Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 18
Hilmar Snorrason
Namibía - ný heimkynni
íslenskra skípa
Seinni hluti
Ég hafði þann sið að taka mér í morg-
unsárið stutta gönguför um höfnina við
skólann til að sjá hvað væri að gerast þar.
í einni slíkri gönguferð tók hjarta mitt
að slá örar þegar ég sá skip koma sigl-
andi inn innsiglingarennuna í blankandi
logni. Ég gat ekki betur séð en að það
væri íslenskt. Myndavélin var með og
smellt af. Þrátt fyrir að nafnið væri ekki
greinilegt fór ekki neitt á milli mála að
þetta var Byr VE að koma til hafnar.
í hádegishléinu fór ég strax þar sem
skipið hafði lagst að bryggju og urðu fagn-
aðarfundir að hitta fyrir gamla nemendur
og félaga sem þar voru komnir langt að.
Skipstjórinn og eigandi, Sveinn Rúnar
Valgeirsson, var hér kominn um langan
veg. Byr hafði verið siglt frá Brasilíu þar
sem nýir eigendur áttu að taka við skip-
inu í höfninni i Walvis Bay. Þetta fyrsta
íslenska sérbúna túnfiskveiðiskipið var um
það bil að yfirgefa íslenska flotann þegar
hér var komið sögu. Næsta heimahöfn
skipsins skyldi vera Walvis Bay.
Namibía hefur yfir tveimur höfnum
að ráða. Walvis Bay er stærri og fer
um hana megnið af inn- og útflutningi
landsmanna. Hin höfnin er í Luteritz
en þangað komu fyrstu íslendingarnir
þegar þróunaraðstoð landans hófst við
Namibíu. Með fyrstu skipum frá íslandi
sem þangað komu var togarinn Rex
sem heima hafði seinast borið nafnið
Rán frá Hafnarfirði. Skipið var smíðað
árið 1973 hjá At. & Ch. de La Manche
í Dieppe í Frakklandi sem Bournazel
fyrir franska útgerð. Árið 1978 var skip-
ið selt til Patreksfjarðar og fékk nafnið
Sigurey en var nokkrum árum síðar selt
til Hafnarfjarðar eins og áður er getið.
Nú var skipið í eigu Seaflower Whitefish
en það fyrirtæki var stofnað m.a. af
íslendingum sem eru þó ekki lengur eig-
endur að skipinu. Síðustu fréttir herma
að skipið sé á leið í brotajárn.
Emanguluko var dálítið erfitt að bera fram
en auðveldara að bera kennsl á. Pólska
handbragðið frá Gdansk leyndi sér ekki og
heldur ekki nafnið, Hópsnes, sem greina
mátti á kinnungi skipsins. Árið 1995 var
skipið selt til Nýja-Sjálands og hlaut þá nafn-
Áhöfnin á Byr VE við komuna lil Walvis Bay. Sveinn Rúnar Valgeirsson skipstjórifyrir miðri mynd.
Byr komin í hóp namibískra fiskiskipa.
ið Saint Giovanni. Núverandi nafn fékk
skipið þegar það var selt til Namibíu árið
1999. Er skipið í eigu Glomar Fisheries og
gert út frá Walvis Bay. Þegar ég rakst á skip-
ið var það að landa í Luteritz.
Systurskip Rolmar Dos, Khomas, sá
ég í einni af ferðum mínum til Luleritz.
Upprunalega nafn þessa spánsksmíðaða
togara var Aðalvík. Fleiri nöfn áttu eftir
að prýða þetta fallega skip eða Drangey,
18 - Sjómannablaðið Víkingur