Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 9
upp í Stardal. Svo þegar ég er
15 til 16 ára á ég ekki annan
draum en að komast á sjóinn.
Þá hafði ég verið í vegavinnu
á Vatnsskarði og það fer alltaf
einhver sérstök tilfinning um
mig þegar ég keyri veginn um
Vatnsskarð, mér finnst ég eiga
eitthvað í honum. Þarna bjó
ég í tjaldi og talsverð harð-
neskja í vinnu. Þá höfðum við
engin tengsl við Brussel og
það var löglegt að herða sig á
þessum árum og verða að
manni þó að það sé bannað
núna.
Matthías: Ef einhver togari eða bátur á eignina á sjómaðurinn hana ekki síður...
egar ég var 16 ára bið
ég föður minn að kanna
hvort hann geti ekki
komið mér á sjóinn. Það tekst.
Ég er ráðinn messastrákur á
Brúarfoss vorið 1946 og þá
hefst þessi svokallaða sjó-
mennska mín. Daginn áður en
ég átti að mæta um borð fékk
ég tannpínu og fór til tann-
læknis. Tannlæknirinn sagði
að ef ég ætlaði á sjóinn dag-
inn eftir yrði að drepa taugina
og ég geri þá yfirgengilegu
bomertu að segja að það sé
best að drepa taugina, bara til
að komast á sjóinn. En tönn
sem taug er drepin í stendur
sig ekki eins og aðrar tennur
og ég hef alltaf séð eftir þess-
ari tönn, en ég sé ekki eftir því
að fara á Brúarfoss. Það var
varla nokkuð þorp svo lítið við
ströndina að við færum ekki
þangað að sækja frosinn fisk.
Við sigldum til Danmerkur og
við fórum til Leningrad með
fyrsta farminn af frosnum fiski
sem fór til Sovétríkjanna.
Ég var í klefa með 2. mat-
sveini sem var kallaður Guð-
mundur Dýriirðingur. Hann var
mér ákaflega góður en ég var
alltaf sjóveikur þegar illt var í sjóinn. Ég skrifaði dagbók sem ég á
enn og get því alltaf séð hvenær ég var sjóveikur, sé það á rithönd-
inni. Þegar verst gegndi kom fyrir að Guðmundur ynni fyrir mig og
mér var óskaplega hlýtt til þessa manns. Hann var mikill og góður
vinur minn, þrælduglegur og sérstæður í alla staði. Ég var svo sjó-
veikur þegar við fórum yfir Norðursjó í brjáluðu veðri að ég var að
velta því fyrir mér í Kaupmannahöfn að strjúka af skipinu. Fannst
ég ekki geta lagt þetta á mig lengur. Ég sjóaðist ekki og verst
gegndi þegar þeir voru að sjóða steinbít. Síðan hef ég aldrei getað
borðað soðinn steinbít. Skipið var svo gott sjóskip að það töluðu all-
ir um það að maður sjóaðist ekki almennilega vegna þess að mað-
ur steig ölduna einhvern veginn með þeim hætti að ég varð bara
ringlaður í höfðinu. Ég sjóaðist ekki fyrr en ég fór með togaranum
Geir til Bretlands í vondu veðri. Þá sjóaðist ég á fyrstu tveimur dög-
unum og fann ekki til eftir það.
etta var þrekraun um borð í Brúarfossi. Ég var í yfirmanna-
messa, lagði á borð, vaskað upp og gerði annað sem þurfti.
Ég var með tvær fötur hjá mér. Kastaði upp í aðra og þvoði
hnífapörin og diskana í hinni. Auðvitað kastaði ég líka upp yfir lunn-
inguna. Einu sinni voru þeir að smúla dekkið en ég var svo veikur í
koju að ég ældi út um kýraugað á dekkið. Þá sprautuðu þeir inn í
kojuna og fylltu hana af sjó. Það voru launin fyrir það að kasta upp
á dekkið. En ég lagði allt þetta á mig fyrir þetta ævintýri og allt
Sjómannablaðiö Víkingur - 9