Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Page 88
STYLE
88 VÍKINGUR
HANDFÆRAVINDA MEÐ
HREYFANLEGliM LÍNUARMI
Sjómenn hafa oft látið
sig dreyma um hand-
færavindu, er hefði
þá virkni og tækni
sem snjallir stangveiðimenn
nota við veiðar. Style Ltd. í
Garðabæ hefur hannað í sam-
vinnu við Grím Sigurðsson,
Ævar Jóhannesson, Sigurjón
Sindrason, Eggert Ólafsson og
Kristin Helgason fyrstu örtölvu-
stýrðu handfæravinduna sem
framleidd hefur verið á íslandi.
Hefur hún hlotið nafnið
Aflakló-Catcher. Þessi hand-
færavinda hefur tækni stang-
veiðimannanna. Hún er með
hreyfanlegum línuarmi og vog
sem vegur átak fisksins eða
fiska sem á slóð vindunnar
koma. Hreyfanleiki armsins
kemur í veg fyrir kippi og högg í
öldugangi, sem myndast ef
armurinn er stífur. Á bakvið
hinn hreyfanlega arm er vog
sem skynjar eða nemur átak á
línuna. Þegar átakið hefur verið
valið og fiskur togar meira en
sem vali átaksins nemur þá
gefur vindan línuna út en held-
ur þó vel við en dregur svo lín-
una aftur inn um leið og átakið
minnkar og þreytir þannig fisk-
inn sem á henni er. Hreyfanleg-
ur línuarmur býður upp á ýmis-
konar möguleika. Svo sem að
vindan getur lært skakaðferðir
fiskimanns þess er notar hana,
en margir sjómenn telja að
skakhreyfingar séu afgerandi
atriði í því hvort vel veiðist eða
ekki. Góðir aflamenn geta
þannig kennt vindunni sína
persónulegu veiðitækni.
Einkaleyfi hafa þegar fengist
í Bandaríkjunum - Kanada -
Englandi. Einkaleyfi í Japan og
fleiri löndum eru á leiðinni.
Flokkunarvélar um
borð í fiskiskip
Style Ltd. hefur um árabil
framleitt tvær gerðir fiskflokk-
unarvéla þar sem hægt er að
flokka gífurlegt magn fisks á
skömmum tíma. Fjöldi véla
sem Style Ltd. hefur selt til fisk-
vinnsluhúsa nálgast nú 100 og
auk þess eru nú 11 fiskiskip á
austurströnd Bandaríkjanna
meö f lokkunarvélar f rá Style og
á undanförnu 2 1/2 ári hafa 5
Style vélar verið seldar um
borð í dönsk fiskiskip, sem hafa
aukið aflaverðmæti þessara
skipa mjög mikið.
íslensk fiskiskip eru enn ekki
byrjuð að vélflokka sinn afla um
borð en ættu að fara að huga
að því þar sem vélflokkun um
borð léttir vinnu áhafnarinnar
og eykur tekjur hennar og út-
gerðarinnar.