Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 44
Hilmar Snorrason skipstjóri
ur
heimi
Óþekktur sjúkdómur
Seint á síðasta ári kom upp einkennilegur sjúkdómur um
borð í hollensku gámaskipi, Mars, þar sem það var að koma til
hafnar í Genoa á Ítalíu. Óttuðust menn meðal annars að hér
gæti verið á ferðinni einhver sjúkdómur sem gæti tengst
hryðjuverkum og var skipið því sett í sóttkví á legu fyrir utan
höfnina í Genoa. Var því haldið í sóttkví í rúman mánuð en
ekki hefur sá sem þetta ritar fengið upplýsingar um hvaða sjúk-
dóm menn töldu hafa verið á ferðinni. Framkvæmdastjóri Al-
þjóðasiglingastofnunarinnar William O’Neill benti á, í kjölfarið,
að meiri athygli yrði að beinast að öryggi skipa og áhafna þeirra
gagnvart hryðjuverkum og þá einnig að komið yrði á öflugu
rauntíma upplýsingakerfi varðandi skip, áhafnir og farm.
Kynferðisleg áreitni
Meira en 150 hafnarverkakonur munu eiga von á bótum
vegna kynferðislegrar áreitni og kynjamismunar sem þær hafa
orðið fyrir af fimm útskipunarfyrirtækjum í Jacksonville í
Florida. Lögfræðingar tveggja kvenna hófu málsókn sem
byggði á því að þegar konurnar leituðu eftir vinnu við losun og
lestun skipa var þeim boðin vinna í skiptum fyrir kynlif eða þá
að þeim var sagt að þær gætu ekki unnið störfin þar sem þær
væru konur. Þá urðu þær einnig fyrir áreitni fyrir að sækja um
störf karlmanna. Samtök hafnarverkamanna höfnuðu málinu
og sögðu að þeir gerðu mikið í því að auðvelda konum að fá
störf í greininni en dómstólar voru ekki sammála þeim. Samn-
ingar tókust þó án þess að dómur hafi verið felldur og fengu
konurnar tvær 1 miljón dollara í bætur. Áfrýjunardómstóllinn i
Florída hefur bent á að um 150 konur hafa unnið eða reynt að
fá vinnu sem hafnarverkamenn. Gera lögfræðingar að því
skóna að unnt verði að fá allt að 26 miljónir dollara í bætur fyr-
ir konurnar.
Launafrysting
Öll japönsku sjómannafélögin (AJSU) hafa stutt frystingu á
launaliðum gagnkvæms launasamnings milli Japans og Fillipps-
eyja vegna fillippseyskra sjómanna á japönskum skipum. Tók
frysting launa gildi í janúar s.l. Það voru mönnunarskrifstofur
sem fóru fram á að þessi aðgerð yrði framkvæmd þrátt fyrir að
verið væri að berjast fyrir lágmarkslaunum þessara sjómanna til
samræmis við ITF samninga. Hver er svo ástæðan? Jú viti
menn. Nú er komin ný samkeppni við þessa láglaunasjómenn.
Komið hefur í ljós að fillippeyskur háseti hefur hærri laun en
kínverskur skipstjóri enda eru kínverskar áhafnir aðalkeppi-
nautar þeirra í mönnun skipa. Það hefur áður komið fram á
þessum síðum að japönsk skipafélög eru stærstu vinnuveitend-
ur fillippeyskra sjómanna en talið er að um 25 þúsund þeirra
starfi á japönskum skipum. Mikið hefur borið á því að undan-
förnu að menn sækja frekar eftir að ráða sig í langtíma skiprúm
en að setja fyrir sig tekjur og benda menn á að þessi breyting
hafi komið í kjölfar 11. september. í Ijósi þessa þá getum við
víst farið að verða meira og meira varir við kínverskar áhafnir á
skipum Vesturlanda þannig að rétt væri að huga að kínversku-
kennslu í sjómannaskólum
Glæpaklíkur ráða ríkjum
Skipulögð glæpastarfsemi ógnar höfnum í Kanada meira en
skipulögð hriðjuverkastarfsemi segir Menard öryggismálaráð-
herra Quebecs. Hann vill að stjórnvöld þar í landi setji á lagg-
irnar sérstaka lögreglusveit til að verja bæði flugvelli og hafnir
gegn glæpagengjum og hryðjuverkamönnum. Hann heldur því
fram að meðlimir glæpafélaga hafi þegar komið upp einkarekn-
um öryggisfyrirtækjum í flughöfnum og segir jafnframt að
grunur sé um að það hafi einnig verið gert í höfnum. Þetta sé
gert i þeim tilgangi að auðvelda innflutning á eiturlyfjum og
stolnum munum til landsins auk þess sem upplýsingar um
verðmætan farm sé komið til glæpagengja sem síðan stela förm-
um. Menard segist hafa boðið hafnaryfirvöldum í Montreal að
fá borgar- eða fylkislögreglumenn til að vinna á hafnarsvæðinu
til að uppræta glæpi en enginn áhugi sé á því né stuðningur sé
fyrir slíku frá stjórnvöldum í Ottawa.
Stœrsta skipasmíðastöð heims œtlar að beina kröftum sínum aðalega
að smíðí risaolíuskipa.
Risinn ræðst til atlögu
Stærsta skipsmíðasamsteypa heims HYUNDAI Heavy
Industries (HHI) áætla að smíða á árinu 56 skip sem gefur af
sér í hreinar tekjur um 3,1 miljarða dollara. Samkvæmt yfirlýs-
ingu frá þeim var síðasta ár, ár vonbrigða, en tekjur í nóvember
s.l. voru þá aðeins 1,3 miljarðar dollara en takmarkið var 3,3.
Jafnframt kynntu þeir nýjar markaðsaðferðir sínar sem eiga að
miða að því að tryggja öryggi starfsmanna og auka hagnað íyrir-
tækisins. . Einblínt verður á smíði risaolíuskipa, gasflutninga-
skipa og skipa fyrir olíuiðnaðinn. Það er því ljóst af þessu að
þeir muni lítinn áhuga hafa á því að smíða fiskiskip fyrir ís-
lenska aðila.
Sektir og kyrrsetningar
Skipaeigendur hafa verið varaðir við að brasilísk yfirvöld hafa
sett á háar fjársektir og langtíma kyrrsetningar skipa ef áhafnir
þeirra hafa ekki gild bólusetningarvottorð. Þetta mun einnig ná
til laumufarþega um borð í skipum. Menn eru að sjálfsögðu
ekki ánægðir með þetta i skipaheiminum þar sem erfitt getur
verið að tryggja að allir hafi bólusetningarvottorð og þá sérstak-
lega gegn gulu. Það má rekja lil þess að verulegur skortur er
um allan heim á bóluefni gegn gulunni. Hver einstaklingur
sem ekki er með vottorð eða er með ógilt vottorð mun kosta að
skipið verða sektað unr 30 þúsund dollara. Þá verður skipinu
gert að bíða í að minnsta kosti 5 daga eftir að viðkomandi ein-
staklingar hafa verið sprautaðir gegn gulu en það er sá tími sern
það tekur bóluefnið að virka. En tjónið getur orðið meira því
skip munu detta út úr leigu meðan á biðtíma stendur og ef
nrenn reyna að áfrýja geta menn átt von á að sektin lrækki upp í
80 þúsund dollara. Þarna þýðir lítið að deila við dómarana.
Brotajárnið til Asíu
Það þykir nú ekki sæta tíðindum þegar skip koma til hafna í