Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 20
leigi kvóta á okurverði eru sumir þeirra
að gera það mikil verðmæti úr aflanum
að þeir borga jafnmikið eða meira til
kallanna fyrir kílóið heldur en stóru fyr-
irtækin. Petta segir manni rétt eins og á
Femin.is að stærðin skiptir ekki máli. í
þessum geira eru til einstaklingar sem
hafa hæfni til að ná árangri við þessar
erfiðu aðstæður og ég tel okkur skylt að
þeim verði skapað réttlátara starfsum-
hverfi. Grunnur að því er að verð sjávar-
fangs myndist á frjálsum markaði. í kjöl-
far þess færi fiskurinn sjálfkrafa að bein-
ast til þeirra sem hæfastir eru til að gera
úr honum hámarksverðmæti. Ennfremur
verður að finna réttláta leið til að opna
þetta kerfi sem nú er nánast lokað. í
hnotskurn hlýtur það að vera hlutverk
stjórnvalda að skapa umhverfi þar sem
þeir hæfustu á hverjum tíma fái að njóta
sín”.
Ávísun á eilífa togstreitu
- Umrceður og deilur um kvótakeifið
hafa staðið lengi og linnulítið. Hverjir
finnst þér í aðalatriðum helstu kostir og
gallar á ntiverandi kerfi?
„Fað þarf að vera kvóti en þar eru til
ýmsar aðferðir. Einn ágætur maður kom
til min um daginn og hafði uppi hug-
myndir um verðmætakvóta. Það ætti að
hætta að tala um tonn og kíló og miða
þess í stað við verðmæti. Þegar aflinn
væri orðinn svo tnikill í einhverri fisk-
tegund að stjórnvöld vildu draga úr veið-
inni eða stöðva hana, þá yrði afgjaldið
fyrir að veiða þessa tegund hækkað það
mikið að það borgaði sig ekki að veiða
hana. Gallinn við allar þessar hugmyndir
er sá að fullt af hæfustu mönnum lands-
ins eru árum saman búnir að velta vöng-
um yfir því hvernig hægt væri að koma
málum svo fyrir að ekki sé hægt að
bakka út úr því kerfi sem við erum
komnir í. Þetta er margþætt og flókið og
nóg af mönnum sem eru á fullu við að
reyna að halda því þannig. Aðrir eru
þeirrar skoðunar að hægt sé að einfalda
kerfið og bæta það um leið. Spurningin
snýst því um það hvernig hægt sé að
núllstilla hlutina þannig að yfir höfuð sé
hægt að reyna eitthvað nýtt. En ég er
sannfærður um að það verður aldrei
neinn friður um þetta kerfi fyrr en frjáls
verðmyndun ræður ríkjum í sjávarútvegi
líkt og á sér stað hvarvetna annars staðar
í veröldinni. Eins og verðmynduninni er
háttað núna er hún aðeins ávísun á eilífa
togstreitu. Ég skora á stjórnvöld að
leggja grunn að því að þetta verði allt
markaðstengt og er þess fullviss að
þannig æxlast hlutirnir fyrir rest, hvenær
sem það gerist. Siðast liðin tíu ár eða svo
hafa stjórnvöld boðað að markaðurinn
eigi að ráða og frjálsræði skuli ríkja. En
þegar kemur að ákvörðun fiskverðs kem-
ur skyndilega annað hljóð í strokkinn,
sem er algjör þversögn rniðað við þá
pólitík sem boðuð er á öllum sviðum.
Þarna stendur hnífurinn í kúnni.
Kvótakerfið sem slíkt er litlu farið að
skila sem fiskfriðunarkerfi. Ég er hallur
undir þá skoðun að að við höfum verið
að láta aflatoppa fara framhjá okkur og
átt að veiða meira á stundum. Þrátt fyrir
að ýmsir ráðamenn og fiskifræðingar segi
að fiskimenn hugsi um það eitt að drepa
sem mest og sem fyrst þá er það kol-
rangt. Ég tel að almennt hugsi menn í
stétt fiskimanna stöðugt um hvaða leiðir
séu bestar til að hafið verði vaxandi auð-
lind. Fiskifræðingarnir yrðu kannski
fegnir ef einhver smáhluti ábyrgðarinnar
yrði færður yfir á herðar fiskimanna. Ég
er þess fullviss að ráðgjöfin yrði öllu
skárri en nú er”.
Undarleg pólitík
- Víkjum að frumvarpi sjávarútvegsráð-
herra um breytingu á lögum um stjórnfisk-
veiða. Það er ekki að sjá að þar sé tekið
undir tillögur sjómanna og LÍÚ?
„Þær eru ekkert verri fyrir það. Ráð-
herrann sagðist hafa sömu sýn á þetta og
við og skilning á okkar málflutningi. Það
er einhver undarleg pólitik sem ræður
því að ekki er farið að okkar ráðum.
Auðlindagjaldið virðist eiga að vera
plástur yfir eitthvert sár sem komið er illt
í og það hefur því engan lækningamátt. í
frumvarpinu er ekki tekið á þeim vanda-
málum sem menn voru að benda á að
þyrfti að leysa, til dæmis varðandi veiði-
skyldu og áhrifin af því að auka hana.
Þetta frumvarp er hálfgert vindhögg að
mínum dómi”.
- Er hægt að líta svo á að þessi sam-
staða sem náðist með samtökum sjómanna
og útgerðar í þessum tillögum sé vísbend-
ing um betri samskipti?
„Mér finnst ég skynja vilja hjá mönn-
um til málefnalegs samstarfs.. Ef svo væri
ekki , væri til lítils barist. Við verðum að
geta rætt saman og unnið saman. Hins
vegar skil ég betur eftir að ég kom hing-
að til starfa að mönnum geti orðið heitt i
hamsi.
Það er sjómannastéttinni ekki til fram-
dráttar þegar forystumenn innan sjó-
mannasamtakanna eru að slá sig til ridd-
ara hver á annars kostnað. Út úr þessu
geta inenn lesið það sem þeir vilja, en
við verðum þó ávallt að horfa fram á veg-
inn og hafa í huga að því þéttar sem við
náum að standa saman, þeim mun lík-
legra er að árangur náist”
- Eru breytingar framundan hjá Far-
manna- ogfiskimannasambandinu?
„Hvað varðar framtíð FFSÍ er í ofarlega
í mínum huga samræmingar og samein-
ingarmál. Sem fyrsta skref fyndist mér
t.d.spor í rétta átt að vinna að sam-
ræmingu félagsgjalda aðildarfélaganna en
nú er tihögun þeirra hvergi eins háttað.
Nú þegar er í undirbúningi að formenn
félaganna hittist til skrafs og ráðagerða
um sameiningarmál sem vonandi leiðir
af sér frekari þróun mála”.
- Hvað finnst þér brýnt að gert verði í
öryggismálum sjómanna?
„Öryggismál eru og verða alltaf ofar-
lega í huga sjómannasamtakanna. Eftir
þennan skarnma tíma í starfi virðist mér
sem knýjandi þörf sé á því að stjórnvöld
setji undir eitt ráðuneyti allt sem lýtur að
eftirliti, björgun og yfirstjórn öryggis-
mála á sjó. Það er slæmt mál ef einhvers-
konar togstreita milli ráðuneyta veldur
drætti á því að þessi mál fái farsæla lausn
þar sem útgangspunkturinn er hámarks-
öryggi sjófarenda”.
Fæ hrikalega gæsahúð...
- Svo vikið sé að þér persónulega. Hver
eru þin helstu áhugamál?
„Ég er sjúkur tónlistaráhugamaður og
get átt það til að fá hrikalega gæsahúð ef
ég heyri tónlist sem snertir mig. Auk
þess glamra ég á hljóðfæri og fæ mikið út
úr því.
Iþróttir eru líka ofarlega á lista hjá
mér. Ég tel sjálfum mér trú um að ég hafi
verið ansi efnilegur í sportinu hér áður
fyrr. Ég veit um einn mann sem er sam-
mála mér hvað varðar íþróttahæfileikana
en það er hann Gógó sem undanfarin ár
hefur starfað sem aðstoðarmatsveinn á
togaranum Kleifabergi frá Ólafsfirði þótt
kominn sé á eflirlaunaaldurinn. Hann
vann það sér til frægðar sem ungur mað-
ur að verða fyrsti Akureyringurinn sem
valinn var í knattspyrnulandsliðið. Hann
og annar góður íþróttamaður, Balli Árna,
horfðu löngurn stundum á okkur pollana
andskotast í hand- og fótbolta. Ég viður-
kenni fúslega að mér hlýnar enn um
hjartarætur þegar ég hitti Gógó og hann
kastar á mig kveðju og skellir á mig
gömlu góðu setningunni ...Hvað segir
vinstrihandarbomberinn? Þess ber að
geta að ég er örvhentur og örvfættur.”
- Hvað um fjölskylduhagi?
„Ég tel mig lánsaman hvað varðar fjöl-
skylduna. Konan mín, Steinunn Sigurð-
ardóttir, hefur verið rekstrar- og fram-
kvæmdastjóri heimilis og fjölskyldu alla
tíð eins og víða tíðkast í sjómannsfjöl-
skyldum. Hún hefur búið mér og börn-
unum okkar yndislegt heimili á Akur-
eyri, sem erfitt gæti orðið að slíta sig frá.
Við eigum tvo uppkomna stráka, Sigurð
og Heimi Örn, auk dótturinnar Rósu
Maríu sem er ný orðin 11 ára. Varðandi
framtíðina næstu tvö árin er planið að
Sigurður sonur minn festi kaup á íbúð
hér í borginni sem ég síðan leigi af hon-
um, en fari síðan heim um helgar þegar
hægt er. Lengra ná plönin ekki þar sem
forsetakjör er á ný að tveimur árum liðn-
urn og ómögulegt um það að segja á
þessari stundu hvaða aðstæður verða
ríkjandi þegar að því kemur,” sagði Árni
Bjarnason.
20 - Sjómannablaðið Víkingur