Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 54
Brimrún kynnir byltingarkennda nýjung frá FURUNO Hörður Sævaldsson sölumaður hjá Brimrún og Sveinn Kr. Sveinsson sölustjóri með nýja dýptarmælinn. Margir munu án efa hafa hug á nýja dýpt- armælinum frá FURUNO sem Brimrún hefur fengið til sölu. Um er að ræða FCV- 1200/1200M dýptarmæli með frjálsri tíðni (FFS) Hér er um að ræða nýjung frá FURU- NO sem gefur notandanum kost á að velja botnstykki á tíðnisviðinu 15 til 200 kHz, með sendiorku allt að 10 kW. Dýptarmælirinn kemur án skjás með lausu lyklaborði. Hægt er að staðsetja senda inn í púlti og hafa lyklaborðið ofan á borði eða fella inn í borð. Kaupandinn velur síðan flatskjá eða lampa- skjá við hæfi. FCV-1200L er tveggja tíðna dýptarmælir með tveimur innibyggðum 1-3 kW sendum á frjálsri tíðni 15-200 kHz. FCV-1200M er dýptarmælir án senda en hægt að tengja tvo uta- sri tíðni náliggjandi senda á frjálsri tíðni 15-200 kHz. Tvær gerðir af utanáliggjandi send- um eru í boði, 1-5 Kw og 1-1 OkW. Fjölmargir möguleikar eru fyrir hendi við uppsetningu skjámyndar. Ein, tvær eða þrjár botnmyndir lárétt eða lóðrétt yfir skjáinn. Hægt er að vista þrjár mest not- uðu uppsetningar á skjámyndum. Þá eru miklir möguleikar í boði við úrvinnslu botnmyndar: Hefðbundin mynd (hátíðni, lágtíðni eða báðar). Blöndun á hátíðni og lágtíðni (Mix). Botnlæsing, botnhörku- greining, stækkun (zoom), fisksjá (A- scope), hvítlína. - Með nýjum Analog/digital breyti er minni hætta á truflunum. Vinnur á veikara merki og þar af leiðandi minni bjögun við mögnun. - Bandbreidd mælisins er breytileg eftir skölum en hefur hingað til verið föst á öll- um skölum. Greining verður betri á öllu dýpi. - Mælirinn er með hvítlfnu sem að- greinir betur fisk frá botni. - Breyta má með einfaldri aðgerð sterk- ustu litunum einn af öðrum í hvítan lit og er það gott til að skoða þéttleika torfu upp í sjó. - Fleiri möguleikar eru á litum í bak- grunni og samsetningu en áður. - Litakúrfu er hægt að stilla eftir því á hvaða veiðum menn eru á og hvaða fisk- tegundir verið er að leita að. - Hægt er að breyta fortíðni mælisins +/-10% upp eða niður ef hann truflar ann- að fiskileitartæki um borð. - Nýi dýptarmælirinn er með fleiri tengimöguleika við önnur tæki en aðrir mælar. 54 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.