Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 26
Sigurður A. Kristinsson, bæklunarskurðlæknir F]ari»kningar Þar sem hjálpin er nœst Fjarlækningar er þjónusta við sjómenn á hafi úti sem byggð er á nýjustu samskiptatækni. Þegar um veikindi eða slys er að ræða er hægt að vera í beinu sambandi við lækni í gegnum tölvu, gervihnött og internetið. Þannig er hægt, með mun nákvæmari hætti en áður, að meta ástand sjúklings. Fjarlækningar geta ráðið úrslitum um hvort hægt sé að veita veikum og slösuðum nauðsynlega aðhlynningu um borð í stað þess að snúa til hafnar eða senda björgunarþyrlu. Þessi nýja aðferð getur þannig auðveldað lækningu og sparað umtalsverða fjármuni. i'Ak. tv meðferðar. Heilbrigðisþjónusta sjómanna færist nær því sem almenningur nýtur að jafnaði. Mikil slysatíðni - erfiðar aðstæður Slysatíðni meðal sjómanna er gríðarlega há miðað við aðrar atvinnustéttir í landinu. Árið 1990 var fjöldi tilkynntra slysa á sjó við ísland um 600 á ári. Þetta eru þó aðeins tilkynnt slys og búast má við að talan sé mun hærri. Á tímabilinu 1980-1996 voru banaslys sjó- manna að meðaltali 9,4 á ári. Sigurður A. Kristinsson, bæklunarskurðlæknir TeleMedlce hf. var stofnað í þeim tilgangi að þróa og selja færanlegan fjarlækningabúnað. Eigendur fyrirtækisins eru hugbúnaðarfyrirtæki og sérfræðingar á sviði læknisþjónustu við sjómenn. Þegar eru í gangi tilraunir með búnað frá TeleMedlce um borð í nokkrum íslenskum skipum. Með tilkomu þessa nýja búnað- ar verður öryggi sjómanna mun betur tryggt, ef slys eða veikindi ber að höndum. Auk þess getur búnaðurinn nýst til hvers konar myndrænna sendinga milli skips og lands, t.d. í tengslum við afla, skemmdir, varahluti o.s.frv. Nákvæmari upplýsingar - árangursríkari lækning Fjarlækningarbúnaðurinn (MobilMedic) er fyrirferðalítill og miðað- ur við að sem flestir geti notað hann án sérstakrar þjálfunar. Hon- um er komið fyrir í handhægri tösku og samanstendur af fartölvu, stafrænni myndavél, hjartalínuritsbúnaði, heyrnartólum og hljóð- nema, farsímatengingu og nauðsynlegum hugbúnaði. Veikist maður eða slasist úti á sjó er hægt að senda myndir af sári sem hann hef- ur hlotið eða hjartalínurit. Sjómenn hafa mun lakari aðgang að heilbrigðis- þjónustu en aðrir landsmenn. Talið er að í allt að tveimur af hverjum þremur tilvikum sem sjómenn leita sér hjálpar læknis sé um veikindi en ekki slys að ræða. Fjarlækningum er því ekki aðeins ætlað það hlutverk að aðstoða ef slys ber að höndum heldur eru þær liður í því að bæta þá heil- brigðisþjónustu sem sjómenn njóta. Fjárhagslegur ávinningur fyrir alla Með nákvæmari greiningu á aðstæðum er auðveldara að meta hvort senda þurfi þyrlu eftir sjúklingi og hvort skip þurfi að sigla í land. Hvort tveggja er sérlega dýrt, fyrir útgerðir, tryggingafélög og þjóðfélagið í heild. Kostnaður við sjúkraflug Landhelgisgæslunnar og heildarkostnaður við sjúkrahúsvist er umtalsverður á ári hverju. Tryggingabætur sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir fyrir sjó- menn eru rúm 35% af öllum tryggingbótum sem Tryggingastofnun greiðir vegna slyss. Það er hátt hlutfall ef tekið er tillit til þess að sjómenn eru aðeins tæp 5% af starfandi fólki í landinu. Heildar- kostnaður vegna slysa á hafi úti, þ.e.a.s. bæði persónulegur og samfélagslegur er um 2 milljarðar á ári og er þá ekki reiknað með veikindakostnaði nema að litlu leyti. Upplýsingar berast um gervihnött til læknis á bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Læknirinn leggur mat á aðstæður, leið- beinir um meðferð eða aðgerð. Segja má að búnaðurinn gefi sjó- mönnum á hafi úti tækifæri til þess að vera þannig augu eyru og hendur læknis á landi. Sérhver skipverji er skráður í áhafnarskrá þegar hann hefur störf. Þar koma fram upplýsingar um heimilislækni, ofnæmi, lyfjanotkun o.s.frv. Við slys eða veikindi er þessi Skrá opnuð á nafni sjúklings og síðan er tekið til við að fylla í einkennalista. Notandi er þannig leiddur áfram með spurningum sem hann svarar áður en haft er samband við lækni í landi. Með fjarlækningum er þannig hægt að senda mun nákvæmari upplýsingar í land en áður sem leiðir til árangursríkari greiningar og Dæmi um viðbrögð við sjóslysum: Skipverji á togara klemmist á fingurgómi og eftir nokkra daga er óttast að drep sé komið í sárið. Haft er samband við lækni í síma en þar sem erfitt er að meta hvort um drep sé að ræða eða ekki og hvort sárið megi meðhöndla um borð þá verður að snúa togaranum til hafnar um 100 sjómílna leið. Skipverji á togara úti á Reykjaneshrygg fær skyndilega verk fyrir brjóstið. Óljóst er hvort verkurinn leiðir út í handlegg eður ei. Þetta er maður sem hefur verið undir miklu álagi. Hér er mögulegt að um hjartaáfall sé að ræða en eins gætu aðrar saklausar orsakir eins og millirifjagigt komið til. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer og nær í skipverjann. ■ 26 - Sjómannablaöið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.