Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Síða 61
frá þeirri forsendu að um einn stofn sé
að ræða. Þessu til viðbótar væri mjög
erfitt að meta ástand hvers stofns fyrir
sig, ef um fleiri en einn stofn er að ræða,
vegna þess hve stofnarnir blandist þá á
veiðisvæðum utan hrygningartíma.
Sjónarmið gagnrýnenda:
Gagnrýnendur benda á að tegundir við
Island geti verið samsettar úr fleiri en
einum aðgreindum stofnum. Bent hefur
verið á að sumir stofnar geti verið of-
veiddir og aðrir vannýttir með núverandi
fyrirkomulagi veiðanna. Vitað er að
þorskur hrygnir víða í kringum landið og
spurningin er sú hvort hér sé urn að-
greinanlegar einingar að ræða
eða ekki. Vel er vitað að vöxtur
er mjög misjafn eftir hafsvæðum
og því spurning hvort hámarks-
afrakstur fengist ekki með mis-
rnunandi sóknarmynstri milli
staða. Ef um mismunandi stofna
er að ræða, þyrfti þá ekki ráð-
gjöfin og veiðistjórnunin að taka
rnið af því?
Samanlekt
Þótt helstu gagnrýninni á
stofnmat og veiðiráðgjöf Haf-
rannsókastofnunarinnar hvað
þorskinn varðar hafi verið skipt i
fjóra þætti, þá er í raun ekki
auðvelt að aðskilja þá, enda
tengjast þeir hver öðrum.
Þannig byggir t.d. gagnrýnin að
hluta til á ákveðinni heildarsýn
um samspil vaxtar, dánartölu og
kynþroska. Forgangsverkefni
hlýtur þó að vera að menn geri
sér nákvæma grein fyrir því að
hve miklu leyti þorskur um-
hverfis landið skiptist í misrnun-
andi stofna. Það yrði gagnlegt,
bæði fy rir umræðuna og starf-
semi Hafrannsóknastofnunarinn-
ar, ef fiskifræðingar stofnunar-
'nnar myndu gera itarlega en
læsilega grein fyrir stofnmatsferl-
mu, þeim forsendum sem það
hyggir á og þeirri þekkingarfræði
°g rannsóknum sem lagðar eru
hl grundvallar.
Er skortur á faglegri um-
raeðu?
Gagnrýnni umfjöllun um vís-
tndalega nálgun Hafrannsókna-
stofnunarinnar hefur sjaldan ver-
ið vel tekið. Segja má að hún
hafi því ekki einasta verið óum-
beðin, heldur einnig óvelkomin.
ffafrannsóknastofnunin hefur
því sætt gagnrýni fyrir að hún sé
ófús til þátttöku í faglegri um-
r*ðu. Menn hafa í þessu sam-
handi velt fyrir sér hvort rétt
Va2ri að koma upp einhverskonar
samkeppni um rannsóknir og ráðgjöf, til
að ýta undir faglega umræðu. Því gæti
líka verið takmörk sett hve mikið væri
skynsamlegt að dreifa kröftunum. Þess
má geta að þau tvö sem hingað til hafa
gegnt stöðu prófessors í fiskifræði við
Háskóla íslands hafa bæði jafnframt
starfað á Hafrannsóknastofnuninni, sem
og reyndar flestir þeir aðrir sem hafa
kennt fiskifræði við Háskóla íslands og
Háskólann á Akureyri.
Oft á það við að gagnrýnin sem sér-
fræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar
biðja um kemur frá aðilum sem eru í öll-
urn aðalatriðum sammála sérfræðingum
stofnunarinnar og því er hætt við að slík
gagnrýni leiði ekki til eins ítarlegra skoð-
anaskipta og e.t.v. væri æskilegt. Þetta á
t.d. við um stóran hluta þess alþjóðlega
samstarfs sem stofnunin tekur þátt í, en
þar vega störf innan ICES þungt. Þetta
er eðlilegt, þar sem stofnmat og veiðiráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunarinnar er í
takt við það sem tíðkast annars staðar.
Sértekjur stofnunarinnar námu um
25% af heildartekjum árið 2000, og hluti
þessara tekna er í fornti útseldrar vinnu,
sölu afla og styrkja úr Upptökusjóði
(Hafrannsóknastofnunin 2001a). Það
virðist vera minni hvati til að sækja í um
styrki í sjóði þar sem samkeppni er um
framlög, sem sést m.a. í því að sértekjur
0
a^m
v
c
ffl
a>
o
fyrir framleiðendur
á sjó og í landi
Við hjá SH umbúðum leggjum metnað okkar í að veita þjónustu
sem byggir á þöríúm fiskframleiðenda til sjós og lands.
Vöruflokkar eru:
Pappakassar Öskjur
Plast Rekstrarvörur
SH umbúðir annast innkaup og sölu á umbúðum
og ýmsum rekstrarvörum fyrir sjávarútveginn.
Deildin nær í krafti stærðar sinnar á íslenska
markaðnum hagstæðu verði fyrir viðskiptavini
sína með útboðum.
m
SH umbúðir
IFPC Packaging
Lager og sala, Héðinsgötu 2,105 Rvík
Sími: 560 7881 • Fax: 581 4215
Sjómannablaðið Víkingur - 61