Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 34
Landhelgisgœslan 80 ára
Úr viðtali Jóns Hjaltasonar við Guðjón Jónsson
Viðmælandi minn er Guðjón
Benedikt Jónsson, eins og
hann heitir fullu naíni, ættaður
frá Hesteyri í Norður-ísafjarð-
arsýslu þar sem hann fæddist
í ágúst 1927. Réttum tuttugu
árum síðar tók Guðjón atvinnu-
flugmanns- og blindflugsmanns-
próf við Spartan School of
Aeronautics og gerðist eftir
það flugkennari við Flugskól-
ann Pegasus í Reykjavík. Enn
seinna, eða 1955, varð hann
fyrsti flugstjóri Landhelgisgæslu
íslands.
Guðjón Jlýgur TF-Sýn.
búið að binda ryðið um aldur og ævi.
Þarna vorum við prílandi upp um alh að
lagfæra og þrífa. Auðvitað vorum við að
laga til fyrir sjálfa okkur en líklega þýddi
ekki að bjóða mönnumi slíka sjálfboðaliðs-
vinnu i dag. Staðreyndin var líka sú að ef
við hefðum ekki gert þetta þá hefði það
verið ógert. En það skipti máli fyrir allan
flugreksturinn að hafa sæmilega þrifalegt
í kringum sig en Gæslan sá frá upphafi
sjálf um allt viðhald, bæði véla og radíó.
Eg man að Garðar Jónsson, sem verið
hafði loftskeytamaður á varðskipunum,
var þá tekinn í land að sjá um radíóið.
- En hvernig þótti þér að fljúga
Katalínunni?
- Það var ágætt að eiga við hana. Elún
fór að vísu ekki hratt yfir, 105 til 110
hnúta, en hún komst á leiðarcnda þótt
hægfleyg væri. Hún gat borið feiknin öll
af bensíni og hafði mikið vænghaf.
Vængurinn var mjúkur. Sagt var að væng-
endinn lyftist um eitt fet þegar hún færi á
loft. Þetta gerði hana mjúka í loftinu enda
þótt loftið væri ókyrrt. Sem var af hinu
góða því að leitarflugin gátu stundum
orðið löng. Ég man til dæmis eftir einu 1
ellefu klukkustundir en þá leituðum við
að rússneskum selveiðibáti norður í hafi.
Áhöfnin var venjulega skipuð sex
mönnum; tveimur flugmönnum, skip-
herra, sem var leiðangursstjóri, siglinga-
fræðingi, flugvélstjóra og loftskeyta-
manni. Að auki vorum við með fjögur
sæti fyrir farþega en ríflega helmingur af
farþegarýminu hafði verið tekinn undir
áhöfnina.
Til að byrja með var ég eini flugmaður
Gæslunnar og komst ekki i fri nema hægt
væri að fá flugmann frá Flugfélagi íslands
til að leysa mig af. Síðar var Ásgeir
Þorleifsson ráðinn með mér.
Við þurftum að snúast i öllu. Til dæmis
unnum við öll kvöld við að innrétta köt-
una, við smíðuðum inn i hana, bólstruð-
um sætin og gerðum það sem þurfti. Til
dæmis saumaði ég alla klæðninguna
innan í vélina. Þetta gerðum við í frítíma
okkar án þess að fá nokkuð greitt fyrir.
Einnig var tíminn notaður til lagfæringa
þegar ekki var flogið.
Við vorum í flugskýli 1, upp við gamla
turninn, til 1958 en þá fluttum við í skýli
2. Bæði voru frá stríðsárunum og heldur
illa farin. Ástæðan fyrir flutningnum var
sú helst að skýli 1 var alltof stórt fyrir
okkur. Við vorurn þar aldrei einir en
ýmsar vélar hafðar þar inni um stundar-
sakir. í skýli 2 vorum við einir. Loftleiðir
höfðu verið með það á meðan félagið
sinnti innanlandsfluginu en síðan ýmsir
þar til við komum og þarna er Gæslan
enn með aðsetur.
Þegar við fluttum inn í skýli 2 var það
afar illa leikið af ryði en Harpa framleiddi
þá þrælmagnað brons sem við þurftum
ekki að bera á nema einu sinni og þá var
Rán við legufœri á Norðfirði.
Var seldur með Katalínunni
34 - Sjómannablaðið Víkingur