Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 38
Eiríkur Jónsson stýrimaður
Makalaus áróður
á hendur sjómönnum
Frá því í febrúar síðastliðinn hafa samningar
okkar sjómanna verið lausir og enginn ár-
angur orðið af samningaviðræðum við útvegs-
menn. Samninganefnd FFSÍ tók þá ákvörðun
að ýta til hliðar því sem kallað er stóru málin,
það er verðmyndun á fiski og fleira, en reyna að
fá viðræður um önnur mál sem ekki eru síður
mikilvæg og hafa setið á hakanum í undanförn-
um samningum. Þar eru mál eins og slysatrygg-
ingar, lífeyrismál og kauptrygging efst á baugi
ásamt öðrum smærri málum.
Menn voru vongóðir um að eitthvað myndi
breytast með nýrri öld og breyttri skipan í for-
ustusveit okkar og útvegsmanna. Það gerðist
ekki og það sem óg hef séð er allt óbreytt; það
er sami hrokinn og yfirlætið f viðmóti útvegs-
manna enda kannski ekki nema von. Því þeir
vita sem er, að eftir því sem þeir draga lengur
að semja því betra fyrir þá. Stjórnvöld eru búin
að búa vopnin þannig í hendurnar á þeim að
þeir eru eins og pókerspilari sem hefur öll bestu
spilin á hendi. Það er búið að rétta þeim þjóð-
arauðinn á silfurfati og þeir hafa í hendi sér hvað þeir borga fyrir
hráefnið.
Hrokinn er þvilíkur að þegar forstöðumaður Verðlagsstofu skipta-
verðs skilaði til ráðherra að hans ósk skýrslu um fiskverðsmál og
hver reynslan væri af núverandi kerfi, þá fékk hann það framan í
sig að hann væri farinn að draga taum sjómanna og ekkert mark
væri á honum takandi. Það er augljóst hvernig taktík á að beita við
alla þá sem ekki eru sammála útvegsmönnum í fiskverðsmálum og
fiskveiðistjórnunamálum. Það á að einangra þá frá umræðunni og
terrorisera menn með allskonar aðferðum.
Ótrúlegur málflutningur
Helsti áróður útvegsmanna fyrir því að ekki sé hægt að semja við
sjómenn er að hlutaskiptakerfið sé svo slæmt að þeir geti ekki end-
urnýjað flotann sem skyldi. Þetta er alveg makalaus áróður og ein-
kennilegt að einn af þeim mönnum sem halda þessum áróðri hvað
stífast fram var að fá eitt stærsta og fullkomnasta skip sem íslend-
ingar hafa eignast. Ég trúi því ekki að Þorsteinn Már og félagar hafi
farið út í þessa smíði ef ekki væri grundvöllur fyrir rekstri, allavega
hafa þeir ekki sýnt annað undanfarin ár en þeir hafi plumað sig
þokkalega í útgerð. Menn mega nú ekki gleyma því að aðeins
nokkrum misserum áður en hið nýja skip kom keyptu þeir af Kaup-
þingi hlut fyrrverandi meðeiganda uppá um þrjá milljarða, sagt og
skrifað þrjú þúsund milljónir króna, svo einhverntíma hefur verið
einhver afgangur af útgerðinni. Þessi upphæð dugar, ef rétt er frá
greint, fyrir tveimur skipum eins og þeir fengu afhent á dögunum.
Þessi makalausi áróður útvegsmanna á hendur sjómönnum hefur
að því er virðist náð fótfestu ansi víða, allstaðar þar sem aðilar úr
atvinnulífinu tjá sig ber það hæst að sjómenn standi endurnýjun og
framþróun í sjávarútvegi fyrir þrifum. Þessi mál-
flutningur er aldeilis ótrúlegur og ég efast um
að nokkur stétt í landinu hafi fengið þvílíka út-
reið frá sínum vinnuveitendum. Sannleikurin er
sá, að ef ekki hefði komið til dugnaður og ósér-
hlífni sjómanna þá væri sjávarútvegur á stein-
aldarstigi en ekki nútíma stóriðja eins og hann
er í dag.
í því sambandi má nefna að erlend stórfyrir-
tæki sem framleiða búnað og tæki í skip setja
undantekningarlaust ekki búnað á markað
nema hann hafi verið þrautreyndur af íslensk-
um útgerðum og sjómönnum. Það þykir gæða-
stimpill að búnaðurinn eða tækin hafi verið not-
uð með góðum árangri á íslandsmiðum.Einnig
má benda á að fyrirtæki tengd sjávarútvegi
standa á meðal þeirra fremstu í heiminum i dag
og nægir þar að nefna Hampiðjuna og J. Hin-
riksson. Bæði þessi fyrirtæki hafa notið þess að
sjómenn ásamt útgerðunum hafa verið óþreyt-
andi að leggja fram tíma og vinnu í þróun á
veiðarfærum.
Vegið að sjómönnum
Ég hefði haldið að Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ
ætti að vita þetta manna best og mér finnst í hæsta máta ósmekk-
legt þó ekki sé nú meira sagt, að vega á þennan hátt að sjómönn-
um. Ég man þá tíð þegar hann var stýrimaður á fyrsta flakafrysti-
togara sem íslendingar eignuðust ég efast ekki um að hann hafi
lagt sitt af mörkum til þess að það skip var árum saman eitt afla-
sælasta fiskiskip sem um getur þrátt fyrir að upphaflega hafi það
skip átt að vera ísfisktogari. Ég get tekið undir það, að það má al-
veg endurskoða ýmsa þætti í hlutaskiptakerfinu en það verður þá
að fylgja því viðunandi lausn í fiskverðsmálum og ýmsum réttinda-
málum sem þarf að leiðrétta. En þetta er LIÚ ekki til umræðu um
enda kannski ekki skrýtið. Þeir virðast ætla sér að teygja málið á
langinn og svo þegar og ef verkfall verður búið að að standa í ca
tvær vikur þá panta þeir lög frá Alþingi (sem þeir hafa væntanlega
lagt grunninn að sjálfirjsem þeim verða þóknanleg í sambandi við
hlutaskiptin. Síðan verður væntanlega einhver langloka í sambandi
við fiskverðsmálin viðhangandi og sjómenn reknir út á sjó eins og
hundar.
Ég vil að lokum segja þetta: Á meðan útvegsmenn fá að spila
með þjóðarauðinn á hlutabréfamarkaðnum þá er ekki von á góðu.
Ef þessu linnir ekki og stjórmálamenn gera sér ekki grein fyrir að
vandinn að baki stóraukinnar skuldasöfnunar í sjávarútvegi liggur í
því, að það er verið að mergsjúga greinina með því að það streyma
peningar út úr sjávarútveginum og þeir sem eftir eru taka lán til að
kaupa veiðiheimildirnar, þá fer illa fyrir okkur sem þjóð á næstu ára-
tugum.
Eiríkur Jónsson
38 - Sjómannablaðiö Víkingur