Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 37
Vélhermir.
Stúdent af Náttúrufræðibraut
Fjöltækniskóli íslands býður nám á
nýju tæknisviði; náttúrufræðibraut sem
kemur til með að gegna lykilhlulverki í
þróun og vexti skólans. Nátnið er bæði
verklegt og bóklegt og gagnast ncrnend-
um sem starfsnánr, sem leiðir lil atvinnu.
Að auki veitir það stúdentspróf af nátt-
úrufræðibraut og þar með réttindi til
áframhaldandi náms.
í fyrstu er boðið upp á vél-, raf- eða skips-
tækni innan náttúrufræðibrautar þar sem
nemendur slunda nám til undirbúnings
raungreinanámi 1 háskóla. Námið er sér-
sniðið að þörfum háskólanna með blöndu
af bóklegum greinum og tæknigreinum.
Stefnt er að því að nemendur geti útskrifast
með vélstjórnarpróf 2. stigs, samhliða stúd-
entsprófi af náttúrufræðibraut. Sérstök
áhersla verður lögð á undirbúning undir
háskólanám í tækni- og verkfræði.
Fram lil þessa hafa flestir nemendur úr
grunnskóla valið að fara í framhaldsskóla
og ljúka þaðan stúdcntsprófi, en hafa
ekki gert sér grein fyrir þvi að það er líka
mögulegt að fara beinl i vélstjórnarnám
að loknu grunnskólanámi og halda síðan
áfram í tækninátni eða fara í raungreinar
í háskóla, t.d. véla- eða rafmagnsverk-
fræði. Staðreyndin er sú að nemendur
sem fara þessa leið í gegnum skólakerfið
og í háskóla standa mjög vel að vígi og
hafa ákveðið forskol á þá samnemendur
í háskóla sem eru með hefðbundið stúd-
entspróf. Það virðist vera orðið nokkuð
gróið í þjóðarsálina að stúdentsprófið
sé nauðsynlegur farmiði út í lífið. Vorið
2005 útskrifaði Fjöltækniskólinn í annað
sinn 4. stigs nemendur vélstjórnar sem
stúdenta samhliða hefðbundinni útskrift
vélsljórnar.
Gæðakerfi ISO 9000
Fjöltækniskóli íslands fékk gæðavott-
un samkvæmt ISO 9001 í febrúar 2005
og er fyrsti framhaldsskólinn á land-
inu til að öðlast formlega gæðavottun.
Fjöltækniskólinn hefur frá upphafi
reksturs skólans unnið að hönnun og
innleiðingu gæðastjórnunar samkvæmt
ÍSO 9001 staðli og er það gert að kröfu
IMO, Alþjóða siglingamálastofnunarinn-
ar. Vottað gæðakerfi er skilyrði þess að
íslensk atvinnuskírteini séu viðurkennd
erlendis og að Siglingastofnun hafi hcinr-
ild til útgáfu alþjóðaskírteina á grundvelli
Islenskrar menntunar á þessum sviðum.
Áhrif vottunar á innra starf skól-
ans hafa verið mjög mikil og leitt af sér
töluverðar breytingar og er ljóst að starfið
er mun skipulegra og gegnsærra eftir
en áður. Aðrir skólar hafa sótt í smiðju
Fjöltækniskólans og eru að taka upp hluta
þessa sérhannaða gæðakerfis skólans.
Slysavarnaskóli sjómanna hefur einnig
hlotið gæðavottun ISO 9001.
Aðbúnaður í skólanum
Miklar breytingar hafa átt sér stað í
aðbúnaði og tækjabúnaði Fjöltækni-
skólans og hefur gagnger endurnýjun
tölvubúnaðar og skjávarpa í skólanum
átt sér stað, auk endurbóta á ýmiskonar
aðstöðu og búnaði. Ber þar hæst end-
urnýjun herma skólans sem fram fór
sumarið 2004.
Tæknimál 1 kennsluumhverfi skólans
eru í stöðugri þróun og sífellt unnið að
eflingu tölvutækni í kennslu bæði hvað
varðar kennara og nemendur.
Varðskipsbraut
Á vorönn 2006 er boðið upp á kennslu
á 4. stigi skipstjórnar - varðskipsdeild en
útskrifaðir nemendur 4. stigs bæta við sig
réttindum skipherra á varðskip. 4. stigið
er í boði á nokkurra ára fresti og þá í
samvinnu við Landhelgisgæsluna en allir
sem lokið hafa 3. stigi skipstjórnar geta
skráð sig til 4. stigs.
Unnið hefur verið að aðlögun og end-
urskoðun námsins á liðnum mánuðum
og varð nokkur breyting á náminu frá
því sem síðast var kennt.
Gert er ráð fyrir að Varðskipsbrautin
verði aflur í boði vorönn 2007.
Viðbótarnám í rafvirkjun
Nemendum skólans sem ljúka 4. stigi
vélstjórnar hefur á slðustu önnum verið
boðið að taka fagbóklegt nám til sveins-
próf rafvirkjunar í samræmi við reglur
ráðuneytisins þar um.
Þetta viðbótarnám gerir nemendum
kleift að þreyta sveinspróf í rafvirkjun og
öðlast almenn réttindi rafvirkja að loknu
slarfsnámi og sveinsprófi.
Mikil verðmæti felast í því fyrir vél-
stjóra að geta samhliða nárninu lokið
nárni til réttinda rafvirkja ásamt því að
geta einnig fengið réttindi vélfræðings að
afloknum námssamningi og sveinsprófi
vélvirkjunar/ eða málmiðnaðargreina.
Menntun sem færir nemanda tækifæri
til þrefaldra réttinda að undangengnu
nárni í skóla og á vinnustað, þ.e. réttindi
vélstjóra, vélfræðings og rafvirkja hlýtur
að teljast verðmætt og gerir vélsljórn-
arnámið einstakt í sinni röð.
Endurmenntun
Fjöltækniskóli íslands býður öfluga
endurmenntun og hefur fjöldi nám-
skeiða verið haldin undanfarin ár.
Gerður var samningur við Sjómennt urn
endurmenntun starfandi undirmanna
á sjó og er sjóðurinn nú í umsjón
Fjöltækniskólans.
Nokkur ný námskeið hafa litið dagsins
ljós á síðasta ári. Þar ber hæst námskeiðin
um endurnýjun skipsljórnarréltinda og
annað um cndurnýjun vélstjórnarrétt-
inda þar sem þeir, sem ekki hafa nægjan-
legan siglingatíma til að viðhalda fullurn
réttindum geta sótl 3ja daga námskeið til
endurnýjunar á réttindum sínum.
Að lokum
Það er von stjórnenda Fjöltækniskólans
að skólinn sé í stöðugri þróun í samræmi
við þá stefnu sem lagt var upp með og að
hann sé á góðri leið með að verða öflugur
starfsnámsskóli sem fullnægi þörfum
atvinnulífsins til færni og þekkingar.
Hlutverk skóla er að þjóna viðskipta-
vinum sínum sem best; annarsvegar þeint
sent verða þjónustunnar aðnjótandi, þ.e.
nemendum, og hinsvegar atvinnulífinu
sem ræður nemendur skólans til starfa.
Sjómannablaðið Víkingur - 37