Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 30
J / I 24. novemb Ályktun um kjaramál fiskimanna Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldin í Keflavík dagana 23. og 24. nóvember 2000, ályktar eftirfar- andi um kjaramál fiskimanna. Kjarasamningar sjómanna á fiskiskipum hafa verið lausir í rúm- lega 9 mánuði. Á þessum tíma hafa verið haldnir fjölmargir samn- ingafundir með fulltrúum Landssambands íslenskra útvegsmanna sem hafa hafnað nær öllum kröfum og tillögum samninganefndar Farmanna- og fiskimannasambands íslands til lausnar kjaradeil- unni. Það eru því hrein og klár ósannindi eins og kemur fram í efnahagsályktun síðasta aðalfundar LÍÚ, þar sem staðhæft er að sjómannaforystan hafi sýnt lítinn samningsvilja. í kjaradeilunni milli sjómanna og útvegsmanna er mest tekist á um verðmyndun á sjávarafla. Það ætti öllum að vera Ijóst vegna hlutaskiptakerfis í sjávarútvegi að fiskverð hefur sama gildi fyrir sjó- menn á fiskiskipum og kauptaxti fyrir aðra launþega. Þessi sér- staka deila hefur nú staðið nær linnulaust í heilan áratug eftir að fiskverð var gefið frjálst að nafninu til, en á sama tíma hefur framsal veiðheimilda verið nær hömlulaust. Þetta frelsi virðist einungis ná til útvegsmanna, þar sem margir þeirra skáka í því skjóli að geta á- kveðið fiskverð einhliða. Slíkt fyrirkomulag að sjómenn þurfa sífellt að standa í samningum um fiskverð, þegar fiskur er seldur beint til fiskvinnslu, er með öilu óviðunandi. Þau úrræði sem notuð hafa verið eins og samráðsnefnd og úrskurðarnefnd sjómanna og út- vegsmanna til að leysa deilur um fiskverð hafa mistekist. Og er nú svo komið að stjórnskipaðir oddamenn úrskurðarnefndar túlka með ólíkum hætti mikilvæg ákvæði hlutaðeigandi laga sem fara ber eftir. Þetta hefur leitt til þess að úrskurðarnefndin er nánast orðin óstarf- hæf. Á þeim áratug sem fiskverð hefur að nafninu til verið frjálst, hafa stjórnvöld gripið inn í deilur sjómanna og útvegsmanna með laga- setningu varðandi verðlagningu á sjávarfangi. Með hliðsjón af þess- ari staðreynd hljóta stjórnvöld að bera fulla ábyrgð á að aðgerðir með lagasetningum beri tilætlaðan árangur, sem felst í því mark- miði að deilum um fiskverð linni. Við síðustu lagasetningu til lausnar kjaradeilu milli sjómanna og útvegsmanna í mars 1998, voru lögfestar aðgerðir sem undirbúnar voru af háttsettum embættismönnum. Þessar aðgerðir hafa engum árangri skilað, þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda. Hafi sá yfirlýsti vilji verið raunverulegur, skulda stjórnvöld sjómönnum þann árangur sem þar var stefnt að. Samkvæmt kjarasamningum ber sjómönnum á fiskiskipum hæsta mögulega verð fyrir aflann. Hins vegar hefur ríkjandi kerfi haft í för með sér að fiskverði er haldið niðri í beinum viðskiptum og er þess vegna rofið úr tengslum við allan efnahagslegan raunveruleika. Af- leiðing af þessu lága falska fiskverði er að afkoma útgerðarinnar er nú sýnd mun verri miðað við þá afkomu ef verðmyndun á fiski væri með eðlilegum hætti. Þessar fölsku afkomutölur útgerðarinnar eru nú óspart notaðar af LÍÚ til þess að slá ryki í augu almennings og stjórnvalda. Formannaráðstefnan vekur athygli á því að laun sjómanna á fiskiskipum hafa lækkað allt að 12,5% á undanförnum mánuðum vegna tengingar hlutaskipta við olíuverð. Þessu til viðbótar stað- hæfir formannaráðstefnan að rekstrarafkoma útgerðar fiskiskipa væri hagstæðari, svo milljörðum skipti, ef allur fiskur í beinum við- skiptum væri seldur á uppboðsmarkaði. Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands telur að til frambúðar þurfi að leysa tvö vandamál vegna fiskverðs- deilunnar. í fyrsta lagi þarf að leggja niður ríkjandi fyrirkomulag um beina samninga um fiskverð milli áhafna einstakra fiskiskipa og út- vegsmanna þeirra. í öðru lagi þarf að tryggja að fiskverð til vinnslu taki breytingum í takt við breytingar á afurðaverði og gengi erlendra 30 - Sjómannablaðiö Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.