Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Page 58
sóknastofnunin (og ICES) gengur út frá
og megininntaki framkominnar gagnrýni
á hvert þeirra. Stuttlega verður gerð
grein fyrir faglegum rökum án þess þó að
um ítarlega greiningu á skrifum í fagrit
verði að ræða.
Sjónarmið Hafrannsóknarstofnunarinn-
ar:
í útreikningum sínum gerir Hafrann-
sóknastofnunin ráð fyrir að náttúruleg
dánartala þorsks frá 3 ára aldri sé nokk-
uð stöðug og lág. Par er notað gildið
Helga RE kemur til heimahafnar.
Reynt hefur verið eins og kostur er að
sneiða hjá því að minnast á einstaklinga
eða einstakar greinar í þessu sambandi,
þótt ekki verði hjá því komist að öllu
leyti. Prátt fyrir að umræðan hafi ekki
alltaf verið sérlega fagleg, þá má merkja
ákveðna þróun í rökum og gagnrökum
með tímanum. Ekki er lagt mat á hvort
stofnunin eða gagnrýnendur hafi rétt eða
rangt fyrir sér, enda væri slíkt í flestum
tilfellum ómögulegt. Þess ber þó að geta
að Hafrannsóknastofnunin styðst við
sömu eða svipaða aðferðafræði og grund-
vallarforsendur og hliðstæðar stofnanir í
öðrum löndum við Norður Atlantshaf.
Gagnrýnendur styðjast hins vegar oft við
þá sýn og rök sem einkenna þann skóla
sem kenna mætti við ferskvatnsfiski-
fræði.
Mat á náttúrulegum afföllum
Ein af grundvallar forsendum aldurs-
afla aðferða er að náttúruleg dánartala sé
þekkt. Sé náttúruleg dánartala þekkt er
hægt að meta veiðidánartöluna, og þá er
líka hægt að reikna út hvort eða hvaða á-
vinningur geti verið af því að geyma fisk-
inn í sjónum. Við stofnmat þorsks og
reyndar flestra langlifra botnfiska gefa
menn sér að náttúruleg dánartala sé lág
og tiltölulega stöðug. Flestir sem vinna
við stofnmat slíkra tegunda í Norður Atl-
antshafi telja að réttlætanlegt sé að nota
töluna 0.2 í því sambandi.
0.2, sem samsvarar því að um 18% þeirra
myndu deyja af náttúrulegum orsökum á
ári hverju ef ekkert yrði veitt. Það er út
frá þessari forsendu sem Hafrannsókna-
stofnunin leggur svo mikla áherslu á að
friða ungþorsk. Sé náttúruleg dánartala
lág borgar sig að láta fiskinn taka út vöxt
sinn áður en hann er veiddur.
Eina birta rannsóknin á náttúrulegri
dánartölu þorsks við Island var gerð af
Jóni Jónssyni árið 1960 þar sem stuðst
var við talningu á gotbaugum í kyn-
þroska þorski. Rannsóknin byggði fyrst
og fremst á þorski sem var níu ára og
eldri. í svörum Hafrannsóknastofnunar-
innar við spurningum sem Farmanna- og
fiskimannasamband íslands beindi til
hennar og birt voru í Sjómannablaðinu
Víkingi vorið 2001 (2. tbl. bls. 36-37)
kom fram að niðurstöður þessarar einu
rannsóknar eru enn i dag helstu rökin
fyrir þvi að nota gildið 0.2 sem eina af
grundvallarforsendum stofnmatsins.
Sjónarmið gagnrýnenda:
Erfitt er að meta náttúrulega dánartölu.
Gagnrýnin á forsendum Hafrannsókna-
stofnunarinnar byggir annars vegar á að-
ferðafræði Jóns Jónssonar og úrvinnslu á
merkingagögnum sem hann hefur birt
Qón Kristjánsson 2001). Hins vegar
byggir gagnrýnin á því að mönnum
finnst líklegt að náttúruleg dánartala
sveiflist töluvert, einkum í smærri (-
yngri) fiski, og geti orðið umtalsverð
þegar harðnar á dalnum. Þess vegna geti
verið óskynsamlegt að geyma mikið af
fiski í sjónum - veiðarnar ættu fremur að
endurspegla náttúrulegar sveiflur í vist-
kerfinu. Leiðréttingar aftur í tímann,
sem einkenna aldurs-afla aðferðina við
stofnmat, mætti ekki síður skýra með
breytilegri dánartölu en að um of- eða
vanmat á stofnstærð hafi verið að ræða á
þeim tíma þegar það var framkvæmt. Ef
dánartalan er hærri eða breytileg, eink-
um á yngri fiski, þá breyti það forsend-
um núverandi nýtingarstefnu og ráðgjaf-
ar.
Allt frá því að „svarta skýrslan” kom út
1975 hefur borið töluvert á gagnrýni á
starfsemi og ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unarinnar. Margir efuðust um að hægt
væri að geyma fiskinn í sjónum og drógu
samlíkingar við fjárstofna og beitilönd
heiðanna, og vitnuðu máli sínu til stuðn-
ings til rannsókna á fiskstofnum í Norð-
ursjó. Það var þó ekki fyrr en 1984 að
líffræðingar fóru að taka þátt í þessari
gagnrýni, m.a. fiskifræðingar Veiðimála-
stofnunar. í raun má segja að gagnrýnin
frá þeim tíma hafi oftast einkennst af
þeim mun sem er á sýn þeirra fiskifræð-
inga sem eiga uppruna sinn í ferskvatns-
fræðum og hinna sem kenndir eru við
sjó, þótt vissulega hafi fleiri en fiskifræð-
ingar Veiðimálastofnunar komið fram
með gagnrýni á störf Hafrannsóknastofn-
unarinnar.
Loðnustofninn hrundi árin 1982-83
með þeim afleiðingum að mjög dró úr
vexti þorsks. Kveikjan að gagnrýninni
1984 voru viðbrögð Hafrannsóknastofn-
unarinnar sem lagði til að dregið yrði úr
veiðum. Þar á bæ sögðu menn að þorsk-
urinn þyldi vel sult, rétt væri að geyma
hann þar til batnaði í ári og hann yrði á
ný feitur og þrifmikill, enda væri um-
hverfið svo breytilegt að ekki væri hægt
að taka einungis mið af því á líðandi
stundu. Gagnrýnendur bentu hins vegar
á að þorskurinn væri hluti af sínu eigin
umhverfi og að stærð stofnsins hefði
þannig einnig mikil áhrif á fæðuskilyrð-
in. Eins og fræðin hafa þróast þá virðist
manni eflir á að hyggja að báðir hafi haft
nokkuð til síns máls, því það gæti verið
háð aldri eða lifssögustigi hve vel aðlag-
aður þorskurinn er tímabundnu svelti.
Þótt strax á þessum árum hafi verið
bent á að það gæti verið mikilvægt að
sækja einnig i smærri fisk þá voru slík
viðhorf ekki áberandi fyrr en seinna.
Hugmyndir um að beina sókninni í
auknum mæli í smærri fisk eru m.a.
grundvallaðar á kenningarsmíð um lífs-
sögugerðir og þeirri reynslu sem fengist
hefur af nýtingu langlífra tegunda i
stöðuvötnum og tilraunum þeim tengd-
um, sem nánar verður vikið að síðar.
Hún byggir einnig á kenningum um að
náttúruleg dánartala sé hæst í minnsta (-
yngsta) fiskinum, en síðan dragi smám
58 - Sjómannablaðið Víkingur