Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Brot úr Ijóðabókinni Morgunn I maí unni innrömmuð, sjáðu. Eg hef hana hér uppá hillu í skrifstofunni. Það er ekkert sem slær þetta út. Það varð stórslys á Nýfundna- landsmiðum og við biðum eftir því að Úranus kæmi fram. Þeir voru orðnir fáir sem trúðu því að hann væri ofan sjávar. Síðan fréttum við að flugvél frá varnarliðinu hefði náð mynd af einhverju skipi sem var illþekkjanlegt í sortanum; það gæti verið Úranus. Við Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari brunuðum suður á Keflavíkurflugvöll og vildum fá myndina. Þeir sögðu myndina ein- hvers konar tabú af öryggisástæðum, auk þess sæist ekkert á filmunni. En við gáfumst ekki upp og fengum loks filmuna. Óla K. tókst að framkalla Úranus. Ég hef aldrei gleymt þessu og þetta er merkilegasta mynd sem við höfum birt. Það er svo mikil gleði sem kemur út úr þessu svartnætti og það varð þjóðargleði þegar blaðið kom úr prentun. Ekkert hafði spurst til skipsins síðan þess var saknað. En maður sem hafði verið loftskeyta- maður á skipinu, Ólafur heitir hann, var alltaf að koma til mín niður á Mogga og segja mér hvað hefði gerst. Hann trúði því aldrei að skipið hefði farist og ég trúði honum alveg. Síðar kom í Ijós að hann sagði satt og rétt um hvað hafði gerst svo Úranus varð sam- bandslaus; feiknaleg ísing og óveður. Þú segir að sumir kalli okkur Styrmi sósíalista vegna stefnu Morgunblaðs- ins í auðlindamálum. En þetta er ó- sköp einfalt. Maður virðir eignarrétt. Þú gefur ekki öðrum eignir fólks. Maður selur ekki það sem maður á ekki og veðsetur það ekki held- ur. Þegar ég byrjaði að skrifa um þetta sner- ist það ekki um peninga. Þetta var siðferði- legt mál þess efnis, að það væri ekki hægt að taka eign þjóðarinnar frá henni. Hún yrði að fá að eiga sína eign alveg eins og landið sjálft. Það er hægt að leigja og framselja það sem maður á ekki ef borgað er fyrir það. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi engir að nýta auðlindina aðrir en þeir sem kunna það best fyrir þjóðina. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þeir sem hafa nýtt hana hafi gert það illa. Þvert á móti hafa margir hverjir gert það á- gætlega. En ef einhver togari eða bátur á eignina þá á sjómaðurinn hana ekki síður eða fólkið í landi sem vinnur við fiskinn. Við sáum hins vegar enga aðra leið til þess að koma þessum skilaþoðum á framfæri nema tala fyrir því að menn tækju á leigu það sem þeir vildu nýta fyrir þjóðina og gera það á sem bestan hátt. Þegar ég byrjaði að skrifa um þetta fyrst uppúr 1980 vakti það fyrir mér að það væri ekki siðferðilega rétt að leggja almannaeign undir einstaklinga. Ekki frekar en taka eignir fólks og gefa þær öðrum mönnum. Það tel ég sósíalisma og það gerðu kommúnistar í Rússlandi. Þeir tóku eignir fólks og gáfu sjálfum sér, það er að segja ríkinu. Við höfum ekki staðið fyrir því að taka eitt eða neitt frá neinum. Þvert á móti höfum við slegið skjaldborg um það hálfgerða almenningshlutafélag sem auðlindin á að vera. Það er hægt að framselja réttinn með ákveðnum hætti og sátt ætti að geta orðið um Blossi. Einn morgun barst fregn um að Jón Bogason bryti á Dettifossi hefði farizt á hafsvæðum Bretlands og írlands þar sem öllum stundum var barizt: og lífið kvadd'ann með köldum kossi. Og engum hefði dottið í hug að hann hlyti svo ömurleg örlög, risa- vaxinn gekk hann framhjá Gunnum og Stínum um götuna okkar í einkennisbúningi sínum. það. Þetta höfum við sagt og þetta er nú allur sósíalisminn. Ef við hefðum ekki tekið þessa afstöðu hefði öllum fundist sjálfsagt að einhver eignaðist Þingvelli einn góðan veðurdag. Einhver eignaðist Heklu og léti hana gjósa fyrir fjölskylduna á sunnudögum. Þetta er einfaldlega rangt. Fiskimiðin eru okkar sameiginlega eign eins og stendur í lögunum. En ef einhverjir ættu að eiga hafið þá eru það menn Landhelgisgæslunnar sem börðust á hafinu fyrir þessari eign. Það var þeirra hlutur að verja og vernda þessa auðlind og þeir gerðu það með slíkum sóma að til þess er tekið enn í dag um allan heim. Þeir hættu lífi sínu til þess að við gætum eignast þessa auðlind. Ef einhver kemur með þá hugmynd að Landhelgisgæslumenn fái að eiga auðlindina skal ég ekki standa gegn henni. Ekkert leiði með hvítum krossi. Örlögin spila og oftast er einhver sem gefur með hálfum huga og stokkar illa: þá slæðist villa inní venjulegt dæmi sem enginn fær breytt. Þeir feðgar bjuggu í næsta húsi númer 51. Þetta kvöld sat Jón yngri ellefu ára einmana drengur og starði einn útí ekki neitt sat þar við gluggann og gætti vel sinna tára. All 8 s llir hafa ákveðið þanþol og allir verða að hlýta þessu þanþoli. Ég hef getað sameinað skáldskapinn og störf rit- stjóra með þeim hætti sem ég hef gert. Ég held að ég hafi ekki slakað á verðinum á nein- um vígstöðvum. Látið skáldið fylla geyminn hjá ritstjóranum og ritstjórann fylla geyminn hjá skáldinu. Sem skáld hef ég aðallega haft á- huga á því að fjalla um það sem ég þekki og það sem hefur haft áhrif á mig. Snorri segir að allt verði til af ákveðnu efni og ég trúi því. Ég hef ekkert gaman af skáldskap sem fjallar bara um einhverjar geimverur og umhverfi sem er manninum algjörlega framandi. Ég laðast að lífi mannsins eins og það er í öllum sínum skáldskap. Ef þú segir sögu Guðmundar Dýr- firðings þá gæti enginn skáldskapur tekið því fram. Þetta hefur náttúrlega kostað mikla vinnu. Það tók mig 16 ár að skrifa sögu Ólafs Thors. Ég var með hugann við verkið en var ekki sískrifandi. Síðustu misserin vann ég að bókinni dag og nótt og skrifaði mikið af henni á nóttunni fram til klukkan fimm. Þá lagði ég mig um stund og fór svo að sinna mínum ritstjóra- störfum. Ég held að þetta hafi verið gott fyrir mig á sama hátt og það var gott fyrir strákinn að vera á sjó. Og það var gott fyrir strákinn að vera í vegavinnu og kynnast landinu og fólk- inu. Stundum hef ég verið þreyttur og ekki haft bolmagn til að gera allt sem ég vildi. En eigin- lega hef ég ekki gert neitt nema af þörf og skemmtun. Ég geri ekkert af því sem ég þarf ekki að gera, vil ekki gera eða nenni ekki að gera. Vinnan er Guðs dýrð og það skemmtilegast sem ég geri er að vinna, hugsa og velta fyrir mér. Eins og þú veist er ekkert eins leiðinlegt og fólk sem á alltaf að vera skemmtilegt. Ég hef ekki verið að eltast við svokallaðar skemmtanir, frekar hef ég vaxið hægt og síg- andi að sjálfum mér og frá uppákomunum! Það finnst mér ágæt niðurstaða á þessu langa ferðalagi. Hin bjarta endalausa eilífð æskunnar er að baki, en það er mikið eftir af eilífðinni framundan sem ég þekki ekki. Ég hef ekki upplifað þá eilífð, heldur þá eilífð sem er að þaki. Það er engin upp- gjöf í þessu. í dag finnst mér ég vera þrekmikill og sterkur eins og rígaþorskur. En þeir lenda líka í lestinni. ■ 12 - Sjómannablaðiö Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.