Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 12
— AFMÆLISRIT — LANDHELGISGÆSLAN 80 ÁRA Ritstjórn, Georg Kr. Lárusson, forstjóri, Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður, Jón Hjaltason, ritstjóri Víkings. í vetur mun afmælisrit Landhelgisgæslu íslands koma út þar sem eldri gæslumenn segja frá hvað á daga þeirra hefur drifið hjá Gæslunni. Ljósmyndir verða fjölmargar. Bókin verður seld í áskrift og mun hluti andvirðis hennar renna í sjóð til stuðnings þess að Óðinn verði gerður að safni fyrir íslensku þjóðina að rifja upp hvar rætur hennar liggja og hver sé grundvöllur þeirrar auðsældar sem hún nú býr við. En yfir það er tekið að fyrnast hjá ótrúlega mörgum íslendingum. Bókin á þannig að vera allt i senn, til skemmtunar, fróðleiks og framlag til verndunar hinnar áþreifanlegu sögu okkar íslendinga, í þessu tilviki Óðins. En það hefur lengi verið áhugamál Víkings að íslendingar taki til varðveislu eitthvert af stærri skipum flotans og geri að safni. Nú hillir undir að þetta geti gerst en að því vill Víkingur eindregið stuðla og hefur því gengið til samvinnu við Gæsluna um að koma afmælisritinu út. Hér á eftir birtast útdrættir úr nokkrum viðtalanna sem verða í ritinu eða við þá Elías S. Sveinbjörnsson, háseta, Guðjón Ármann Einarsson, stýrimann, Guðjón Jónsson, flugstjóra, Hálfdan Henrysson, stýrimann, ogjón Pál Ásgeirsson, stýri- mann. Alls verða viðtölin í bókinni á milli 15 og 20 en vinna við þau stendur yfir í þessum skrifuðu orðum svo ekkert skal staðhæft um nákvæman fjölda þeirra. Nú er líka tækifæri fyrir lesendur Vikings að gauka hugmyndum um viðmælendur að ritstjóra (netfang, jonhjaIta@hotmail. com). Heillaóskalisti (Tabula) verður prent- aður fremst (eða aftast) í ritinu þar sem koma fram nöfn allra þeirra sem vilja óska Gæslunni til hamingju á þessum tímamótum og gerast þá um leið kaupendur að ritinu. Verð bókarinnar er kr. 6.900 krónur og verður innheimt fyrirfram af þeim sem gerast áskrifendur. Sendingarkostnaður, sem og annar kostnaður, er innifalinn í þessu verði. Af andvirði hverrar seldr- ar bókar fara 1000 krónur óskiptar til Óðins. Sölulaun bóksölumanns og virð- isaukaskattur hafa þá verið greidd en dragast ekki frá þessari upphæð. Þeir sem vilja gerast kaupendur að bók- inni gela póstað/netjað ósk þar um á rit- stjóra Víkingsins. Góðir lesendur Víkings, leggjumst á eitt um að gera Óðinn að lifandi safni og minnisvarða um grundvöll íslenskrar vel- ferðar. Óðinn grátt leikinn í 200 sjómílna þorskastríðinu. 12 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.