Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Page 60
Á hverju ári farast 50 skip sem flytja
hættulegan farm. Þetta staðhæfir franski
vísindamaðurinn Cristian Budchet.
umhverfissprengjur
á hafsbotninum
Þó að Cristian Budchet sé sagnfræðingur
(marinhistoriker) er það samt sem áður nú-
tíminn sem hann hefir mestan áhuga á, nán-
ar tiltekið sú hætta sem jarðarbúum stafar af
ógætilegri umgengni um hafið og auðæfi
þess. Ekki síst þáttur hafsins í fæðuöflun fyr-
ir heimsbyggðina.
Það bráðliggur á að móta umhverfis-
stefnu fyrir hafið, segir Budchet. Hann hefir
lengi predikað þennan boðskap en meira og
minna fyrir daufum eyrum. En síðan í des-
ember í fyrra eru þó margir farnir að hlusta.
Það var þá sem olíuskipið Erica, frá Möltu,
fórst í stormi útaf Bretagneskaga, með þeim
afleiðingum að stór svæði af frönsku strand-
lengunni sem liggur að Atlantshafinu voru
þakin af þykkfljótandi olíu.
Síðan þetta átti sér stað hefir málflutningur
Cristian Budchet náð eyrum fjölmiðla, bæði
dagblaða, útvarps og sjónvarps. Hann segir:
Uppþotið kringum Erica einkenndist
eiginlega af tómri hræsni. Á einu ári verða
höfin að taka á móti 6 miljónum tonna af olíu. Tveir þriðju hlutar
koma frá landi, frá iðnaði, landbúnaði o.f.l. “Einungis” 150.000 tonn
stafa af sköðum á olíuskipum á hafi úti. Þetta er ekki mikið í sam-
anburði við heildina og ekki heldur sem hlutfall af því sem meðvitað
er dælt í hafið og á sér stað í sambandi við tankhreinsanir, þ.e.a.s.
1,2 miljónir tonna á ári.
Meðvitaða útdælingin er með öðrum orðum átta sinnum meiri
en það sem stafar af slysum. Um þetta er ekki mikið rætt. Meðvit-
aða útdælingin á sér stað alla daga ársins. Á hinn bóginn eru ekki
öll olíuslys sem gerð eru oþinber.
Cristian Budchet vitnar í nokkrar af niðurstöðum sínum frá 1996,
sem var mjög venjulegt ár hvað slys áhrærir. Þá var stærð heims-
flotans 38.000 kauþskiþ yfir 300 tonn. Þetta ár sukku 113 skip. Þar
af 14 olíuskip.
Þrávirk gerviefni
Olíuslys eru alltaf að verða en ef þau eiga sér ekki stað í nálægð
okkar þá er allt eins víst að við vitum ekkert af þeim. Næstum sam-
tímis og Erica fórst á Atlantshafi varð t.d. álíka slys í Bosporus-
sundi. Einnig þar voru atvik þau að skipið brotnaði í miðju. Á vestur-
löndum hefir ekki mikið heyrst um þetta slys eða hverjar urðu af-
leiðingar þess. Þetta var einfaldlega of langt í burtu.
Áfram úr rannsóknum Budchet: Árið 1996 fórst 0,3% af heims-
flotanum. Að stærstum hluta voru þetta gömul skip sem, hafði verið
illa við haldið - 80% þeirra voru eldri en 15 ára. Því eldri sem skiþin
eru þeim mun meiri er hlutur þeirra í slysatíðninni. Af skipum á ald-
ursbilinu 20 - 24 ára sekkur 0,8% á hverju ári.
Cristian Budchet telur að banna eigi olíuskip sem eldri eru en
15 ára. Hann bendir þó á að það séu samt
sem áður ekki olíuslysin sem valda mestum
skaðanum eins og að framan segir. Vissulega
eru olíuslysin skelfileg og víst eru myndirnar
af dauðum fuglum í hrönnum og ónýtum bað-
ströndum hræðilegar. En olíuna getur náttúr-
an brotið niður. í aðalatriðum má segja að
ummerki eftir olíuslys séu horfin eftir tíu ár.
Annað er með þrávirku gerviefnin sem
náttúran ræður ekki við að brjóta niður. Af
þessum efnum stafar aðal hættan, segir Bu-
dchet.
Annað hvert skip flytur efni í einhverju
formi, sem er hættulegt umhverfinu. Þessi
skip eru ekki í betra ástandi en önnur. Það
eru því 50 skiþ með hættulegan farm sem
farast á hverju ári og minnstur hluti þessar
slysa eru tilkynnt. Ennþá minna er vitað um
gáma sem falla fyrir borð í óveðrum vegna
slæms sjóbúnaðar; gáma sem gegn öllum
reglum innihalda hættuleg efni.
Á hafsbotninum liggjur þannig ótölulegur
fjöldi sprengna sem eru stórhættuleg umhverfinu og enginn veit
hvenær springa, segir Cristian Budchet.
Ljótt dæmi er sagan um júgóslavneska stórflutningaskipið
Cavtat, sem fórst í Miðjarðarhafinu árið 1974. Skipið var með stór-
an farm af blýi. Það var einungis að þakka staðfestu dómara á ítal-
íu, þökk sé honum, að farminum var bjargað. Hefði það ekki verið
gert væri stór hluti Miðjarðarhafsins nú dauður.
Cristian Budchet gerir sér ekki sérlega glæstar vonir um framtíð-
ina hvað þetta varðar. Með sínum bakgrunni sem sagnfræðingur
getur hann þó vissulega staðfest að öryggið til sjós hefir aukist
verulega. Það er ekki lengur sérstök lífshætta að fara til starfa á
sjónum en jafnframt hefir afleiðingin af hverju slysi orðið óendan-
lega mikið stærri. Það er staðreynd að u.þ.b. þriðja hvern dag ferst
stórt kaupskip og það eru engin teikn á lofti sem auka bjartsýnina á
að slysatíðnin minnki, sérstaklega þegar haft er í huga að sjófluttn-
ingar aukast um 2,5% á ári.
Flotinn í hættulegu ástandi
Öll rök hníga að því að öryggiskröfurnar verði auknar. Vissu-
lega er það satt að öryggið kostar peninga, segir Budchet, en
útgerðir skipanna hafa efni á að standa undir þeim kostnaði.
Síðan 1993 hefir útgerðarkostnaður minnkað um 34 prósent.
Er hægt að benda á nokkurn annan atvinnuveg sem hefir hag-
rætt svo í rekstri að kostnaður hafi minnkað um einn þriðja
hluta á sjö árum !!
Að hluta til er þessi kostnaðarlækkun vegna fækkunar í á-
höfnum skipanna og að öðru leiti vegna sparnaðar í aðbúnaði
áhafnanna og útbúnaði skipanna.
Christian Budchet
60 - Sjómannablaðið Víkingur