Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Side 5
Hvað er framundan ? í gegn um tíðina hafa menn spáð 1 framtíðina varðandi hin aðskiljanlegustu mál. Þannig er því farið hjá FFSÍ. Það hlýtur að fylgja apparati eins og Farmanna- og fiskimannasambandinu að fram- kvæma einskonar naflaskoðun varðandi núverandi stöðu og ekki síður um framhaldið. Núverandi staða er fremur veik, ef tekið er mið af öðrum samtökum sem telja ætti sambærileg. Félögin eru ansi ósamstæð og ekki til stórræð- anna ef á reynir. Þar má tína til samtryggingarþáttinn, svo sem sjúkrasjóði, styrktarsjóði og ýmsa sameiginlega hags- muni sem mörg stærri stéttarfélög njóta. Sum félaganna innan sambandsins vilja halda í gömul gildi og félagsnafn- ið eitl og sér hefur ef til vill áhrif til vissrar tregðu til sam- einingartilburða auk þess sem rnenn gera að því skóna að möguleikar þeirra minnki til afnota af íbúðum eða bú- stöðum í eigu einstakra aðildarfélaga. Að því leyti held ég að málum sé öfugt farið þar sem möguleikar og fjölbreytni eykst til muna ef um nánara samstarf félaganna yrði að ræða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrst var haf- ist handa varðandi tilraunir til sameiningar félaganna inn- an FFSÍ. Ákveðnum áföngum er náð en betur má ef duga skal. Þann f3. febrúar sl. sendi Félag íslenskra skipstjórnar- manna bréf til allra félaga skipstjórnarmanna þar sem ósk- að er eftir fundi þann 20. apríl með formönnum félaganna og öðrum þeim fulltrúum sem þeir vilja tilnefna. ítrekaður er áhugi FSK á sameiningarmálum og áliti félagsins lýst þar sem segir orðrétt: Það er skoðun félagsins að með sam- einingu verði vægi félagsmanna til hagsmunabaráttu aukið að miklum mun, fram náist hagræðing í þeim rekstri sem félagsmenn standa undir auk þess sem öll boðskipti félags- manna til skrifstofu og stjórnar, samskipti við atvinnurek- endur og stjórnvöld og félagslegt starf verði margfalt skil- virkari. Það er von undirritaðs að menn mæti til fundarins og nái að styrkja grunninn að víðtækara samstarfi aðildarfélaga sambandsins. Utgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband ísla.nds, borgartúni 18, 105 Reykjavík. Afgrciðsla og áskrift: sími 562 9933 Kitstjóri og ábyrgðarniaður: Sæmundur Guðvinsson, s'mi 868 2159, netfang sgg@mmedia,is. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587 4647 kitncfnd: Arni Bjarnason, Eiríkur Jónsson, Hilrnar Snorrason borscti FFSÍ: G rétar Mar Jónsson f ramkvæindastjóri: Bencdikt Valsson. Gnibrot, fílmuvinnsla, prcntun og bókband: Grafík Aðildarfclög FFSÍ: Félag íslenskra skipstjórnartnanna, Skipstjórafélag Norðlendinga, f'élag islenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og slýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík; Bylgjan, ísafirði; Sindri, Ncskaupstað; Verðandi, Vestamannaeyjum; Vísir, Suðurnesjum; Ægir, Reykjavík. FFSl biaðið kemur út fjórurn sinnunt á ári. Árni Bjarnason. 6-14 16-16 18-20 24-28 29-32 34-37 Fréttir og greinar af ýmsum toga Sagt frá útskrift í Stýrimannaskólanum og námskeiði fyrir aðstoðarmenn í brú Viðtal við Árna Bjarnason forseta Farmanna- og fiskimannasambands íslands þar sem hann ræðir um ferilinn til sjós og skipstjóra- starfið, sameiginlegar tillögur samtaka sjó- manna og útvegsmanna og helstu galla kvótakerfisins Frumvarp sjávútvegsráðherra um um breyt- ingu á lögum um stjórn fiskveiða hefur hlotið misjafnar undirtektir. Það gerir ráð fyrir að lagt verði á veiðileyfagjald. Þingmenn segja álit sitt á frumvarpinu Ég bað til guðs og hugsaði heim. Magn- þrungin frásögn af sjóslysi sem varð í Norð- ursjó á síðasta ári þar sem sex sjómenn fór- ust en 10 var bjargað Vilhjálmur Ólafsson var skipverji á sænskri bílaferju sem „fórst” tvisvar í sömu vikunni á Miðjarðarhafi. Hann rifjar upp þessa sér- kennilegu atburði 38-40 67-68 42-46 47-54 55-62 Ný sókn í íslenskum skipaiðnaði. Grein eftir Ingólf Sverrisson deildarstjóra hjá Samtökum iðnaðarins þar sem meðal annars kemur fram að erlendir útgerðarmenn sýna mikinn áhuga á að láta smíða skip hér á landi Sigling um Netið - Utan úr heimi Fréttir og þjónustuefni Skýrsla dr. Tuma Tómassonar um faglega gagnrýni á stofnmat og veiðirágjöf Hafrann- sóknastofnunarinnar

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.