556 Alhliða vélaviðgerðir Rennismíði Plötusmíði Magnús Aadnegard, sími 50561 Þór Þórsson, sími 651643 Óskar Björnsson, sími 51325 VÍKINGUR 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.