Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 40
Landhelgisgœslan 80 ára Þrír í einu Úr viðtali Jóns Hjaltasonar við Guðjón Ármann Einarsson Cuðjón Ármann í bátsmannsstólnum. Ljósm. Friðgeir Olgeirsson ,1 Kveldúlfstogararnir teknir í togytra. Ljósm. Ftiðgeir Olgeirsson Þrír dregnir í cinu Sama vor og ég lauk lordinum fór ég vestur á Seljaveg á fund Péturs Sigurðs- sonar forstjóra. Reyndar þykist ég vita að ég hefði ekki fengið viðtal við hann nema fyrir þá sök að í Vestmannaeyjum bjó nafni minn, Guðjón Ármann Eyjólfsson, og var skólastjóri stýrimannaskólans þar og jafnframt sjóliðsforingi frá danska sjó- hernum sem Pétur dáði. Hann hrökk því heldur í kút, Pétur, þegar í dyrunum birtist strákpúki en ekki skólastjórinn. En þetta var mín óskastund. Óðinn hafði látið úr höfn þá um daginn þrátt fyrir að það vantaði einn stýrimann í áhöfnina. Pú færð afleysingapláss, sagði Pétur og sendi mig i hvelli til Þorlákshafnar þar sem ég um kvöldið var ferjaður um borð í varðskipið. Líklega hefði ég verið sjang- hæjaður ef ég hefði ekki viljað fara. Parna var ég á Óðni fram á vor. Seinasti túrinn minn í þessari hrinu varð mér eftirminnilegur. Þá fengum við það verkefni að draga þrjá síðutogara sem Kveldúlfur átti til Hollands þar sem búið var að selja þá i brotajárn. Það tók okkur heila viku að undirbúa þetta ævintýri. Stóra spurningin var; hvernig átti að draga skipin? Lausnin var að nota akkeriskeðjur skip- anna þriggja. Við gerðum úr þeim brók (hanafót) út úr báðum klussum og lásuð- um dráttarvírinn þar í. Öðrumegin höfð- um við tvo togara og höfðum þann fremri 150 faðma fyrir aftan okkur og sömu vegalengd úr honum í aftari togarann. Þann þriðja höfðum við á hinni síðunni, miðja vegu milli þessara tveggja. Siðan var siglt af stað og farið rólega og fylgst vel með. Staðin var vakt allan sólarhringinn við bæði afturklussin og vírarnir smurðir með feiti og þeim slakað út með reglulegu millibili, kannski um einn faðm í senn hvoru megin, svo að við værum ekki sífellt að naga vírana á sama stað. Þegar við vorum urn það bil hálfnaðir fór að dragast til í splæsinu sem fest var skipið sem næst okkur var. Góð ráð voru nú dýr og óglæsilegt að hugsa til þess að missa frá sér tvo togara þarna úti á miðju úthafi. Sjálfsagt hefðum við ekkert ráðið við að ná honum aftur. En hvernig átti að komast að þessu? Keðjubrókin hékk fram af togaranum þar sem virinn var lásaður í. Þung undiralda bætti ekki úr skák. Loks var afráðið að útbúa bátsmannsstól sem ég klifraði í og var síðan slakað niður fram af hvalbaknum en um borð í togurunum voru karlar sem útgerðin hafði lagt til. Þannig tókst mér að koma víralás á splæsið, ýmist í 20 metra hæð eða á bólakafi í sjónum, og herða splæsið saman. Viðgerðin hélt alla leið til Flushing í Hollandi þar sem dráttarbátar tóku við togurunum en við fylltum Óðinn af olíu. Við vorum ekki nema rétta lagðir af stað heim- leiðis þegar við fengunt fyrirmæli um að draga til íslands vélarvana bát sem hafði verið kyrrsettur í Grimsby eða Hull vegna skulda útgerðarinnar. Við fórum ekkert inn á höfn- ina en lögðumst utan við vitaskipið á ánni Humber og biðum. Dráttarbátur átti að koma með bátinn en í tvo eða þrjá daga bólaði ekkert á honum. Einhverjum reddingum var greinilega ólokið en loks kom dráttar- skipið og aftan í hékk 100 tonna Svíþjóðarbátur. Óttaleg reyðileysiskolla Áhöfnin var öll um borð en við treyst- um engum þar til að ganga frá endurn en fórurn sjálfir í það verk. Við tókum vírinn upp í gegnum kefa á hvalbaknum, brugð- um einu bragði á pollann og svo utan um spilið sem var ein sú mesta þrekraun sem ég hef lent í. Þó ekki vegna þess að það væri svo erfitt að lása vírinn utan um spilið. Nei, ástæðan var önnur. Þarna lágu nokkrar nautshúðir sem notaðar voru á trollið en karlarnir höfðu migið ósparl yfir allan tímann sem þeir kúldruðust um borð í hálfgerðu skuldafangelsi. Og lyktin maður, hún var orðin slík að okkur lá ítrekað við yfirliði. Eitthvað höfum við líklega verið orðnir þreyttir á útiverunni. Að minnsta kosti var keyrt dálítið greitt með bátinn aftan í og ekkert slegið af þótt við fengjum kaldaskít Varðskipin tóku að sér margskonar verkefni. Hér eru skip aðstoðuð í ís á Reyðarfirði 1968. 40 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.