Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Qupperneq 96
SJÓKLÆÐAGERD ÍSLANDS
SJÓKLÆDAGERDIN HF. 66° N
96 VÍKINGUR
Sjóklæöagerð íslands
var stofnuð 1929 af
Hans Kristjánssyni
frá Súgandafirði sem
hóf fyrstur manna framleiðslu á
sjófatnaði á íslandi samkvæmt
nýjustu vinnuaðferðum þeirra
tíma. Hans, sem hafði áður
kynnt sér slíka framleiðslu í
Noregi, hóf framleiðslu í bak-
húsi við Laugaveg 42 árið
1925. Seinna flutti hanr: starf-
semina niður í svokallað „Batt-
eri“, þar sem nú stendur Fiski-
félagshúsið.
Fljótlega eða árið 1929 stofn-
ar Hans síðan hlutafélag um
starfsemina með þeim Jón
Thoroddssyni, Sigurði Run-
ólfssyni, Sverri Sigurðssyni,
Örnólfi Valdimarssyni og Eiríki
Kristjánssyni. Þeir hefja strax
byggingu nýs framleiðsluhús-
næðis, sem flutt var í ári síðar.
Þann 4. mars 1941 brann
Sjóklæðagerðarhúsið í Skerja-
firði eftir 12 ára starfsemi þar.
Fyrirtækið var með 70 manns í
vinnu um það leyti sem það
brann. Strax eftir brunann var
hafist handa við endurreisn
fyrirtækisins og var nýtt hús-
næði byggt 1941 að Skúlagötu
51 í Reykjavík, þar sem fyrir-
tækið hefur hluta starfseminn-
ar enn í dag.
í dag starfa 87 heilsdags-
starfsmenn hjá Sjóklæðagerð-
inni hf. á þremur stöðum:
1) Skúlagötu 51, þar sem 35
starfsmenn vinna við fram-
leiðslu sjó-og regnfatnaðar og
15 við skrifstofu-.afgreiðslu- og
lagerstörf, en þaðan er öllum
vörum fyrirtækisins dreift. Nú
er verið að flytja verksmiðjuna
við Skúlagötuna í nýtt húsnæði
að Faxafeni 12, sem hefur
helmingi meiri afkastagetu en
núverandi húsnæði.
2) Súðarvogi 44-48, þar sem
15 starfsmenn vinna við fram-
leiðslu á loð- og gúmmíhúðuð-
um vettlingum.
3) Gagnheiði 15 Selfossi, þar
sem 22 starfsmenn vinna við
framleiðslu á vinnufatnaði,
sportfatnaði, loð- og vattfóðr-
uðum hlífðarfatnaði.
Hér á eftir verður aðallega
fjallað um sjófataframleiðsluna
og hvað er á döfinni þar, en
markaður fyrir sjófatnað hefur
verið að breytast töluvert und-
anfarið með auknum kröfum
um öryggi sjómanna.
Sjó- og regnfataframleiðslan
er sú eining fyrirtækisins, sem
það hefur byggt á allt frá upp-
hafi. Alltaf hefurverið leitastvið
að framleiða hágæða vörur,
sem fullnægja ýtrustu kröfum
neytendatil slíks fatnaðar. Sér-
staklega á þetta við um sjófatn-
aðinn, sem er hannaður fyrir
hinar erfiðustu aðstæður sem
eru við strendur landsins, þar
sem norðangarrinn og útsynn-
ingurinn togast á um völdin.
Einungis bestu hráefni eru not-
uð í fatnaðinn, sem eru fram-