Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 18
Aformannaráðstefnu FFSÍ í Keflavík í nóvemer flutti Kjartan Jóhannsson sendiherra erindi um ísland og Evrópusambandið. Sendi- herrar eru þekktir fyrir að tala var- lega og fylgja stefnu utanríkisráð- herra og ríkisstjórnar í einu og öllu í sínum málflutningi. Það kom því fundarmönnum á óvart hvað Kjartan var opinskár í umræðum sem spunnust að erindinu loknu og ó- feiminn við að láta í Ijós persónuleg- ar skoðanir sínar varðandi umdeild mál. Kjartan sagðist þeirrar skoðunar að það væri ekki rétt sem kæmi fram í skýrslu utanríkisráðherra, að ef ísland gengi í Evrópusambandið þyrfti það að greiða meira fé til sam- bandsins en það fengi frá því. Reynslan væri sú að í alþjóðasam- starfi fengi ísland alltaf meiri pen- inga til sín en þeir létu af hendi rakna. Hann taldi að þeir útreikning- ar um kostnað sem birtir eru í skýrslu ráðherra væru ekki réttir. Sendiherrann sagði það sína Kjartan Jóhannsson: Andstæðingar aðildar að ESB eru 25 ár á eftir tímanum skoðun að ekki væru margir kostir okkur til handa ef Norðmenn gengju í ESB. Þá yrði dýrt og erfitt að halda á- fram EES samstarfinu. Nefndir hefðu verið möguleikar á tvfhliða samning- um milli ESB og íslendinga en Kjart- an sagði að slíkt væri afar slæmur kostur og áhrif okkar á ákvarðanir þá litlar sem engar. Það væri líka um- hugsunarvert hvort það væri betra að vera á eftir Norðmönnum inn í Evr- ópusambandið eða á undan. Helstu rök gegn umsókn um aðild okkar að ESB hafa verið þau að við inngöngu mundum við missa forræð- ið yfir fiskimiðunum. Þessu vísaði Kjartan nær alfarið á bug og benti á að erlendar þjóðir fengju ekki að veiða á íslandsmiðum þar sem þær hefðu þar enga veiðireynslu. Kjartan Jóhannsson sagði ESB hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum og áratugum. íslenskir stjórn- málamenn sem væru á móti aðild að Evrópusambandinu á grundvelli fisk- veiða okkar væru 25 ár á eftir tíman- um. Landhelgisgæslan Benóný Ásgrímsson flugmaður sneri aftur til starfa hjá Landhelgsigæslunni þann 1. nóvember og gegnir nú stöðu yfir- flugstjóra. Hann hafði verið í launalausu leyfi í þrjú ár og starfað sem flugmaður hjá Atlanta. „Ég er mjög ánægður yfir því að hafa fengið tækifæri til að starfa hjá Atlanta og hefði eflaust alltaf séð eftir þvi ef ég hefði ekki nýtt það til að kynnast flugrekstri með öðru sniði en hér hjá Landhelgisgæslunni. Ég var staðsettur í London og flaug þaðan víða um heim, meðal annars til Arabalanda og Karabíska hafsins og einnig var ég í pílagrímaflugi á Indlandi. Hjá Atlanta starfar fjöldi fólks af mörgum þjóðernum sem gaman var að kynnast,” sagði Benóný i stuttu spjalli við blaðið. Hann sagði að vissulega hefði verið freist- andi að halda áfram hjá Atlanta og það Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri ætlar ekki að eyða miklum tíma við skrifborðið. hefði verið erfið ákvörðun að snúa aftur til Gæslunnar. En gamli vinnustaðurinn togaði í hann. Benóný tekur því fjarri að hann muni eyða tímanum við skrifborðið í starfi sínu sem yfirflugstjóri. Hann er nú í endurþjálfun á þyrlunum og ætlar síðan að ganga vaktir eins og aðrir þyrluflugmenn. Benóný Ásgrímsson á að baki langan starfsaldur hjá Landhelgisgæslunni því hann var ráðinn þangað árið 1966. Eftir að hafa verið stýrimaður á varðskipunum lærði hann til flugmanns og hlaut réttindi atvinnuflug- manns árið 1977. Hann var svo fastráðinn flugmaður árið 1980 og er löngu landskunn- ur fyrir afrek sín sem flugmaður og flugstjóri á björgunarþyrlum Gæslunnar. Páll Hall- dórsson, sem var yfirflugstjóri, starfar nú sem flugstjóri, mest á Fokkervél Landhelgis- gæslunnar og mun einnig verða eftirlitsflug- stjóri. 18 - Sjómannablaðiö Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.