Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Side 48
SÉREIGNARSPARNAflUR Almennt um séreignarsparnað Kostirnir við séreignarsparnað eru mar- gir. Fyrir utan þann augljósa, sem er spar- naður, má nefna mótframlag atvinnurekan- da sem í dag er 2% samkvæmt almennum kjarasamningum þar við bætist mótframlag frá ríki sem er allt að 0,4%. Þeir sem leggja fyrir í séreignarsparnað fá frestun á tekjuskatti á upphæðinni þar til hún er tekin. Enginn eignar- eða fjármagn- stekjuskattur er greiddur af sparnaðinum. Séreignarsparnaður erfist að fullu og er erfðaskattsfrjáls. Sérstaða Sameinaða lífeyrissj óðsins 1. Góð ávöxtun Samkvæmt úttekt og samanburði Morg- unblaðsins á séreignarsparnaði, 24 okt 2001, var Sameinaði lífeyrissjóðurinn með hæstu ávöxtun á bæði erlendum hluta- bréfasjóðum og innlendum skuldabréfa- sjóði (sjá hér til hliðar). Ávöxtunarleið 2, sem er innlendur skuldabréfasjóður hefur gefið góða ávöxtun og er hagstæð leið fyrir þá sem vilja taka litla sem enga áhættu með séreignarsparnað sinn. Til samanburðar má nefna hér rauná- vöxtun hjá bönkum og sparisjóðum á verð- tryggðum lífeyrisbókum. 2. Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir. Það er um margar ávöxtunarleiðir að ræða hjá okkur. Við bjóðum 8 ávöxtunarleiðir og erum i samstarfi við Verðbréfastofuna og Lífeyrissjóðinn Lífiðn sem þýðir að við getum boðið fjölbreyttar hlutabréfaleiðir með bæði virkri og óvirki stýr- ingu. 3. Hægt að búa til sitt eigið verðbréfasafn. Einnig er hægt að nýta sér fleiri en eina ávöxtun- arleið í einu og búa sér þannig til sitt eigið ávöxt- unarsafn. Því fylgir enginn kostnaður að færa sig á milli leiða ef fólki sýnist svo, úr t.d. hlutabréfasjóð- um yfir í skuldabréfasjóð, allt eftir þörfum hvers og eins. 4. Markviss upplýsingagjöf til við- skiptavina. Yfirlit eru send út þrisvar ári. Yfirlitin eru mjög ítarleg en á þeim er sundurliðað framlag launþega, framlag launagreiðanda og fyrir hvaða mánuð er verið að greiða. Auk þess kemur fram á yfirlitunum hver ávöxtun var á tímabilinu á þeim ávöxtunarleiðum sem Sameinaði lífeyrissjóðurinn býður. Allar ávöxtunarleiðir eru gerðar upp dag- lega þannig að viðskiptavinir okkar geta hvenær sem er fengið að vita hvernig ávöxtun fjármuna þeirra er háttað. Markaðsyfirlit fylgir einnig með yfirlitunum en þar er fjallað um stöðu fjármála- markaða og gefin ráðgjöf um lífeyrissparnað. 5. Lægsta umsýslugjald af hluta- bréfa- og skuldabréfaleiðum Greinin sem birt var í Morgunblaðinu 21 októ- ber 2001, um séreignarlífeyrissparnað, gaf okkur hjá Sameinaða lífeyrisjóðnum byr undir báða vængi, en þar kom fram að Sameinaði lífeyris- sjóðurinn er með lægsta umsýslugjaldið (0,1- 0,2%) af þeim vörsluaðilum sem bjóða hluta- bréfa- og skuldabréfaleiðir en önnur fjármálafyr- irtæki voru með allt að 1,5% umsýslugjald. Umsýslugjöld skipta miklu máli því að á löng- um tima geta þau numið milijónum. Olikt mörgum öðrum fjármálafyrirtækjum, er enginn munur á kaup- og sölugengi sem þýðir að sjóðurinn kaupir bréf viðskiptavina sinna á sama gengi og hann selur þeim þau á. Ár 1999 2000 2001 Meðalraun- ávöxtun 1999-2001 Sameinaði lífeyrissjóðurinn leið 2 6,4% 6,6% 7,0% 6,67% íslandsbanki (* lífeyrisbók stofnuð á árinu 2000) * 5,99% 6,35% 6,17% Sparisjóðirnir Lífsval 1 5,63% 6,07% 6,46% 6,04% Búnaðarbanki 5,5% 6,36% 6,32% 6,04% Landsbanki 5,5% 6,02% 6,4% 5,96% Auk þess bjóðum við sex hlutabréfaleiðir fyrir þá sem vilja taka áhættu í von um hærri ávöxtun. Meðalávöxtun allra ávöxtunarleiða Sameinaða lífeyrissjóðsins 1997 -2001 *Meðalávöxtun 1999-2001 6. Virkt innheimtuferli Hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum er séreignarsparnaður innheimtur i gegnum lögmenn sjóðsins við vanskil, samhliða öðrum lífeyrissjóðsið- gjöldum. Þessu hefur verið ábótavant hjá bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og hafa viðskiptavinir þeirra tapað peningum af þeim sökum. Þetta er gríðarlega mikilvægt en gleymist oft við val á vörsluaðila. 7. Reiknivél á heimsíðu Nú er hægt að reikna út ávöxtun séreignarsparnaðar á heimasiður okkar. Þú slærð inn það tímabil sem þú vilt fá upplýsingar um og tölvan reiknar út fyrir þig ávöxtunina og birtir einnig gengisþróun á línuriti. Auðvelt og þægilegt. Nánari upplýsingar um séreignarsparnað er að finna á heimasíðu okkar, www.lifeyrir.is. og í síma 510-5000/800-6865. Hófundur er kynningarfulhrúi Sameinaða lífeyrissjóðsins. Arthúr Vilhehn Jóhannesson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.