Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 26
eftirlitsgjald uppá 250 milljónir og þró- unarsjóðsgjald uppá 600 milljónir, alls 850 milljónir. Ekki verður því um hærri viðbótarupphæð að ræða en rúmlega millljarð sem verður frádráttarbær frá skatti. Þegar verr árar verður upphæðin hinsvegar lægri. En þó hún sé í toppi er einungis um að ræða hluta þess kostnað- ar sem skattgreiðendur á íslandi bera í dag af útgerðinni gegnum fjárlög. Það er álit þeirra sem hafa farið yfir kostnaðar- greiðslur vegna útgerðarinnar og stjórnar fiskveiða að þær geti verið allt að þrír milljarðar. Þar að auki sé svo sjómanna- afslátturinn sem á sínum tíma var stuðn- ingur við útgerðina, uppá einn og hálfan milljarð. Samtals geri þetta um fjóra og hálfan milljarð. Þá er einungis verið að tala um kostnað sem kemur fram í fjár- lögum og þykir e.t.v. ekki ósanngjarnt að útgerðin greiði sjálf. Engin breyting, engin sátt Kjarninn í niðurstöðum auðlinda- nefndar var sá að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar ætti að skilgreina í stjórnar- skrá sem þjóðareign og hvorki megi af- henda þær né selja varanlega. Einstak- lingar eða lögaðilar geti hins vegar fengið að nýta þjóðareignir gegn gjaldi. Það var talið mjög mikilvægt að skýra réttarstöðu bæði eigandans, þjóðarinnar, og notand- ans. M.a. var vísað til þess að þó hand- höfum veiðiréttarins hafi verið fenginn einskonar eignarréttur á auðlindinni þá sé einungis úthlutað til árs i senn og með lögum sé unnt að breyta gildandi kerfi auk þess sem löggjafinn geti „kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, sem nytjastofnar á íslandsmiðutn eru.” eins og segir í svokölluðum Vatneyrardómi Hæstaréttar frá april 2000.. Þessi atriði virðast ekki hafa verið sjáv- arútvegsráðherra ofarlega í huga þegar frumvarpið var samið. Það hefur líka komið fram að hann telur ákvæði þess ekki breyta réttarstöðu aðila. Mér sýnist nokkuð ljóst að þetta frum- varp leiðir ekki til frekari sátta um kerf- ið, enda greinilega ekki verið að leita eft- ir því. Það mun því hvorki skapa meira öryggi i starfsumhverfi sjávarútvegsins, vinnufrið né pólitíska festu. Menn geta þvi spurt sig til hvers sé af stað farið ef það eina sem hefst upp úr krafsinu eru aðeins meiri greiðslur frá útgerðinni i góðu ári, þó aldrei það miklar að þær dekki allan kostnað hins opinbera vegna hennar. Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður S á ttin mikla Almenn afstaða mín er þessi: Ég vil taka fram að kvótastjórnun botnfiskveiða er vafalitið vond aðferð til þess að skammta aðgang að blönduðum botn- fiskveiðum. Því verri sem fleiri meðafla botnfisktegundum, sem ekki eru aðal- markmið veiða með tilteknum veiðarfær- um, er blandað inn í fiskveiðistjórnunina með kvótasetningu. Enginn tilraun er gerð í frumvarpinu til lagfæringa á kvótakerfinu. Kvótakerfi eru viðráðanleg og jafnvel næsta drjúg við stjórnun ef veiðin beinist að einni fisktegund t.d. loðnu eða síld. Það skiptir samt miklu máli að þekkja kosti og galla þeirra veiðarfæra sem not- uð eru við veiðar á torfufiskum og eyða ekki og skemma miklu meiri afla en veiðarfærin skila um borð í skipin til vinnslu. Kvótakerfið verndar ekki lífríki sjávar og byggir ekki upp fiskstofna. Árangur við uppbyggingu botnfiskstofna sl. 18 ár er enginn eins og allir vita sem fylgst hafa með fiskveiðum og störfum Haf- rannsóknastofnunar. Landsamtök íslenskra útvegsmanna, LIÚ, telur kerfið gott enda aðalmarkmiði þeirra náð með því að festa kerfið í sessi. Þannig gæti sameiginleg auðlind, fiski- miðin og óveiddur fiskurinn í sjónum orðið að einkaeign þeirra og fyrir það vilja þeir greiða að eignarrétturinn verði Guðjón A. Kristjánsson. varanlegri ef afgjaldið er greitt að öllu öðru að mestu óbreyttu. Þessa óskastöðu LÍÚ ætlar sjávarút- vegsráðherra að festa í lög og út á það gengur þetta frumvarp, að koma aðal auðlind þjóðarinnar í einkaeign fárra út- valdra. Það virðist svo að sjávarútvegsráðherra láti lönd og leið alla hugsun um framtíð og afkomu fólks í sjávarbyggðum. Fé- lagslegt réttlæti fólks til þess að fá að búa að sínu þar sem fiskveiðar hafa verið undirstaðan er að engu haft. Efnahagn- um er rústað, eignir þar með gerðar verðlausar og enginn veit hver veiðir fisk á næstu vertíð eða ári. Frjálsa framsalið er val útgerðar og þar um ræður fólk í sjávarbyggðum engu. Þetta óöryggi er gjörsamlega óásættanleg framtíð byggðar á landinu. Forsenda allra byggða er að fólk hafi atvinnu. Útfærslan á veiðigjaldinu er mjög vara- söm vegna þess að tekjur af fiskveiðum eru mjög breytilegar milli ára og sýnd veiði er ekki ávallt gefin.Afkoman er auk þess breytileg rnilli landshluta. Föst krónutala á þorskígildiskíló er óháð verði fisksins og fiskstærðinni sem er mjög misjöfn eftir veiðisvæðum. Það mun því en herða á sókn í stóra fiskinn ef þessu verður framfylgt. Þetta gjald sem nú er ætlunin að leggja á er að vísu ekki hátt en ef þessi útfærsla verður form fyrir framtíðina ber að varast að fara af stað með svo varasama leið sem er með inni- byggða mjög mikla mismunun milli útgerða,landsvæða og útgerðarflokka.Þessu frumvarpi var ætlað að vera sáttaleið en það hefur algjörlega mistekist. Ég er alfarið á móti þessu frumvarpi. 26 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.