Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 8
Maður opnar vart fyrir sjónvarpsfréttir án þess að biskup íslensks landbúnaðar, Guðni Ágústsson, birtist á skjánum. Hann leggur hendur yfir land og þjóð og blessar bændur og lambakjötið. Mál- flutningur hans er samfelldur dýrðaróður til landbúnaðarins: Sá sem borðar ís- lenskt lambakjöt þarf ekki að kvíða heilsuleysi, fátækt eða ótímabærum dauða. Sá sem lifir á afurðum íslensks landbúnaðar er hólpinn og hann mun ríkið erfa. Komið til mín, islenskir bænd- ur og neytendur og ég mun veita ykkur blessun mína svo aldrei mun neitt illt ykkur henda. Eða eins og skáldið sagði: þvi moldin er þeim mild og góð/sem miskunnsemi hennar þrá/ sem lifa fyrir land og þjóð/ sem lúta því, sem jörðin á/ og plægja og sá/ og raka og slá/Hún er þeim trygg/Hún elskar þá. Frumvarp á Alþingi um lagfœringu á sjómannalögunum Sj ómenn eru bótalausir ef skip ferst Réttur sjómanna við þær kringum- stæður að skip ferst er nánast enginn. Um leið og skipverjinn er kominn til síns heima að björgun afstaðinni er hann atvinnulaus án nokkurs bótarétt- ar úr hendi útgerðar skipsins. Hins vegar er það svo að við sölu skips, gjaldþrot útgerðarfélags eða skipum lagt fyrirvaralaust við bryggju vegna vöntunar á veiðiheimildum eða af öðr- um ástæðum, njóta sjómenn fullra launa í þrjá mánuði miðað við afla- reynslu skipsins síðustu mánuði áður en nefnd atvik gerðust, ef um fiskiskip er að ræða, en miðað við meðalyfir- vinnutíð ef um er að ræða kaupskip. Svo segir meðal annars í greinargerð með frumvarpi um breytingu á sjó- mannalögunum sem Hjálmar Árnason, Magnús Stefánsson og Guðjón A. Kristjánsson hafa lagt fram á Alþingi. Þar er lagt til að sjómenn eigi rétt til kaups að lágmarki i þrjá mánuði eftir að þeir komi til síns heima eftir að skip ferst eða verður fyrir sjótjóni og sé dæmt óbætandi. Flutningsmenn benda á að það verði að teljast óeðlilegt og ó- viðunandi að sjómaður sem missi skip sitt i hafið njóti rýrari bótaréttar en sjó- menn sem lenda í þeim atvikum sem áður eru nefnd. Oftast nær séu sjó- menn lengi að jafna sig eftir skipsskaða og séu sálrænt ekki færir um að hefja störf á öðrum skipum þegar í stað. Sér- staklega eigi þetta við um þá skips- skaða þar sem einhver eða einhverjir skipverjar farast. Ákvæðið um réttar- stöðu skipverja eftir að skip þeirra ferst hafi setið eftir við endurskoðun ís- lensku sjómannalaganna en tilurð á- kvæðisins eigi rætur að rekja til nítj- ándu aldar. Nú séu öll skip tryggð hjá stórum trygginafélögum og óeðlilegt sé að einstakir skipverjar þurfi að tryggja sig fyrir áföllum sem þessum, enda verði að telja að um eðlilegan rekstrar- kostnað útgerðarinnar sé að ræða. Þá sé með öllu óvíst hvort sjómenn geti yfir- höfuð tryggt sig fyrir atvinnuleysi í kjölfar skipsskaða. Anti Mathiesen. Árni gefur fisk Ekki ætla ég að lasta Guðna fyrir að lofsama lambakjötið og landbúnaðinn. Kjötið er gott og bændur alls góðs mak- legir. Ýmsir sem hafa gegnt embætti landbúnaðarráðherra hafa verið mjög öfl- ugir talsmenn þessa atvinnuvegar. Hins vegar held ég að Guðni Ágústsson sé harðasti kjötsali sem um getur í embætt- inu. Auk þess telur hann ekki eftir sér að standa í búðum og selja íslenskar gúrkur. Hann er alveg makalaus. Ráðherra sjávarútvegs, Árni Mathiesen, gerir hins vegar minna af því að bregða sér í hlutverk fisksölumanns og tals- manns islenskra sjómanna í fjölmiðlum. Því síður að hann standi i búðunum og reki áróður fyrir því að fólk kaupi fisk í matinn. Enda selst fiskurinn alltaf jafn vel hvort sem, þótt margir kvarti undan því hvað soðningin sé orðin dýr. Hins vegar væri óneitanlega gaman að sjá þá Árna og Guðna takast á urn neytendur í verslunum svona af og til. Eflaust færi landbúnaðarráðherra þar með hirnin- skautum í málílutningi að venju. Árni fer hins vegar sínar eigin leiðir í að vekja at- hygli á fiskinum okkar. Á dögunum færði hann athvarfi fyrir heimilislausar konur og börn í Virginíu í Bandaríkjun- um íslenskar sjávarafurðir að gjöf. Þetta var gott hjá Árna og stingur mjög í stúf við glamúrinn á Guðna þegar hann lætur mynda sig með meistarakokkum glæsi- hótela víðs vegar um heim. Árni veit sem er að frelsarinn mettaði marga á sínum tíma með nokkrum fiskum, en leit ekki við lambakjötinu. Á myndinni er Árni með sýnishorn af gjöfinni og með honum eru Mark Mor- eau forstöðumaður athvarfsins og Jatnes R Moran, fulltrúardeildarþingmaður.-SG 8 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.