Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 48
Bragi Guðbrandsson hefur krækt í væna bleikju ogStefán Hjaltested rekur henni rembingskoss. Til hamingju, elsku drengurinn minn! Þegar sagan er borin undir Stefán hlær hann bara og segir að Bragi sé alltaf samur við sig, hann hafi ekki fengið einn einasta beinagarð i þessari veiðiferð og hvað þá að utan um beinin hafi verið roð eða hold. Sjálfur hafi hann fengið þrjár mjög snoppufríðar sjóbleikjur og einn lax sem hann töfraði til að taka agnarsmáa þurrflugu í Steinnesi. Einn af örfáum þurrflugulöxum sem fengist hafa á íslandi. Ég held símtólinu við eyrað og hlusta á þá félaga níða hvor annan, gretti mig annað slagið og hugsa með mér að þessir menn séu ekki að keppa í veiði, heldur keppi þeir í því að segja fimmaurabrand- ara og hrakfallasögur um félagann. Þeir eru hinir mestu mátar og nota keppnis- skapið eins og smurningu á vináttuna. Pað kemur enn betur í ljós þegar báðir segjast hlakka svo ósköp mikið til að fara með hinum aftur í veiði. Uppeldislegt gildi stangaveiða Stefán Bjarni og Bragi eru vinir. Þeir keppa ekki í veiði. Þeir gera bara góðlát- legt grín hvor að öðrum og stytta sér stundir með innan- tómu gaspri þegar lítið er að hafa, eins og var í Vatnsdalsánni fyrir skemmstu. En þess- ar kárínur með þeim fóstbræðrum vekja upp minning- ar hjá mér og þá rifjast upp það sem mér fannst einna merkilegast við stangaveiði þegar ég hóf að stunda hana af kappi fyrir um tveimur áratugum. Þá lenti ég stund- um í því að veiða miklu meira en félaginn eða að hitt gerðist, sem var öllu verra, að ég fékk ekki bein á meðan félaginn rót- fiskaði. Elvort tveggja vakti með mér undarlegar kenndir sem ég varð þó að hafa hemil á og læra að sættast við hvort heldur sem var, mikinn afla eða engan. Ef ég veiddi félag- ann algjörlega undir borðið, varð ég að gæta þess að hreykja mér ekki of hátt og hafa stjórn á ofsagleði minni. Ef ég hins vegar fór heim með öngulinn í rassinum en félaginn með fulla poka af fiski, þá varð ég að læra að kæfa fýluna í sjálfum mér og samgleðjast öðrum yfir góðu gengi. Þetta var oft erfitt. Stundum stóð ég einn með sjálfum mér, horfði út á vatnið, tuggði kannski puntstrá, og hugsaði um það hvort ég væri asni, hvort ég gæti virki- lega ekki hamið sjálfan mig og þessar undarlegu tilfinning- ar. Eftir stutta íhug- un, yfirvegaða hugs- un, tókst mér það yfirleitt og fannst eftir á að hyggja að ég væri ef til vill maður að meiru. Þannig held ég að veiðiskapurinn geti þroskað fólk og hafi verulegt uppeldislegt gildi fyrir unga veiðimenn. Þeir þurfa að læra að hemja ofsagleði sína yfir góðum feng og temja sér jafnaðargeð þótt illa gangi. Og þess vegna eiga ntenn heldur ekki að keppa í veiðiskap, þeir eiga að gleðjast yfir góðu gengi félagans og kunna að taka hrósi þegar veiðigyðjan gengur þeim á hönd. Endurnýtanleg bleikja Bleikjurnar þrjár sem Stefán Hjaltested fékk í Vatnsdalsánni um daginn, voru þær einu sem fengust á allar 9 stangirnar i þrjá daga! Það eru afleit aflabrögð hjá hópi vaskra veiðimanna. Hér á árum áður var ekki óalgengt að Ármenn færu heim með 250-300 fiska eftir túrinn. Og þegar ég talaði við Braga Guðbrandsson um daginn, sagðist hann hafa undrast það mest, fyrir utan þetta aflaleysi, að Stefán vinur hans hafði ekki hampað neinni 4ra punda bleikju í þess- um túr. Þannig er nefnilega mál með vexti að sú saga komst á kreik fyrir allnokkrum árum að alltaf þegar Stefán færi í Vatnsdalinn, tæki hann úr frysti 4ra punda bleikju sem hann fékk þar um slóðir árið 1988, hefði hana með sér norður og hampaði síðan hróðugur eins og um nýveiddan fisk væri að ræða. En nú var bleikjan góða sem sagt ekki með í för og þegar Slefán var að því spurður hverju það sætti, svaraði hann því til að blessuð bleikjan hefði verið orðin svo slitin og þvæld eftir endalausa frystingu og afþíðingu, að hann hefði neyðst til að setja hana í endurhæfingu! Þeir Stefán og Bragi hafa stundað sil- ungasvæðið í Vatnsdalsá í 20 ár. Farið á hverju sumri og ætla aftur næsta sumar þótt illa hafi gengið í þetta sinn. Þeim finnst einfaldlega bara svo gaman að veiða saman. Félagarnir Bragi og Stefán veiddu saman í Hlíðarvatni snemma í sumar og þáfœrði Stefán vini sínum forláta veiðihatt sem hann hafði keypt á Kanart. Ósagt skal látið hvort þessir hattar verði vinsæl tískuvara og mjög eftirsóttir meðal íslenskra veiðimanna. 48 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.