Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 15
ysavarnafelags Isiánas _ m Björgunarbáturin n Þorsteinn i— reynslusiglingu á Reykjavíkurhöfn. Þorsteinn var smiðaður í Englandi árið-1901 fyrir enska björgunarbáta- félagið (RNU). Báturinn var teinær- ingur, einnig með seglabunaði (t- vísigldur). nærri 11 metrar á lengd og 3 á breidd. Hann var þannig gerð- ur að hann átti sjálfur að rétta sig við isjó þótt honum hvolfdi eða hann Hlafnstyngist. Smíði bátsins var mjög vönduð, efniviðurinn kanadískur klettaálmviður, mahóní og eik. Kafli úr bókinni Björgunarbát strax og fjárhagur leyfir Um það bil mánuði eftir stofnun Slysavarnafélagsins, í lok febrúar 1928, strandaði togarinn Jón forseti í suðaustan stormi og dimm- viðri við Stafnes á Suðurnesjum. Aðeins reyndist unnt að bjarga 10 mönnum af 25 manna áhöfn, þrátt fyrir að fjöldi skipa kæmi á strandstað áður en nokkurt manntjón var orðið og menn í landi gerðu allt sem þeir gátu til að bjarga. Slysavarnafélagið hafði þá ekki nein björgunartæki tiltæk og þetta átakanlega sjóslys varð mjög til að oþna augu landsmanna fyrir nauðsyn þess að kauþa slík tæki. Það var einnig tilefni þess að Slysavarnafélagið réðst í það að eignast sinn fyrsta björgunarbát sem hægt var að nota við björgun frá landi. Líkindi voru nefnilega til þess að fleirum hefði mátt bjarga við strandið ef góður björgunarbátur með fullkomnum búnaði hefði verið til taks á nálægum slóðum, t.a.m. í Sandgerði. Skömmu eftir þennan hryggilega atburð ákvað stjórn félagsins að kauþa björgunarbát strax og fjárhagur þess leyfði. Jóni E. Berg- sveinssyni, erindreka félagsins, var falið að afla nauðsynlegra upp- lýsinga um heppilega stærð og gerð af báti með tilliti til kringum- stæðna á svæðinu á milli Garðskaga og Reykjaness. Einnig var honum falið að athuga hvað slíkur bátur myndi kosta með öllum út- búnaði, þar með talið naust og dráttarbraut. Skrifaði Jón til Eng- lands, Noregs og Danmerkur og fékk m.a. upþlýsingar um hvaða bátar og bátalag hefðu reynst best hjá þessum þjóðum. Eftir athug- un á staðháttum var ákveðið að báturinn yrði staðstettur i Sand- gerði, en rannsóknir sýndu að á þeim slóðum höfðu skiþsströnd verið tíðust hér við land. Björgun skipverja á Jóni forseta [Togarinn Jón forseti fórst í febrúarlok 1928 er hann strandaði við Stafnes. Þetta strand varð hvati þess að Slysavarnafélagið eignað- ist fyrsta björgunarbát sinn.j Björgun þeirra sem af komust varð, að sögn Halldórs Kr. Þor- steinssonar skipstjóra og eins eigenda skipsins og jafnframt stjórn- armanns í Slysavarnafélaginu, með þeim hætti að opnu skipi var róið úr lendingunni á Stafnesi, vestur fyrir grunnbrot sem var norð- anvert við lendinguna, og inn í lón sem var milli lands og skerjanna sem togarinn hafði strandað á. Var skipinu lagt eða því haldið við í lóninu, en lítill opinn bátur, með bundna uppblásna lóðarbelgi við borðstokkana, var hafður til þess að draga milli opna skipsins í lón- inu og strandaða skipsins. Hafði samband við togarann fengist á þann hátt að skipverjar á Jóni forseta höfðu varpað bauju með kaðli fyrir borð og mönnunum í opna skipinu i lóninu tekist að ná henni. Var svo litli báturinn með belgjunum dreginn eftir kaðlinum milli tog- arans og opna skipsins í gegnum brimið sem svall nærri látlaust yfir togarann. Á þennan hátt tókst að bjarga 10 af skiþshöfninni og hentu sumir þeirra sér útbyrðis til að ná í litla bátinn. Meðan á björguninni stóð, sem var mjög tafsöm, voru mennirnir um borð í togaranum hver af öðrum að missa tökin og skolast fyrir borð, en 15 drukknuðu. Byggt m.a. á Árbók Slysavarnafélags íslands 1928, bls. 8. Björgunarbáturinn Þorsteinn kemur Eftir að farið höfðu fram rækilegar athuganir vegna kaupa á björgunarbát til fyrirhugaðrar björgunarstöðvar í Sandgerði var á- kveðið að festa kaup á opnum, vélarlausum brimróðrarbjörgunarbát frá breska björgunarbátafélaginu (RNLI), sem félaginu stóð til boða. Kaupverðið hljóðaði upp á 500 sterlingspund, um 12.000 krónur á þáverandi verðlagi. Þetta var ekki nýr bátur en í góðu ásigkomulagi. Ýmis áhöld fylgdu með í kaupunum, þ.á m. vagn til flutnings á landi ef þess gerðist þörf. Verðið sem báturinn fékkst á var sannarlega hagstætt, því vagninn sem fylgdi var einn metinn á meira en 500 pund.1 Sjómannablaöiö Víkingur -15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.