Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 10
mótefni gegn Stalínisma og það hefur dugað mér alla ævi. Þá sé
ég þetta stalínska umhverfi, en fólkið þarna var skínandi gott.
Það hélt hins vegar að við værum frá Eistlandi. Vopnaðir verðir
voru við landganginn og við skut og stefni og maður fór varlega.
Ég man að mig langaði að eiga landgöngupassann minn en
þorði ekki annað en afhenda hann svo maður ætti ekki á hættu
að verða settur inn.
Hvatarkonum þótti Jón seglasaumari orðljótur í Morgunblaðsviðtali,
en Bjarni Benediktsson hafði gaman af.
gerði þetta mann að einhvers konar manni. Þarna var ég strákur í
mótun og maður í bígerð og ég hef búið að þessu alla tíð.
Þessir menn sem voru þarna um borð urðu allir vinir mínir. Ég
hafði óskaplega aðdáun á kyndurunum sem voru kolsvartir en alltaf
jafn hjartagóðir. En þegar við komum til Kaupmannahafnar hafði ég
ekki jafngóðan skilning á sambandi þeirra við dönsku stelpurnar
sem störfuðu við höfnina. Aftur á móti náði ég mér í aukapening
með því að sendast fyrir þá þegar þeir voru hvað mest uppteknir
við þetta og komst í Tívólí fyrir vikið. Ég man eftir því að þegar við
fórum til Helsingfors fengum við brjálað veður í hálfan annan sólar-
hring og skipið hjó mikið á Eystrarsaltinu. Þá stóð Jón Eiríksson
skipstjóri vaktina allan sólarhringinn upp í brú og maður lærði af
þessum mönnum að axla sína ábyrgð og gera það sem að manni
sneri. Svo sigldum við upp Finnska flóa og þar var svo mikið af
tundurduflum að við gátum ekki siglt nema á daginn og þá með
finnskum og rússneskum lóðsum. Þegar við komum til Leningrad
gekk allt ágætlega. Verðirnir leituðu ekki að neinu nema mönnum,
var alveg sama um allt annað. Sextán ára gamall fékk ég þarna
Guðmundur Dýrfirðingur var alltaf með mér í káetu og ég
bar mikla virðingu fyrir þessum velunnara mínum. Svo
löngu síðar þegar ég er orðinn blaðamaður og raunar rit-
stjóri var ég að skrifa um þann atburð þegar Reykjaborgin var
skotin niður og um árásina á Fróða. Þegar ég var að skrifa um
þetta þurfti ég að heyja að mér efni og ræða við heimildarmenn.
Ég hafði heyrt að maðurinn sem stýrði Fróða til Vestmannaeyja
eftir að búið var að drepa vini hans allt í kringum hann og skip-
stjórann þar á meðal, væri á lífi og mig langaði til að hitta hann.
Ég talaði við þá á skrifstofu Eimskips og bað þá að grafa upp
þennan mann. Svo gerist ekkert þar til bankað er hjá mér á skrif-
stofu minni í Aðalstræti. Ég fer til dyra og þar stendur Guðmund-
ur Dýrfirðingur, glerfínn. Þá var hann bryti að ég held á Reykja-
fossi. Ég heilsa honum og hann mér en var mikið til baka og hlé-
drægur eins og hann var alltaf. Ég segi:
- Jæja, Guðmundur minn. Hvað get ég gert fyrir þig?
- Ja, ég var nú beðinn að koma hingað og tala við þig, segir
hann.
- Nú, segi ég. Er það eitthvað sérstakt?
- Nei. Þeir báðu mig bara um það á skrifstofu Eimskips.
- Nú? Ég hef ekkert verið að reyna að ná í þig. Ég er bara að
leita að manninum sem stóð við stýrið þegar Fróða var siglt til
Vestmannaeyja eftir árásina því ég er að skrifa um þennan at-
burð.
Þá segir þessi hógværi maður sem stendur þarna fyrir framan
mig:
- Ja, það var nú ég.
Ég hafði verið með honum mánuðum saman í herbergi á Brú-
arfossi. Hann var góður maður, en ég vissi aldrei að hann væri
hetja. Þetta er einhver hógværasti og geðfelldasti maður sem ég
hef kynnst á lífsleiðinni. Ég var búinn að vera með stríðshetju í
klefa sem allt vildi fyrir mig gera og var frábær maður.
Svo settumst við niður á skrifstofu minni og töluðum saman.
Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem Guðmundur Dýrfirðingur
talaði um þennan hetjuskap sinn. Núna er það hins vegar
þannig, að menn miklast af öllu og það er ekkert sem blaðrið
tekur ekki við og sjaldnast er neitt á því að græða. Þetta hefur
verið mér mikið íhugunarefni og þetta hefur alið mig upp. Ég tel það
einhverja dýrmætustu eign sem ég hef fengið í lífinu að kynnast
sjónum og þeirri hetjulund sem umhverfið bauð upp á.
Eg hef laðast að sjómönnum og hef skrifað mörg samtöl við
sjómenn. Af þessu fólki lærði ég meðal annars tungutak. Eitt
sinn var ég að skemmta mér á barnum í Naustinu. Þar hitti
ég kornungan mann sem fór að tala við mig. Hann hafði verið á
báti sem kantraði og fór að segja mér frá þessu slysi. Ég var búinn
að fá mér í staupinu en hlustaði á manninn. Svo allt í einu vakna ég
upp og segi við sjálfan mig: -Hvað er þetta. Ég er að hlusta á mann
sem talar einhverja þá fallegustu íslensku sem ég hef heyrt og
þetta er ungur sjómaður. Nei, ekki háskólaborgari!
Ég hef oft hugsað um þetta atvik og vona að svona sé til enn og
verði alltaf til. Ég vona að sjónvarpinu takist ekki að kála þessu líka,
en maður veit það ekki. Af þessum mönnum hef ég bæði lært þetta
10 - Sjómannablaðið Víkingur