Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 43
með ferjunni Stena Adventure og drukkið
nokkuð ótæpilega. Datl þeim þá í hug að
skoða björgunarbúnað skipsins, væntan-
lega vegna áhyggja um hvort nægjanlegur
fjöldi báta væri um borð. Eflaust hefur
þeim þá orðið hugsað til Titanic.
Litlu siðar tilkynnti aðvífandi skip strand-
gæslunni og sljómendum Stena Adventure
að búið væri að sjósetja einn björgunarbát
feijunnar. Þegar áhöfnin kannaði málið kom
í ljós að Bretamir vom einnig búnir að
skemma fjöldann allan af björgunarbátum
skipsins en þeim hafði einungis lekisl að sjó-
setja einn þeirra. Ekki er vitað hvað vakti
fyrir þeim en nú eiga þeir yfir höfði sér fang-
elsisdóm og fjárkröfur þar sem þeir ógnuðu
alvarlega öryggi annarra farþega og áhafnar
ferjunnar með athæfi slnu.
Meira fyllirí
Það var dag einn á siglingaleiðinni milli
Stokkhólms og Elelsinki sem ferja ein
varð fyrir því að straumur fór af miklum
hluta skipsins þar sent skipið var á fullri
ferð. Vélstjórar skipsins tóku þegar að
glíma við vandann og fundu þá ofurölvi
Svía sem hafði komist inn i rými þar sem
rafmagnstengiskápar voru staðsettir. Það
átti vitaskuld að vera læst en var það ein-
hverra hluta vegna ekki í þetta sinn.
Umræddur farþegi hafði rambað fullur
þangað inn og tekist, án þess að skaða
sjálfan sig, að eyðileggja rafmagnstöflu
með þessum afleiðingum. Með kófdrukkna
Svíann í huga voru öryggisráðstafanir í
ferjum á þessari siglingaleið hertar mjög
enda óttast menn fátt meira um þessar
mundir en allsgáða hryðjuverkamenn.
Svíans bíður dómur fyrir athæfið.
Hremmingar
Meira skal sagl af
hremmingum farþega-
skipa.
Skemmtiferðaskipið
Crown Princess, sem er
113 þúsund tonn að
stærð, fékk unt ntiðjan
júlí s.l. skyndilega halla
upp á 38° þar sem skipið
var að sigla út úr höfn-
inni í Port Canaveral í
Flórída. Um borð voru
4.300 farþegar og áhöfn
en 240 þeirra urðu fyrir
slysum við þennan
skyndilega halla skips-
ins. Við rannsókn kom
fram að ekki var um
bilun í stýrisbúnaði
skipsins að ræða heldur
voru það mannleg mis-
tök sem urðu þess
valdandi að skipið fékk
þennan mikla halla.
Þetta mun vist ekki vera
í fyrsta skipti sem slíkur
atburður gerist í tengslum við skemmti-
ferðaskip en árið 2001 slösuðust 70
manns um borð í skemmtiferðaskipinu
Norwegian Sky þegar það fékk mikinn
halla við svipaðar aðstæður.
Hótanir
Það urðu heldur betur læti og aðgerðir
settar í gang í höfninni Hueneme í suður-
hluta Kaliforníu fyrr í sumar. Verið var að
losa frystiskipið Wild Lotus þegar hafnar-
verkamenn ráku augun í lexta sem skrif-
aður var með tússi á þil lestar skipsins.
Þar stóð, „This nitro is for you Mr. George
W Bush and your Jewish cronies.“
Strandgæslunni var samstundis gert við-
vart sem og hafnaryfirvöldum sem rýmdu
skipið snarlega og lokuðu höfninni. Bæði
Strandgæslan og FBl rannsökuðu skipið
hátt og lágt en engar sprengjur fundust.
Áhöfn skipsins er ekki grunuð um að hafa
skrifað þessi orð á lestarþilið.
Bætir gæðin
Það er ekki víst að allir þeir sem eru að
skoða vínföng í áfengisverslunum hafi
áttað sig á því hvers konar áfengi norska
Linje Aquavil er í raun og veru. Þannig
er að við bruggun á þessu kartöfluáfengi
þá er það sett í viðartunnur úr sérstakri
sherry eik. Síðan er þessu öllu saman
siglt til Ástralíu og til baka aftur. Sagt er
að veltingur skipsins, hitastigið og ferða-
lagið yfir miðbaug jarðar bæti svo um
munar gæði áfengisins. Fari áfengið aftur
á rnóti fjórum sinnum yfir miðbaug þá sé
það í alveg sérstökum klassa hvað bragð-
ið varðar. Sá sem þetta ritar hefur að vísu
ekki prófað þennan norska mjöð og getur
því ekki um dæml.
Ekki þykir milljóneranum Lakshmi
Mittal þetta trúverðugt en hann er að láta
byggja fyrir sig risaskemmtisnekkju hjá
Blohm + Voss í Þýskalandi og samkvæmt
fréttum hefur hann litla trú á að veltingur
bæti gæðin. í snekkjunni sem talið er að
muni kosta um 120 milljón pund á að
vera „vinkjallari“ sem á að vera á ram-
böldum sem draga úr veltuáhrifum skips-
ins svo að það hafi ekki áhrif á gæði víns-
ins sem hann ætlar að gutla í eða að
bjóða vinum og vandamönnum upp á.
Hann gæti eflausl sparað fullt af pening-
um með þvi að segja vinum og vanda-
rnönnum söguna af norska línuákavítinu,
nefnilega að veltingur bæti gæðin en ekki
öfugt.
Létu vita
Skipstjóra á tyrknesku stórflutninga-
skipi sem kom til hafnar í Portland í
Oregon fylki í Bandaríkjunum í júní s.l.
hefur verið bannað að koma til banda-
rískra hafna í sex mánuði. Ástæða
bannsins er að hann var ölvaður við
stjórn skipsins, H Hasan Yardim, sem er
41 þúsund tonn að stærð, þegar
Strandgæslan kom í heimsókn eftir að
þrír skipverjar höfðu haft samband og til-
kynnt um ástand skipstjórans.
Skipstjórinn Merih Dorbek, sem er 54
ára, viðurkenndi fyrir dómi að hafa verið
ölvaður og auk 6 mánaða bannsins varð
hann að borga 1000 dollara sekt og 25
dollara umsýslugjald.
Rusl og úrgangur
Evrópuráðið hefur ákveðið að stefna
fimm af aðildarríkjum sínum þar sem þau
hafa ekki uppfyllt ákvæði lilskipunar unt
móttöku á rusli og farmúrgangi frá skip-
um í höfnum sínum. Ríkin sem um
Sjómannablaðið Víkingur - 43