Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 44
ræðir eru Grikkland, Frakkland, Ítalía,
Finnland og Portúgal. Evrópudómstólinn
mun taka til þeirra þátta sem ríkin hafa
ekki uppfyllt en það eru skyldur á mót-
töku rusls sem og áætlun um meðferð og
eyðingu þess í öllum höfnum ríkjanna og
nær þetta einnig til fiski- og skemmti-
hafna ríkjanna. Þær áætlanir sem um
ræðir eru ætlaðar til að skip sem nota
hafnirnar geti losnað við þann úrgang
sem venjulega fellur til. Ákvæði þessarar
tilskipunar tóku gildi 27. desember 2002
og hefur þvi mönnum brostið þolinmæð-
in i þessum efnum. Aðvörun var send til
þriggja annarra aðildarríkja, Þýskalands,
Eistlands og Svíþjóðar en ekki verða þessi
ríki dregin fyrir dómstóla. Ætli þeir hafi
bara verið ánægðir með íslenskar hafnir?
Nýtt skip
Það er alltaf athyglisvert þegar ný skip
yfirgefa skipasmíðastöð en aldrei hefur
athyglin verið meiri í Danmörku en þegar
nýjasta gámaskip A.P. Möller hélt frá
Munkebo í 9 daga prufuferð áður en
lokafrágangur við skipið hefst í Arhus.
Skipið sem heitir Emma Mærsk er heims-
ins stærsta gámaskip og engin smásmíði.
Lengd skipsins eru 400 metrar og 52
metrar frá síðu til síðu. Ekki hefur skipa-
félagið haft það fyrir sið að gefa upp
hversu marga gáma skip þess geta borið
en talið er að flutningsgeta Emmu Mærsk
sé á milli 12.500 til 15.000 TEU’s.
Burðargetan er 249 þúsund tonn.
Talið er að um 5.000 manns hafi fylgst
með þegar sjö stórir dráttarbátar héldu
með skipið tveggja tíma leið út á opið haf.
Sjómannablaðið Vikingur átti þar einnig
fulltrúa sem léði blaðinu myndir frá þess-
um atburði. í prufuferð skipsins kom
ekkert óeðlilegt fram en gert er ráð fyrir
að skipið haldi frá Arhus 14. september.
En myndirnar sem Ruth Glerup tók við
þetta tækifæri segja meira en mörg orð.
Harðir dómar
Alsírskir dómstólar dæmdu nýlega
stjórnarformann og fjóra undirstjórnendur
ríkisrekna skipafélagsins CNAN í 15 ára
fangelsi fyrir hlutdeild þeirra í að sökkva
skipi útgerðarinnar. Skip útgerðarinnar,
Bechar, fórst i óveðri undan ströndum
Alsírs 13. nóvember 2004 og engin þeirra
16 skipverja komust lífs af. Við rannsókn
slyssins kom í ljós að fyrrum skipstjóri
skipsins hafði tilkynnt stjórnarformannin-
um og undirstjórnendunum að skipið væri
„fljótandi likkista“ og i „algjöru rusli“.
Skipið væri vélarvana og gæti ekki annað
en rekið undan veðrum og vindum lenti
það í vondum veðrum. Mikill hiti var við
réttarhöldin og bentu verjendur mannanna
á að það væru aðrir sem ættu frekar að
sitja fyrir framan dómarana. Þegar niður-
stöður dómsins voru kynntar urðu mikil
uppþot í réttarsalnum. Fjölskyldur hinna
Stærstur Svía
Svíar hafa nú
nýlega eignast 117
þúsund tonna tank-
skip sem telst vera
stærsta skip sænska
flotans. Skipið sem
er nýsmíði var gefið
nafnið Stena Arctica
en auk þess að vera
stærsta skip Svía er
það einnig stærsta
olíuskip í heimi sem
uppfyllir ísklassa 1A
sem er hæsti ísklassi
fyrir skip. Er þess-
dæmdu fordæmdu dóminn og dómarana.
Bentu þeir á að þeir sem hefðu átt að fá
dóma væru stjórnendur strandgæslunnar
sem ekki svöruðu einu einasta af þeim 7
neyðarköllum sem komu frá skipinu, veð-
urfræðingum sem gáfu út stormviðvörun
löngu eftir að veðrið skall á og síðast en
ekki sist björgunaraðilum sem ekki fóru til
hjálpar hinu nauðstadda skipi. Ryðja varð
dómssalinn um klukkustund eftir að
dómur var upp kveðinn enda hann þá
orðinn líkari orustuvelli en dómsal.
Skemmtiferðaskiparisar
í nánast hverjum mánuði eru menn að
slá ný met og heimsmet í stærðum ýmissa
skipategunda. Hvar þetta endar er erfitt
að segja en undanfarið hafa eigendur
skemmtiferðaskipa varla verið búnir að
sjósetja ný skip en þeir hafa tilkynnt um
smíði á enn stærri skipum.
Tveimur mánuðum áður en stærsta
skemmtiferðaskip heimsins var sjósett,
Freedom of the Seas, gerði eigandi þess
RCCL samning um smíði á enn stærra
skipi sem verður af svokallaðri Grenesis
gerð. Skipið verður 43% stærra en
Freedom gerðin sem smíðuð verða þrjú
skip af. Það fyrsta fær innan árs systur-
skipið, Liberty of the Seas, í samflot sem
stærstu skemmtiferðaskip heims og það
þriðja verður tilbúið í apríl 2008. Þá verð-
ur stutt í að nýi risinn verði tilbúinn en
hann á að afhendast
um risa ætlað að vera í siglingum í
Austursjó, i leigu hjá Sovcomflot en aðal-
farmar skipsins verður hráolía frá
Finnska flóanum til hafna á meginlandi
Evrópu.
Erfinginn
Minningin um skipakónginn, Aristotele
Onassis, er mjög tekin að fölna enda
nokkuð umliðið síðan hann lést. Dóttir
hans erfði skipafélagið en hún féll frá
langt fyrir aldur fram enda hafði líf henn-
ar ekki verið neinn dans á rósum. Hún
hafði gifst rússneskum manni og átti með
honum eina dóttur, Athina Roussel, sem
tók í arf auðæfi afa síns, án þess þó að
hafa til þess aldur eða getu að stjórna fyr-
irtæki Onassis heitins. Var þvi afráðið að
stofna félag um eigur stúlkunnar enda
margir sem ásældust milljarðana hennar,
þar með talinn faðir hennar. Á þessu ári
náði Athina 21 árs aldri sem gerir hana
að fullu forráða. Ekki er þó talið að hún
taki völdin í fyrirtæki sínu og stjórni líkt
og afi hennar gerði. Þykir hún ekki efni-
legur skipakóngur þrátt fyrir að eiga 13
risaolíuskip og sex stórflutningaskip enda
snúast áhugamál hennar eingöngu um
hestamennsku og það á háu stigi að því
er kunnugir segja. Ef einhverjir rúmlega
tvitugir hestaáhugamenn eru að leita sér
að maka þá mun hún víst vera á lausu.
árið 2009. Genesis
skipið verður 360
metra langt, 220
þúsund tonn að
stærð og með pláss
fyrir 5400 farþega.
Mesta hæð skipsins
verða 65 metrar en
hæðin er að verða
helsti hemillinn á
stærð skemmti-
ferðaskipa þar sem
víða þarf að fara
undir brýr í helstu
viðkomuhöfnum
þeirra.
cfón Bergson eKf-
Klettháls 15-110 Reykjavík
Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944
Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is
B00TS BUILTT0 LAST
44 - Sjómannablaðið Víkingur