Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 54
Þjónustusíður Framtak, véla- og skipaþjónusta Umboðsaðili í Það er kunnara en frá þurfi að segja að við íslendingar eigum bestu sjómenn- ina, fallegustu konurnar, sterkustu mennina og ekki síst, fleiri bíla en gerist meðal þjóða ef miðað er við hina frægu höfðatölu, jafnvel fleiri bíla en ameríkan- ar og er þá langt til jafnað. Við erum ein- faldlega lang-flottastir. Við eigum líka flottustu jeppana og erum orðnir leiðandi i breytingum slíkra bila, sem jafnvel eru fluttir út í hinn stóra heim til vel stæðra kaupenda með bíladellu. Margir hér eiga slíka bíla, sem flestir eru með diselvélum og þá einnig sjómenn sem þurfa góða bíla þegar þeir eru í landi. Með tilkomu nýrrar tækni í eldsneytis- kerfum diselvéla verða þær sífellt afl- meiri þýðgengari, eyðslugrennri og menga minna. Þetta hefur þegar skilað sér í aukinni notkun slíkra véla í minni bílum t.d. í Evrópu og allar likur benda til að sama þróun verði hér á landi i framtíðinni. Ekki síst ef að stjórnvöld ganga á undan með góðu fordæmi og gera notkun diselbíla vænlegri kost með lækkun gjalda. Heimilisbíllinn verður þá með diselvél með tölvu- og rafstýrðu eldsneytiskerfi, “EPIC” eða “Common Rail”, krafmikill og lipur sem með bens- ínvél væri. Það hefur áður komið fram að disel- verkstæði Framtaks í Hafnarfirði hefur verið að búa sig undir að þjóna þessari þróun. Keyptur hefur verið fullkomnasti tækjabúnaður sem völ er á og ráðinn hefur verið bifvélavirki og sett upp sér- stök aðstaða til að sinna þessari þjón- ustu. Nýlega var hér á landi tæknifulltrúi frá hina heimsþekkta fyrirtæki DENSO sem Framtak, eða öllu heldur dótturfyrirtæk- ið Framtak-Blossi hefur umboð fyrir og var megintilgangur heimsóknarinnar að taka út aðstöðu og tækjabúnað Framtaks. Gengið var frá þjálfunarferli sérhæfðra starfsmanna Framtaks, sem fara í loka- þjálfun hjá DENSO í Hollandi og frá og með 1. maí 2002 er Framtak útnefnt sem umboðsaðili í hæsta gæðaflokki. Það þýðir í raun að margskonar bilana- greining og framkvæmd viðgerða á hlut- um úr eldsneytiskerfum, sem fram að þessu hefur orðið að senda úr landi, verða nú framkvæmdar á verkstæði Framtaks. (+) SLYSflVflRNflFÉLflGIÐ LANDSBJÖRG Þetta á ekki hvað síst við um bíla frá Toyota, en Toyota hefur eins og kunnugl er u.þ.b. þriðjungs markaðshlutdeild seldra bíla á íslandi og nú þegar eru fast að 2000 Toyotabílar í notkun hérlendis með eldsneytiskerfum frá Denso. Hluti áðurnefndrar heimsóknar fólst einmitt í viðræðum við tæknimenn Toyota um fyr- irkomulag þjónustunnar í framtíðinni. Við skulum þvi vona að bíleigendur, jafnt sjómenn í frí sem og aðrir komi lil með að njóta þess i auknum mæli að aka á diselknúnum bílum sér til ánægju og yndisauka, með minni tilkostnaði en áður og umhverfisráðherra sem getur verið stoltur af verkum sínum og lands- mönnum öllum vegna minni mengunar. RAFMÓTORAR V Öflugur valkostur ▼ Hagstætt verð ▼ Stærðir: 0.12 kW - 315 kW. ▼ Sérpantanir f og valið er einfalt Vatnagaröar 10 • 104 Reykjavík S: 570-0000 • Fax: 570-0017 • www.volti.is 54 - Sjómannablaðið Víkingur I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.