Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 16
á lögum og öðrum ráðstöfunum með það
að markmiði að styrkja atvinnu íslenskra
farmanna og flutningastarfsemi á sjó.
40. sambandsþing Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands lýsir þungum á-
hyggjum varðandi atvinnumál farmanna.
Fjöldi farmanna á kaupskipum í útgerð
íslenskra aðila fer stöðugt fækkandi. Á
síðasta áratug hefir ársstörfum farmanna
fækkað um nálægt tvo þriðju hluta og
um næstu áramót er ljóst að ekkert
kaupskip í utanlandssiglingum mun sigla
undir íslenskum fána. Þingið bendir á í
þessu sambandi að öll lönd Vestur Evr-
ópu styrkja sjóflutninga sína í alþjóðlegri
samkeppni með skattalegum aðgerðum,
bæði hvað varðar áhafnarkostnað og al-
menna skattlagningu. í þessu sambandi
vitnar þingið í nýjustu “hvítbók” ESB
sem fjallar um sjóflutninga en þar segir
m.a.: “Framkvæmdastjórn ESB hvetur
stjórnvöld til að taka til athugunar og
e.t.v. að taka upp ákvæði sem nú eru til
staðar í ESB kerfinu, þar með talið niður-
fellingu skatta og annarra álaga bæði fyr-
ir sjómenn og útgerðir. Þessi skattalegu
ákvæði gera bæði skip og farmenn sam-
keppnishæfari þar sem rekstrarkostnað-
urinn lækkar verulega. Lækkun skatta
og launatengdra gjalda hjá farmönnum
og rekstrarskatta hjá útgerðum niður í
núll, er það mesta sent ESB samþykkir
þ.e. algjört skattleysi fyrir farmenn og út-
gerðir.”
l’ótt sjóflutningar rnilli íslands og
annarra landa sem eru í alþjóðlegri sam-
keppni séu að mestu í höndum íslenskra
flutningafyrirtækja fara þeir fram með er-
lendum skipum mönnuðum erlendum á-
höfnum. Á hverjum einasta degi ársins
er fjöldi útlendra kaupskipa á siglingu
við strendur landsins að losa eða lesta í
höfnum þess. Er svo langt komið að “is-
lenskt skipafélag” hefir tekið að sér
flutninga fyrir varnarliðið á íslandi án
þess að flytja nokkurn skapaðan hlut. Er
þessi staða sem upp er komin vegna þess
að útgerðarfyrirtækjum í sjóflutningum
hefir ekki verið sköpuð sambærileg sam-
keppnisstaða og tíðkast i nágrannalönd-
unum.
Hvað varðar strandflutninga má segja
að þeir hafi nær algjörlega lagst af og
færst á stórar flutningabifreiðir enda þótt
sannað sé að þungaflutningar á vegum
landsins valdi margföldu sliti á vegunum
miðað við sambærilegan fjölda fólksbif-
reiða auk þess sem flutningar á olíuvör-
um og hættulegum efnum valda mikilli
hættu á mengun i viðkvæmri náttúru
landsins og vatnsbólum einstakra sveitar-
félaga, auk stóraukinnar hættu fyrir al-
menna vegfarendur þjóðveganna. Þá
gagnrýnir þingið að íslenskl ríkisfyrir-
tæki hefir nú hætt að gera út sements-
flutningaskip og farið að gera út á flutn-
ingsjöfnunarsjóð og neytendur.
Það er krafa þingsins að siglingum til
Árni Sverrisson ræðir málin við þingheim.
og frá íslandi, og við strendur þess, verði
í framtíðinni sinnt af íslenskum skipum,
mönnuðum íslenskum áhöfnum, einnig
að litið sé á siglingar sem sjálfstæðan at-
vinnuveg, nauðsynlegan sjálfstæðri ey-
þjóð, atvinnuveg sem geti skilað miklum
tekjum í þjóðarbúið sé rétt á málum
haldið.
Öryggismál
1.1 Um öryggi sjófarenda
Þrátt fyrir síauknar kröfur um tækja-
búnað í öryggisskyni, hefur það sýnt sig í
nýlegum alvarlegum og hörmulegum sjó-
slysum að neyðartilkynningar berast ekki
eins og lil er ætlast.
40. sambandsþing Farmanna- og fiski-
mannasambands Islands, haldið í Reykja-
vík dagana 28. - 30. nóvember 2001,
krefst þess að stjórnvöld tryggi með öll-
um liltækum ráðum að sá búnaður og /
eða reglur sem krafist er, virki eins og lil
er ætlast.
Þingið krefst þess jafnfranu að stjórn-
völd efli starfsemi Rannsóknarnefndar
sjóslysa, þannig að hún sé ávallt í stakk
búin með besta fáanlega tækjabúnaði að
leita skýringa á orsökum sjóslysa, ekki
síst, þegar skip sökkva án sjáanlegra
skýringa á örskotsstundu.
1.2 Um Ieitar- og sjóbjörgunarstöð
40. sambandsþing Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, haldið í Reykja-
vík dagana 28. - 30. nóvember 2001,
skorar á ríkisstjórnina að fela Landhelg-
isgæslu íslands, strandarstöðvaþjónustu
Landssíma íslands og Tilkynningar-
skyldu íslenskra skipa að annasl santeig-
inlega, leitar- björgunar- og öryggisþjón-
ustu við skip í íslenskri lögsögu um-
hverfis ísland og leggja þar með á hilluna
hugmyndir urn að búa til enn eina örygg-
ismiðstöðina sem annast á öryggi sæfar-
enda.
Þingið mundi hins vegar fagna heild-
stæðum sameiningarhugmyndum um
eina leitar- og sjóbjörgunarstöð þar sem
núverandi MRCC coastal og MRCC
oceanic, verði sameinaðar samanber
reglugerð nr. 207/1990, “um skipulag
leitar-og björgunar á hafinu við strendur
íslands”, þar sem allir þættir væru undir
einum hatti og tekið mið af IAMSAR (-
International Aeronautical and Marilime
Search and Rescue Manual).
Jafnframt verði séð fyrir því að alnrenn
fjarskiptaþjónusta við sæfarendur verði
ekki skert frá því sem nú er.
1.3 Um langtímaáætlun í öryggismál-
um sjófarenda
40. sambandsþing Farmanna- og fiski-
nrannasambands íslands, haldið í Reykja-
vík dagana 28. - 30. nóvember 2001,
fagna því framtaki samgönguráðherra að
koma á langtímaáætlun um öryggismál
sjófarenda. Þingið leggur ríka áherslu á
að framkvæmd áætlunarinnar verði
tryggð með tilheyrandi fjárveitingu.
Mennta- og atvinnuréttindamál
2.1 Um frumvarp til laga um at-
vinnuréttindi skipstjórnarmanna
40. þing Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands haldið dagana 28. - 30.
nóvember 2001, krefst þess að sam-
gönguráðherra taki tillit til umsagnar og
kröfu FFSÍ varðandi lög um áhafnir
skipa sem liggur fyrir Alþingi og breyti
frumvarpsdrögunum til samræmis við
umsögn FFSÍ.
Greinargerð:
Samgönguráðherra hefur enn á ný lagt
fyrir Alþingi frumvarp um áhafnir skipa
og enn og aftur hundsað umsögn FFSI.
Það er gersamlega óviðunandi að sjónar-
mið FFSÍ skuli vera sniðgengin með
þessum hætti. Nái frumvarpið fram að
ganga óbreytt leggst af sú starfsþjálfun
skipstjórnarmanna sem hefur farið fram
um borð í skipunum fram að þessu
vegna þess að staða 2. stýrimanns leggsl
af, en sú staða hefur nýst á þann hátt að
2. stýrimaður hefur jafnframt haft með
höndum stjórn vinnu á dekki og staðið
vaktir í brú á siglingum og leyst af sem
1. stýrimaður og þannig undirbúið sig
fyrir framtíðar skipstjórn. Það er alls-
endis óviðunandi að samgönguráðherra
skuli leggjasl á sveif með útvegsmönnum
í því að leggja niður störf menntaðra
manna um borð i skipunum. Frekar ætti
hæstvirlur ráðherra að leggjast á sveif
með FFSÍ og reyna að stuðla að því að
laða unga menn til ntennta í skipstjórn-
arfræðum en eins og kunnugt er hefur
16 - Sjómannablaðið Víkingur