Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 28
Ingimundur Valgeirsson Málfu ndir um öryggismál sjófar enda 2005-2006 Önnur grein Margt getur komiðfyrir á sjó og þá betra að standa klár á öryggisatiiðum. Ekkert skalfyllyrt um bátinn sem er að sðkkva á myndinni enda vitneskja um hann rýr. Iseinasta tölublaði sagði Ingi- mundur frá málfundunum um öryggismál sjómanna sem haldnir voru á Grundarfirði og Þórshöfn. Hann heldur nú áfram og greinir frá fundunum á Höfn í Hornafirði og Grindavík. Höfn í Hornafirði Fundurinn á Höfn var haldinn 18. janúar 2006 í Nýheimum. Fundarstjóri var Albert Eymundsson bæjarstjóri. Fyrirlesarar af heimaslóð voru Ingólfur Ásgrímsson og Sigurður Ólafsson. Ingólfur sagði í ræðu sinni að það fyrsta sem kæmi upp í hugann þegar öryggismál- in væru rædd væri að sjálfsögðu hvort skipin sjálf séu nógu traust. Pví eins og oft hefur komið fram er skipið ávallt öryggis- tæki númer eitt, tvö og þrjú. „Hornfirskir útgerðarmenn hafa ávallt kappkostað að hafa skip sín vel búin. Hér hefur verið lögð áhersla á að skipin séu snyrtileg og að vel sé gengið um allan búnað hvort sem er öryggisbúnað, vélar- úm, veiðarfæri eða íbúðir sjómanna. En það er ekki nóg að það sé vilji útgerðar að hafa öryggismál i lagi. Þar verða skip- stjórnarmenn og mannskapurinn á sjó að leggjast á sömu ár því að þeir eru augu okkar og eyru á hafinu. Og um þá og þeirra vinnuaðstöðu snýst öryggið. Útgerðarmenn, opinberar stofnanir, skip- stjórnendur og áhafnir verða að vinna saman að þessum öryggismálum svo skil- virknin verði sem best.” lngólfur sagði það skoðun sína að nóg sé komið af reglugerðum og nú sé rétt að fá menn lil að vinna eflir þessurn reglum. Viðhald á veiðafærabúnaði hefur verið útundan í umræðunni um öryggismál sjómanna. „Vírar, teinar, tóg og lásar verða að þola þau átök sem þeim er ætlað að þola og menn mega ekki vera ragir að henda þeim búnaði sem er úr sér genginn. Góð sjómennska felst m.a. í því að draga úr þeim hættum sem eru á hverju skipi og rninnka líkurnar á því að slys eigi sér stað.” Ingólfur sagði að það hafi verið mikil bót að fá ölduduflið fyrir utan Hvanney því nú vita menn að hverju þeir ganga þegar lagt er í Ósinn. Loka orð hans voru: „Það hlýtur að vera okkar sameiginlega mark- mið sem að þessari atvinnugrein komum að allir komi heilir heim og vænti ég þess að menn vinni saman að þessu markmiði héðan í frá sem hingað til.” Sigurður sagði í erindi sínu frá þeim aðstæðum sem heimamenn búa við og að þeim snúa. Hann gerði góða grein fyrir aðstæðum í innsiglingarleiðum við Ósinn og hvers þurfi að gæta þegar siglt er um þær. Hann kom inn á þróun í smíði betri skipa og tækja og sagði það hafa bætt öryggið mikið. Sigurður sagði að upplýsingakerfið fyrir veður og sjólag væri mikið notað af sjó- mönnum hérna á þessu svæði og að það hafi verið virkilega mikil bót að fá duflið og hafa ölduspána en síða Siglingastofnunar á það til að detta út sem gerðist iðulega síðastliðinn vetur, oft 1-3 daga. Það er auðvitað ófært. Því meiri upplýsingar sem við höfum því betra. Við skoðum líka mikið ölduspána enda er hún orðin gletti- lega góð. Á sjó er helsta öryggistækið alltaf bát- urinn sjálfur og sjómenn vilja helst ekki nota annan björgunarbúnað en hann. En að sjálfsögðu þarf að fylgjast vel með að allt annað um borð sé í lagi. Góð regla er að það sé til staður fyrir hvern hlut og að hver hlutur sé á sínum stað. Þó að menn voni að sjálfsögðu hið besta þarf að búa sig undir það versta. Kunna á öryggistæk- in og æfa meðferð þeirra. Fara á nám- skeið í öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna og endurtaka það reglulega. Þessi námskeið eru virkilega góð og ég hef tekið þau nokkur, sagði Sigurður. Sigurður sagði að AIS kerfið (Auto- matic Identification System) væri að koma í mörg skip á Hornafirði. Kerfið er sniðugt og veitir mikið öryggi einkum fyrir smábáta því þeir sjást oft illa eða alls ekki í radarnum. Það er mjög æskilegt að allir bátar séu með AIS kerfið. Þetta er tækni sem væntanlega á eftir að koma í öll skip stór og smá. Sigurður sagði að NAVTEX kerfið væri að hans viti vonlaust eins og það er hér fyrir austan, sér í lagi í kringum Hornafjörð. Við fáum aldrei merki frá ' íslandi hér út af suð-/austurlandinu en erum að fá stöku sinnum merki frá her- stöðinni í Portúgal og því tilgangslítið að hafa kveikt á þessu tæki í skipunum. í umræðum kom fram að að mikil hug- arfarsbreyting hefði orðið meðal sjó- rnanna og útgerðarmanna varðandi öryggismálin síðasta áratuginn og að fyrst og fremst sé það þeirra að taka á þessum málum, óháð öllum reglugerðum. Spurl var eins og á fleiri fundum hvenær verði hægt að nota upplýsingavefinn á sjó um veður og sjólag. 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.