Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 41
Lýður Guðmundsson lojtskeytamaður með afadrengina sína, Lýð og Ágúst,
um borð i Þór drið 1972.
Guðjón Ármann sestur við skrifborð en hann var lengi starfsmannastjóri hjá
Gœslunni.
þegar kom upp undir ísland. Eina nótlina
rumskuðu rnenn við helvíti mikinn hvell,
líkastan byssuskoti úr öflugu vopni.
Dráttarvírinn hafði þá skorið pollann í
sundur og hann rokið upp i loft eins og
fallbyssukúla. Við gerðum ekkert frekar í
þessu. Treystum þvi að spilið myndi
halda sem það og gerði.
Heldurðu að þú finnir skipið aftur?
Eitt af skemmtilegri verkefnum okkar
var að flækjast með pólitíkusa á milli
staða. Það var oft eins og einn allsherjar
kabarett að hafa þá um borð, Eystein
Jónsson, Sverri Hermannsson, Lúðvik
Jósepsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og
fleiri. Eysteinn kunni sögur í hundraðavís,
Sverrir líka og ótrúlega gaman að hlusta á
þá þegar þeir komu upp í brú og reiltu af
sér brandarana.
Stundum gátum við notfært okkur
þessa aðstöðu líkt og þegar við kusum
eitt sinn utankjörstaðar á Borgarfirði
eystri. Hreppstjórinn á staðnum átli
heima í gömlu timburhúsi og þangað
fórum við að kjósa og mér er það minnis-
stætt að allir veggir voru þar þaktir
Kjarvalsmálverkum. Málið vandaðist hins
vegar þegar við ætluðum að skila kjör-
seðlinum af okkur. Pað stóð nefnilega
upp á kjósendur að koma þeim á réttan
stað. Yfir þessu kvörtuðum við sáran við
þingmennina, sem með okkur voru, og á
endanum vildu þeir allir taka af okkur
atkvæðin og koma þeim í réttar hendur.
Þeim datt hins vegar ekki í hug að láta
breyta fyrirkomulaginu.
Eitt sinn sem fór Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra með okkur og kona
bans, Sigríður Björnsdóttir og einnig
Ellert B. Schram og frú. Þetta var eflaust í
sambandi við eitthvað pólitískt vafstur.
Bjarni vildi ekki láta hafa neitl fyrir sér
en orðaði það samt við Guðmund
Kjærnested að sig hefði alltaf langað í
Hornvik.
Þegar við sigldum þar hjá var
Guðmundur ekkerl að tvínóna við hlut-
ina en lagði skipinu við festar. Ég var
settur á gúmnn'tuðruna og farþegunum
hjálpað um borð. Svo var brunað í land
þar sem hjónin létu langþráðan draum
rætast unt að ganga innan um fimm
metra háa hvönnina og skoða eyðibýli.
Þegar þau kornu ofan í fjöruna aftur var
komin svarta þoka svo sá ekki handa
sinna skil. Ég lét strákana ýta frá, set mót-
orinn í gang og keyri rólega af stað. Þá
segir Bjarni á sinn hægláta hátt: Heldurðu
að þú finnir nokkuð skipið aftur?
En þá byrjuðu þeir að flauta á Ægi og
við keyrðum á hljóðið.
Svo var ferðinni haldið áfram en Bjarni
sýndi öllu áhuga um borð og kom oft í
brúna og var þá að skoða tæki og tól.
Hann hafði sérstakan áhuga á radarnum
og vildi fá að vita hversu langt við gætum
séð í honum.
Á Siglufirði fóru farþegarnir i land. Við
vorum enn í þessunr sama túr þegar kall-
að var eftir þyrlunni, sem þá var um borð
hjá okkur, vegna eldsvoða sem hafði
orðið á Þingvöllum. Bjarni, Sigríður, eig-
inkona hans, og dóttursonur höfðu farist
í þeim eldi. Fréttin kom sem reiðarslag
fyrir okkur sem vorum svo nýlega búnir
að umgangast þau hjón og hæla þeim á
hvert reipi fyrir hversu góðir og þægilegir
farþegar þau höfðu verið.
F æðingarlæknir
Ég get þakkað það sambandslausum
loftskeytamanni að ég varð ekki fæðing-
arlæknir. Við lágum inni á Berufirði á Þór
og höfðum eytt deginum í að skrapa og
mála. Þegar liðið er á daginn heyrum við
dauft píp i græjunum og köllum í loft-
skeytanranninn, sem var Lýður Guðmunds-
son, afi þeirra Bakkavararbræðra Lýðs og
Ágústs sem gera það gott í fjármálaheim-
inum í dag.
Þegar Lýður hyggur að þessu kemur í ljós
að Nesradíó er að kalla og loflskeytamenn-
irnir þar orðnir alveg arfavitlausir: Hvar í
andskotanum hafið þið verið, við erum
búnir að kalla á ykkur síðan tvö í dag? Það
er kona í bamsnauð á Fáskrúðsfirði.
Við rjúkum til og setjum allt á fullt og
kapteinninn segir mér að gera sjúkrastof-
una klára en það fylgdi stýrimannsstöð-
unni að vera einnig skipslæknir. Þegar
við komum að bryggju á Fáskrúðsfirði
kemur þar rússajeppi. Ökumaðurinn
snarast út og spyr hvort við séum ekki
með sjúkrabörur.
Jú, við hendum þeim inn í jeppann og
hann brunar af stað upp hlíðina en við
fylgjumst með ljósunum frá bílnum. I
miðri hliðinni stoppar hann. Svo gerist
ekkert í svolitla stund en þá er jeppanum
snúið við og hann kernur á blússandi ferð
niður brekkuna.
Ekki keyra þeir svona með konuna,
komna á steypirinn, hugsa ég.
En þá hafði konan verið að eiga og ég því
rétt sloppið við að gerast fæðingarlæknir.
Þá fór ég til Lýðs vinar mins og þakkaði
honum kærlega fyrir að vera með græj-
urnar svona illa stilllar.
Stundum á vorin brugðum við okkur á
skytterí. Einhverju sinni lágum við undir
Látrabjargi þegar Gunnari Ólafssyni skip-
herra datt í hug að fara á skytterí.
Gúmmíbáturinn er gerður klár og Guðni
Skúlason loftskeytamaður fer með honum.
Gunnar, sem var feitur og þungur á
sér, tekur aðra árina sem var í bátnum,
leggur hana þvert yfir lil að sitja á.
Þannig ætlar hann að gera sig stöðugri
til miðunar. Svo sigla þeir rólega áfram
og Gunnar gefur fyrirmæli í gríð og erg
og verður sífellt æstari en hann var
örgeðja að upplagi. Svo eru þeir að kom-
ast í færi og kallinn er farinn að hossa
sér á árinni í æsingnum. Þá skyndi-lega
brotnar hún og hann steypist aftur fyrir
sig. Skotið ríður af og fer rétt yfir haus-
inn á Guðna sem situr i skutnum við
utanborðsvélina.
Með þessurn rnanni fer ég aldrei á skyt-
terí aftur, er það fyrsta sem loftskeyta-
nraðurinn segir þegar hann kemur aftur
um borð þungur á brún.
Sjómannablaðið Víkingur - 41