Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 38
Sigling um Netið í umsjón Hilmars Snorrasonar Tíminn er fljótur að líða, sumarið horfið og haustið tekið við. Þá eigum við oftar lausar stundir fyrir framan tölvuna þegar veðrið gefur ekki tilefni til útiveru. Heimasíður eru þvi tilvalið tækifæri til að auka þekkingu sína og hugsanlega að skipuleggja komandi vetrar- eða sumar- leyfi. Fyrsta síðan okkar verður hugsan- lega aðdráttarafl næstu ferðar til Bandarikjanna. Síðan á slóðinni www.titanic- branson.com er eins og slóðin bendir á tengd hinu fræga skipi Titanic. Eins og ein- hverntíma hefur verið sagt þá er allt til í henni stóru Ameríku en hér hafa menn lagt í að byggja eftirlíkingu af þessu fræga skipi. Reyndar er hún ekki í fullri stærð en þó þriðjungur þess sem fyr- irmyndin var. Á þessari síðu er hægt að sjá hvernig þeir hafa endurgert ákveðna hluta skipsins og furðulegt nokk, skapað skemmtanaumhverfi um safnið. Með skipinu fórust 1500 manns og því erfitt að sjá hvernig slíkur atburður geti verið sett- ur upp í ljóma. En þetta er hún Ameríka. Hægt er að panta t.a.m. brúðkaup á staðn- um og kostar það litla 2500 dollara timinn og lágmarkstími eru fjórir klukkutímar. Næst förum við yfir til Frakklands. Þótt franska sé nú ekki beint almennt töluð meðal landans þá má alltaf skoða mynd- irnar. Á slóðinni www.marines-editions.fr hefur franskt útgáfufyrirtækið Marines Editions heimasíðu sína. Þetta fyrirtæki sérhæfir sig í bóka- og blaðaútgáfu á vett- vangi sjómennsku. Gefa þeir meðal ann- ars út blöðin Marines og Navires, auk mikils fjölda áhugaverðra bóka. Titlarnir eru eflaust vel um hundrað og kennir þar margra grasa. Þrátt fyrir að frönskukunn- átta þess sem þetta ritar nái ekki fimm orðum eru bækurnar að sjá hinar mestu gersemar og greinilega mikið í þær lagt. Fyrir skömmu var tæplega 52% í Nesskipum selt norsku útgerðinni Wilson en alls voru 11 skip í eigu skipafélagsins að hluta eða öllu leyti. Á slóðinni www. wilsonship.no er að finna upplýsingar um þennan nýja meirihluta eiganda í Nesskipum og þar má lesa fréttir af því hvað er að gerast hjá útgerðinni. Til að mynda á fréttasíðu þeirra má sjá að tank- skipin Freyja og Frigg (ex Kyndill) hafa verið seld frá fyrirtækinu. Á síðunni má lesa sögu útgerðarinnar en hún er saman- sett úr tveimur norskum útgerðum, Paal Wilson ogjebsen, en um þetta getið þið fræðst enn betur á stðunni. Ég vil þó ekki hlaupa frá þessari slðu án þess að hæla höf- undum hennar fyrir afskaplega glögga fram- setningu staðreynda um flutninga félagsins. Farna er sett upp á mjög skemmtilegan hátt hvemig flutn- ingshlutfall skip- anna er á ein- stökum förmum, fjöldi viðkomu- hafna, tonnahlut- fall skipa og flutningsmagn á milli ára. Lengi vel hafa kaupskip verið í eigu eins aðila en allt annar aðili séð um útgerð og / eða mönn- un þeirra. Eitt er það fýrirtæki sem hefur frekar öðmm tengst íslenskri útgerð en það er Oester-reichischer Lloyd sem er að finna á slóðinni www.oelsm.com. Þar er meðal ann- ars að finna skip sem sögð vom í eigu Nesskipa þegar tilkynnt var um söluna til Wilson. Má þar skoða t.d. Wilson Muuga, Wilson Hook, Wilson Hull og Wilson Trent en öll þessi skip em í eigu Nesskipa sam- kvæmt tilkynningu frá Wilson. Nú er um að gera að skoða þessi skip. Ef við viljum nota veturinn til að mennta okkur þá eru margir möguleikar á netinu. Við ætlum að skoða síðuna www.Iloydsma- ritimeacademy.com þar sem hægt er að fara í fjarnám í málefnum sem tengjast útgerð- arrekstri. Um er að ræða Diploma nám og einnig er að finna á síðunni fréttir og fjöldan allan af áhugaverðum fróðleik. Það er Lloyds Maritime Academy, sem er hluti af Lloyds List, sem hér er til hýsingar. Það er kannski bara best að vera ekkert að því að fara í skóla heldur bara leika sér í tölvunni. Á www.shipsim-secure.com er að finna stórskemmtilegan leik en sá heitir Ship Simulator 2006. Ellaust minnast margir les- endur flugleiksins, Flight Simulator, en nú er loksins komin skipaleikurinn. Nú geta allir gerst skipstjórar og fengið hin ýmsu verkefni að leysa úr. Allt frá stórum gámaskipum og niður í keppnishraðbáta og mönnum er gert að leysa þrautir innan hafnarsvæðis Rotterdam og Hamborgar. Einnig gefast verkefni á sólareyjum á Phi Phi á Fillipps- eyjum sem er eflaust paradís allra sem slíka drauma eiga. Ekki spillir fyrir að hægt er að æfa sig í að sigla ekki ómerkara skipi en Titanic en reyndar við allt aðrar aðstæður en Smith skipstjóri glímdi við forðum. Hægt er að kaupa leikinn á netinu. Fyrir unnendur her- og varðskipa er síðan sem þeir verða að skoða á slóðinni www.worldwarships.com en hér hefur áhugamaður safnað óhemju af myndum af skipum um allan heirn. Auðvelt er að leita í þessu haug mynda en þær eru flokkaðar eftir þjóðfánum sem gerir þetta að enn skemmtilegri síðu. Enn vantar mikið upp á að safnið sé fullkomið og ef þú lesandi góður liggur á myndum af herskipum væri tilvalið að laka þátl í að sýna þau á netinu. Sjálfur hef ég látið síðueigandann hafa nokkrar myndir til að auka á gildi síðunnar. Nú skulum við snúa okkur að lúxuslifi og fara alla leið lil Finlands. Aker Group er þekkt fyrir smíði glæsilegustu og stærstu skemmtiferðaskipa heimsins. í pistli í Utan úr heimi má sjá umfjöllun um nýlegan samning sem gerður var við skipasmíða- stöðina um smíði á heimsins stærsta skemmtiferðaskipi. Slóðin www.akerfinny- ards.com leiðir okkur í heimsókn til skipa- smíðastöðvarinnar þar sem stálinu er breytt í glæst skemmliferðaskip. Þar getum við séð myndir af mörgum þeirra skipa sem stöðin hefur smíðað og lista yfir allar þær skipagerðir sem frá henni hafa komið. Lokasíðan að þessu sinni er nokkuð í samhengi við endalok vonandi sem flestra skipa. Upphaf allra skipa er í skipasmíðastöðvum en stór hluti þeirra enda síðan feril sinn á einhverri ströndu þar sem brotajárnskaupmenn hluta þau í sundur, brenna og bræða þannig að hægt sé að hefja smíði nýs skips. Alangströndin á lndlandi hefur verið end- astaður margra skipa en á slóðinni www. ashitshipping.com er hægt að skoða einn þeirra aðila sem eru í því að rífa skip. Þessi aðili hefur m.a. keypt hið aldna skip Blue Lady sem áður hét Norway og þar áður France. Á síðunni, sem reyndar er ekki mikið myndskreytt, má m.a. sjá nöfn fjölda skipa sem þessi aðili hefur rifið í gegnum árin. Þannig endum við að þessu sinni og vona ég að þessar síður vekji áhuga hjá einhvetjum lesendum og minni enn og aftur á að ef þið rekist á góðar síður sem þið viljið að aðrir lesendur Víkingsins viti af þá er að henda línu á netfangið iceship@hn.is. Góðar stundir. 38 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.