Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Side 50
Nýtt olíuskip Oliudreilngar væntanlegt til landsins í haust 1 skipasmíðastöðinni Jiangnan í Shang- haí var nýtt 3.500 tonna olíuskip Olíu- dreifingar sjósett fyrr á árinu og er áfram unnið við að ljúka við smíði þess. Áætlað er að skipið komi til landsins í haust, en til stendur að láta lengja það í Póllandi og getur því orðið einhver bið á að það komi til heimahafnar, þó vart lengur en til áramóta. Hönnun skipsins var unnin af Ráðgarði Skiparáðgjöf og er skipið sér- stakt að ýmsu leyti. Pað er til dæmis hannað til að flytja einnig vörugáma sem er ekki algengt um olíuskip. Öllum ör- yggismálum er gert hátt undir höfði og skipinu ætlað að mæla vondum veðrum og ís. Þilfar er yfirbyggt og vinna við lest- un og losun, nema tengingar, fer fram neðanþilja eða í sérstöku stjórnrými þar sem öllum 10 dælunt skipsins er fjar- stýrt. Áætlað er að skipið kosti um níu milljónir dollara, en það kemur í stað Stapafells og Kyndils. Aðalvél skipsins er frá MAN-Alpha sem Afltækni ehf hefur umboð fyrir. Aage Petersen framkvæmdastjóri Ail- tækni sagði í spjalli við blaðið að um væri að ræða níu cylindra linuvél af gerðinni 9L2738-FVO og 3.060 kw. Pyngd slíkrar vélar er liðlega 40 tonn og skrúfan 8 - 9 tonn. Aage sagði að aðal- vélin væri búin svokölluðu „take on - take off’, ásrafall er á gírnum til raf- magnsframleiðslu fyrir skipið. Sérstakt tengi er milli vélar og gírs og hægt að tengja vélina frá gírnum, keyra afl inn á ásrafalinn frá ljósavél og drífa skrúfuna þannig. Petta kemur sér vel ef vélin bilar því þá er engu að síður hægt að sigla heim. Sömuleiðis er þá hægt að færa skipið ef það liggur í höfn og verið er að vinna við vélina. Gír og skrúfubúnaður frá brú og afturí er frá Alpha. Pá kemur Afltækni einnig til sögunnar hvað varðar ljósavélarnar tvær því þær eru frá Holby diesel í Dan- mörku sem er deild frá MAN. Einnig er neyðarljósvélin frá Afltækni. Öll siglinga- tæki eru hins vegar keypt frá Radiomið- un. í skipinu er ellefu eins manns klefar með sér sturtu, sjónvarpi og tengingum fyrir síma og tölvu. Við sjósetningu skipsins var mikið um dýrðir eins og sjá má af myndunum. J 50 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.