Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 23
aðra stefnu en menn bjuggusl við og lík- legast var, samkvæmt vindum og straum- um, - Og þetta var eina líkið sem fannst, af allri skipshöfninni. Já, þessi tími var mér erfiður. -Nú hef ég fyrir satt, að þú hafir verið innanborðs á varðskipi, þegar siglt var á það og reynt að sökkva því. Þú myndir kannski vilja lýsa þeirra atburðarás, því það er ekki á hverjum degi sem manni bjóðast slíkar heimildir frá fyrslu hendi. -Við á Tý vorum úti fyrir Suð- Austurlandi og höfðum verið að búa okkur undir að klippa. Það voru þarna einar tvær freigátur og tveir dráttarbátar, ef ég man rétt, og önnur freigátan var búin að sigla lengi í humátt á eftir okkur. Við vorum sendir aftur á þrír, til þess að slaka út klippunum, Sigurjón Jónsson, Sigurður Bergmann og ég. Stefni Ireigát- unnar var svo nálægt okkur, að það virtist nærri nema við skutinn á Tý, bakborðs- ntegin. Þegar klippurnar voru komnar fyrir borð, vitum við ekki fyrr til en frei- gátan setur á fulla ferð, beint á okkur, og við sáum stefni hennar bera við loft, him- inhátt fyrir ofan okkur. Ég kallaði lil strákanna: Við skulum forða okkur! Við stukkum yfir á stjórnborða, lil hlés. Þeir komust inn í dálítið horn, þar sem gengið var i vélarrúmið, en ég náði ekki alveg svo langl, heldur aðeins að stóra spil- koppnum (við spilið). f því kom herskip- ið á okkur, Týr lagðist nærri á hliðina, sjórinn flæddi inn um allt, við fórum auð- vitað allir á bólakaf, og það var svo mikill straumur undir þyrlupallinn á varðskip- inu, að ég blakti eins og fáni á slöng, þar sem ég hélt dauðahaldi í spilkoppinn og sveiflaðist fram og aftur í sjólöðrinu. Ekki hef ég minnstu hugmynd um hversu mörg andartök það hafa verið sem liðu þannig, en mér fannst það vera heil eilífð. Hins vegar man ég vel hvað ég hugsaði á þessari stundu. Ég sagði við sjálfan mig: Jæja, þá er þessu lokið. Nú hlýl ég að deyja. Og mér varð hugsað til fólksins míns. Það er nterkilegt, hversu margt getur flogið í gegnum huga manns á fáurn andartökum! En hitt held ég að sé alveg öruggt mál, að ef ég hefði misst lakið á spilkoppnum, þá sæti ég ekki hér núna. Smám saman rétli skipið sig þó við, hægl og hægt, og það var mikill léttir, þegar vatnaði svo frá mér að ég náði and- anum. Þá kom í ljós, að félagar mínir voru heilir á húfi, enda voru þeir í dálitlu hléi fyrir mestu sjóunum og höfðu miklu betra tök á að halda sér heldur en ég. Skipin höfðu snúizt þannig við árekstur- inn, að þau lágu nánast hlið við hlið, stefni og skutur saman, eins og við bryggju. Þá man ég, að við Sigurður, félagi minn, rukum upp stigann og upp á þyrlupall og ég sá skipstjóra freigátunnar þarna hátt uppi, - og þá var ég svo reiður, að ég ætlaði að stökkva til hans og lemja hann duglega!- því að ég get átt það til að vera skapmikill og bráður, þegar því er að skipta. En Siggi heilinn gal þó komið i veg fyrir þetta. Hins vegar þarf ekki alltaf að vera ntikill vandi að stökkva á rnilli skipa, þegar maður er reiður! Týr lét heldur undarlega að stjórn eftir ákeyrsluna, og þá kom í ljós að öll blöðin á bakborðsskrúfunni höfðu sópazt í burtu, en Týr er með tvær skrúfur, og nú höfðum við einungis aðra eftir. Við fórum svo upp í brú, og Guðmundi Kjærnested létti inikið, þegar hann sá að allir voru lifandi og ómeiddir, því að hann hafði verið hræddastur um okkur, strákana sem vorum að vinna aftur á skipinu. Enda svo sem ekki ólíklegt að okkur hefði öllum skolað fyrir borð. Þegar þessi ósköp voru um garð geng- in, sá Guðmundur skipherra hvar brezk- ur togari var í seilingarfjarlægð. Og þá sýndi hann hversu alburðasnjall hann var. Hann sendi okkur slrákana í skyndi aftur á öðru sinni, sigldi síðan rakleitt að togaranum og klippti aftan úr honum vörpuna - fyrir framan nefið á Bretunum! En auðvitað voru klippurnar úti, það hafði ekki gefizt ráðrúrn til þess að hala þær inn, í öllum látunum. Það var mikil gleðistund hjá okkur, varðskipsmönnum, þegar við sáurn, að klippingin hafði tekizt, en togvírinn leyndi því ekki. Fyrst þandist hann og varð alveg beinstífur, og svo small hann með krafti niður á dekk- ið. Við höfðum oft séð þetta áður, og vissum alveg hvað það táknaði. En þegar skipstjórinn, sem hafði reynt að sökkva okkur, sá þessi tíðindi, var engu líkara en að hann trylltist gersamlega - yrði hrein- lega vitskertur. Hann setli á fulla ferð og æddi að okkur, eins og grenjandi ljón. En nú vorum við viðbúnir. Það var öllu lokað, enginn maður aftur á skipinu og allir i eins öruggum stöðum og kostur var á. Enda veitti ekki af, því að nú reið höggið, öðru sinni, og ekki slegið af. Ég er alveg handviss um, að í þetta skipti hefði freigátunni tekizt að sökkva okkur, Togarinn Ceasar sekkur í Víkurál l.júní 1971. Að kvöldi hins 6. mai 1976 sigldi freigátan Falmouth ítrekað á Tý og mátti engu muna að Elías og félagar hans tveir færufyrir borð. Mikið laskað sneri varðskipið inn á Berufjörð en Statesman elti og átti að ganga endanlegafrá Tý en náði honum ekki. Sjómannablaðið Víkingur - 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.