Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Síða 41
Kokkurinn og kakósúpan
í bók Lúkasar Kárasonar, Syndir sæfara, segir frá því þegar
Lúkas réði sig á unga aldri sem kokk á 35 tonna reknetabát frá
Djúpuvík. Enga reynslu hafði hann af eldamennsku og þótt
karlarnir kvörtuðu ekki þá hældu þeir ekki matseldinni heldur.
Lúkas ákvað að gleðja þá með því að elda kakósúpu í eftirrétt.
Um þá tilraun segir í bókinni:
Það var bölvaður veltingur svo mér þótti ráðlegast að nota
stærsta pottinn. Hann var síðan hálffylltur af vatni og kakói,
sykri og salti bætt út í þar til bragðið var eins og það átti að vera
að mínu viti. Að síðustu hvolfdi ég kílói af kartöfluméli út í og
þar með hófust lætin. Ég var rétt byrjaður að hræra i pottinum
þegar sleifin sat hálfföst í brúnni leðju sem sífelft þandist út og
brátt varð potturinn fullur. Nú var bara eitl til ráða, ég greip
kastarholu og mokaði upp úr pottinum þar til hann var um það
bil hálfur. Þá hófst sama baráttan á ný. Ég bætti við vatni og
hrærði og enn fylltist potturinn og enn varð ég að ausa upp úr
honum. Sem betur fór var auðvelt að losna við offramleiðsluna.
Eg slengdi henni upp á dekk út um lúkarsopið. Þetta virtist von-
laus barátta, svarta skánin á botninum þykknaði stöðugt. Ég var
á þessu stigi í súpugerðinni kominn í rnikla tímaþröng, karlarnir
feru að koma í mat og síst af öllu vildi ég að þeir sæju ófarir
mínar. Nú var bara eitt til ráða, að fjarlægja öll sönnunargögn.
Restin af því sem í pottinum var flaug upp á dekk og potturinn
var síðan falinn. Skánina mundi ég fjarlægja þegar ég fengi réttu
verkfærin til þess. Það yrði víst enginn eftirréttur í dag.
Ég var rétt sestur á bekkinn til að jafan mig eftir þessa törn og
þurrka svitann þegar ég heyrði allt í einu mikinn dynk upp á
dekki og í kjölfarið öskur og formælingar af þeirri tegund sem
Strandamönnum er einum lagið. Ég hljóp upp í tröppurnar og
leit út á dekkið. Þar sá ég mér lil mikillar skelfingar hvar einn af
körlunum veltist um bjargarlaus, allur útataður í brúnni leðju.
Lað þurfti ekki að útskýra fyrir mér hvað hafði gerst. Ég lét mig
hverfa aftur niður í lúkarinn, mér leið ekki vel og ekki batnaði
h'ðan mín þegar heyrði rödd aftan á dekkinu kalla: „Dast þú,
Nonni minn?” og svo kom svarið: „Passið ykkur strákar, ég er
allur útataður í drullu. Helvítis kokkurinn hefur skitið á dekk-
ið.”
Bóndinn og bindið
Bóndi nokkur varð fyrir því óláni að hryssa sem hann átti
meiddist á fæti og kalla þurfti til Jónu dýralækni. Hún mætti á
svæðið, saumaði legginn og sagði að þetta yrði nú allt í lagi.
Þetta væri bara skinnspretta en gott væri að leggja dömubindi
yfir sárið því það myndi eflaust vilsa úr því og dömubindin
væru svo rakadræg. Bóndinn steðjaði þegar í kaupstað og snar-
ast inn í apótekið þar sem hann biður um dömubindi. Af-
greiðslustúlkan spyr hvernig bindi hann vilji, nætur, með vængj-
um eða eitthvað annað. Bóndinn verður nú eitthvað hikandi og
óöruggur með sig en segir svo: ,Ja - það veit ég nú ekki, en rifan
er 18 sentimetra löng”.
Óskirnar þrjár
Ung kona var nýskilin við eiginmann sinn og fór til lítils
strandbæjar til að sleikja sárin. Dag einn gekk hún á ströndinni
og rifjaði upp hve eiginmaðurinn fyrrverandi hafði farið illa með
hana við skilnaðinn. Þá rak hún tærnar í töfralampa i fjörunni.
Hún nuddaði lampann og andinn sveif upp. Hann spurði hvað
það væri sem angraði hana svo mjög og hún rakti honurn raunir
sínar. Til að létta henni lund sagðist andinn ætla að gefa henni
þrjár óskir. En þar sem hann væri á móti hjónaskilnuðum ætlaði
hann að gefa fyrrverandi eiginmanni hennar þrisvar sinnum það
sem hún óskaði sér. Konunni fannst þetta yfirmáta óréttlátt en
bar fram fyrstu óskina. Hún óskaði þess að hún ætti einn millj-
arð dollara. Andinn hneigði sig og á sama augnabliki spratt upp
fjallhár haugur af dollaraseðlum. Andinn minnti hana á að nú
hefði sá fyrrverandi eignast 10 milljarða.
Konan réði sér vart fyrir bræði þegar hún bar fram aðra ósk
sem var höll við einkaströnd. Á svipstundu blasti við glæsileg
höll en andinn benti á að nú ætti maðurinn tíu slíkar hallir. Við
þessa staðreynd varð konan hugsi. Þegar andinn var að gefast
upp á því að bíða eftir síðustu óskinni sagðist hún vera tilbúin.
Andinn kvaðst enn vara hana við: Eiginmaðurinn fyrrverandi
fengi tíu sinnum það sem hún óskaði sér.
-Það skiptir mig engu, sagði konan. -Ég er tilbúin og síðasta
ósk mín er ....
„að ég fæði tvíbura”.
!5sa«
daclur -
legur-
ásþétti -
V pakkningarcfni -
smurfeiti og olíur ■
smnrkerfi -
hreinsicfni -
mnsA.
rafmótorar - gfrar - tannhjól - keðjur - reimakífur - reimar - og alt annað til sjós og lands
http://www.poulsen.is poulscn(a>poulsen.is
Fagmennska og
þjónustugæði í
fyrirrúmi
Sjómannablaðið Víkingur - 41