Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 8
Þór,jyrsta íslenska varðskipið, i heimsókn á Akureyri 1924. Skipið var þá í eigu Björgunarfélags Vestmannaeyja. Tveimur árum síðar, eða l.júlí 1926, tók
íslenska ríkið að sér rekstur skipsins og míðast stojndagur Landhelgisgæslu íslands við þann dag.
Þingeyinga, handsamaði togarann Oregon
frá Hull á Skjálfanda árið 1897 og færði
til hafnar á Húsavík. Tveimur árum síðar
reyndi Hannes Hafstein, sýslumaður
ísfirðinga, að leika afrek Þingeyinganna
eftir og taka togarann Royalist á Dýrafirði.
Sú för reyndist hins vegar feigðarflan og
fórust tveir menn af báti sýslumanns en
aðrir björguðust naumlega, þeirra á
meðal Hannes sjálfur. Lærdómurinn, sem
draga mátti af þessum hryggilega atburði
var sá, að á árabátum sínum ættu
íslendingar enga möguleika gegn togurunum.
Togaramenn áttu auðvelt með að forðast
handtöku, og þeir gátu hæglega sökkt árabát-
unum, ef þeim bauð svo við að horfa.
Vélvæðing íslenska bátaflotans hófst
undir árslok 1902 og aðeins fáeinum árum
síðar voru vélbátar komnir í flestar helstu
verstöðvar landsins. Þá batnaði mjög öll
aðstaða Islendinga til að taka þátt í vörn-
um landhelginnar og fiskimiðanna.
Vélbátarnir fóru miklu mun hraðar yfir en
árabátarnir, þeir voru liprir í snúningum
og þá mátti nota til að skjótast út að tog-
urum, sem voru að ólöglegum veiðum.
Bátsverjum var vitaskuld ekki ætlað að
taka togarana, en þeir gátu skráð nafn
þeirra og númer og komið hvorutveggja til
næsta yfirvalds, sem svo kom upplýsing-
unum áfram til foringja danska gæslu-
skipsins. Á grundvelli þessara upplýsinga
var svo hægt að kæra viðkomandi skip-
stjóra og dæma, ef til hans náðist.
Hugmyndir um að fara þannig að virð-
ast hafa kviknað á Suðurnesjum á árun-
um 1908 og 1909, en þá sóttu menn í
Keflavík um styrk til Stjórnarráðs íslands
til að gera út bát, er hafa ætti eftirlit með
fiskveiðum útlendinga. Hugmynd þeirra
var sú, að báturinn stundaði fiskveiðar,
en skráði nöfn og númer skipa, er skip-
verjar stæðu að ólöglegum veiðum.
Umsóknin hlaut ekki náð fyrir augum
stjórnvalda, en stjórnarráðið hét
Keflvíkingunum þó verðlaunum, ef þeim
tækist að koma upp um landhelgisbrot.
Nokkrum árum síðar, eða sumarið
1913, afréðu nágrannar Keflvíkinga í
Gerðahreppi að hefja eigin landhelgis-
gæslu, en þeir voru orðnir langþreyttir á
yfirgangi og netaskemmdum togara í
Garðsjó. í „Skýrslu yfir fiskifjelag íslands
1911-1912 og Fiskiþingið 1913” birtist
frásögn Þorsteins Gíslasonar á
Meiðastöðum i Garði af þessu framtaki.
Hún var svohljóðandi:
Á síðastliðnum vetri var haldinn
almennur málfundur í Gerðahreppi, til
þess að ræða vandræðamál þetta [yfir-
gang togara og netaskemmdirj.
Hreppsbúar höfðu svo oft kvartað til
landsstjórnarinnar um aukna gæslu á
landhelgissvæðinu, en þar sem hún hafði
ekki tök á neinni annarri aðstoð en þessu
eina varðskipi, er ekki getur alstaðar
verið, þá var á nefndum fundi afráðið að
fá mótorbát til eftirlits á landhelgissvæð-
inu þar syðra, og skyldi hann hafa hana á
hendi frá 1. apríl til ársloka þetta ár.
Þessu var svo komið í framkvæmd, og er
reynsla sú, er menn hafa þegar fengið af
þessu mjög gleðileg. Menn hafa getað
haft veiðarfæri sin í besta næði á hinum
fornu stöðvum sínum, og nú síðari hluta
júnímánaðar hafa menn lagt þorskanet
með miklum árangri. Frá 15.-26. degi
mánaðarins aflaðist í Gerðahreppi á 10
skip, 9640 af netaþorski, auk þess er
menn fengu þar samtímis á lóð og færi.
Mótorbátur sá er fenginn var, er vel
útbúinn og hefir góða ferð. Hann hefir
náð númeri á 5 botnvörpungum, er hafa
skotist inn fyrir landhelgislínuna og nást
að líkindum til sekta fyrir brot sitt, og
lítur út fyrir, að botnvörpungar hafi tölu-
verðan beyg af návist bátsins, þótt lítill
sje.
Enda þótt reynsla sú, sem fengin er, sje
stutt, þá er hún þó þess eðlis, að vjer
Garðmenn viljum ráðleggja hverju því
sjávarplássi, er á að sæta miklum ágangi
af hálfu botnvörpunga að viðhafa slika
aðferð sem íbúar Gerðahrepps, þar til
önnur betri ráð eru fengin.
Þessa útgerð má með réttu kalla upp-
haf íslenskrar landhelgisgæslu og vélbát-
inn Ágúst, sem annaðist gæsluna, fyrsta
íslenska gæsluskipið. Tilraunin gafst svo
vel, að á næstu árum veitti Fiskifélag
íslands umtalsverðum fjármunum til
hliðstæðrar útgerðar annars staðar. Þá
höfðu forystumenn Fiskifélagsins einnig
önnur og stærri áform á prjónunum, en
þegar heimsstyrjöldin fyrri braust út árið
1914, dró mjög úr sókn útlendra veiði-
skipa á íslandsmið. Þá dró úr þörfinni á
gæslu og þegar styrjöldinni lauk var þess
skammt að bíða, að stofnað yrði til
útgerðar eiginlegs varðskips á vegum
konungsríkisins íslands.
8 - Sjómannablaðið Víkingur