Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 16
Hér er hluti áhafnar Baldurs. Aftari rööfrá vinstri: Steinar Clausen, bátsmaður, Halldór B. Nellet, háseti, Friðrik Jóhannsson, viðvaningur, Ragnar Hauksson, háseti, Fremri röð frá vinstri: Hálfdan Henrysson, stýrimaður, Torfi Lúthersson, háseti, Pétur Pétursson, háseti, Theódór Hansen, háseti, Kristján P. Jónsson, stýrimaður. Myndin er tekin l.júní 1976 á Borgarfirði eystri sem Helgi Hallvarðsson var skipherra. Þetta var og er siður hjá Gæslunni að maður er ekki ráðinn á neitt ákveðið skip heldur notaður eftir því sem henta þykir, í landi, í lofti eða á sjó. Þó var það þannig að skipherramir fóru aldrei af stærra skipi á minna. Engum hefði til dæmis dottið i hug að bjóða Eiríki Kristóferssyni að fara á Þór eftir að Óðinn kom. Það hefði verið eins og brottrekstur. Því fór þó fjarri að Þór væri, þegar þarna var komið sögu, sama skipið og hann hafði verið þegar Gæslan fékk hann árið 1951, nýsmíðaðan frá Álaborg. Nýbúið var að skipta um báðar aðalvélamar í honum en þær gömlu höfðu verið ensk- ar, af Crosley-gerð, og reynst afar illa. Þær snemst aldrei heilan snúning og grunuðu sumir Bretana um að hafa átt eitthvað við þær. Aðrir sögðu að þær hefðu verið smíðaðar fyrir kafbáta og gætu því ekki gengið rétt i yfirborði sjávar. Nýju vélarnar voru hins vegar þrælgóð- ar og skipið gekk 17-18 mílur vand- kvæðalaust. Þetta varð líka hinn fjörugasti vetur (1973) því að Helgi var duglegur að hrekkja Bretana. Við áttum það til að laumast upp að þeim í skjóli myrkurs og hleypa af púðurskotum. Þetta fór í sálina á karlagreyjunum en við háðum taugastríð og ætluðum að vinna en við máttum ekki taka þá fyrir ólöglegar veiðar. Hin póli- tísku stjórnvöld bönnuðu það. Okkur var meinlega illa við að vera svona háðir fyrir- mælum einhverra pólitíkusa í Reykjavík en við þetta urðum við að búa. En eins og ég sagði, þá varð þetta engu að síður hinn líflegasti vetur. Við klippt- um aftan úr ófáum togurum og hleyptum oft af fallbyssunum. Eitt sinn fengum skipun um að hraða okkur sem mest við máttum suður á Selvogsbanka þar sem Árvakur ætti í vök að verast. Og mikið rétt. Þegar við komum á staðinn hafði Árvakri að vísu tekist að sleppa inn fyrir 12 mílurnar en ekki fyrr en Ásgrímur Ásgeirsson skipherra hafði látið skjóta úr rifflum á einn togarann. Helgi ákvað þegar í stað að Bretarnir ættu skilið refs- ingu og klippti aftan úr einum þeirra. Þá ærðust þeir öðru sinni þennan dag og ætluðu að sigla Þór niður. Eg var settur við fremri byssuna en Hermann Sigurðsson, sem var mjög kröftugur ungur maður og seinna lengi þyrluflug- maður hjá Gæslunni, við þá aftari. Við tókum þegar að hræða Bretana með púðurskotum en skyndilega klikkaði eitt- hvað í byssunni hjá Hermanni sem gerði sér þá lítið fyrir, greip skotið og lét það vaða yfir í brúargluggann á einum logar- anna sem var kominn alveg að Þór. Breski skipstjórinn hafði verið með hausinn úti en var fljótur að kippa honum inn þegar patrónan small í brúnni. Það var mikill hasar í loftinu, púður- skotin glumdu og ég heyrði illa fyrirskip- anirnar úr brúnni. Ég var búinn að hlaða byssuna með föstu skoti og hafði sett hana þvert á siglingastefnuna — en voru þeir að segja mér að skjóta eða hvað? Ég setti hendina að eyranu og færði mig nær brúnni til að heyra en þá hleypti byssan sjálf af og strókurinn gaus upp á milli togaranna. Mér var óneitanlega svolítið brugðið en um leið létt að kúlan hafði ekki hitt neinn Breta. Þetta var enn ein sönnun þess að byssurnar voru orðnar hættulega gamlar og skotfærin reyndar einnig. Sumarið eftir var á ég Albert sem var ekki nema 200 tonn og gekk aðeins tólf mílur eða svo. Skipherra var Þorvaldur Axelsson, síðar skóla- stjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Herskipin voru þá konrin á miðin. Vissulega var okkur illa við þau en þó var okkur enn ver við bresku dráttarbátana sem höfðu birst vet- urinn á undan. Þetta voru öflug skip senr gengu 16-17 mílur og skipstjórarnir ansi kræfir karlar. Eitt sinn þetta sumar vorum við staddir út af Horni í ágætu veðri og vorum að stugga við breskum tog- urum. Klippurnar voru til taks en þá birtist allt í einu einn þessara dráttarbáta, Statesman. Við áttum okkur enga undankomuleið og urðum að halda okkur í þegar hann rak stefnið i síðuna á okkur. Siðan bakkaði hann aðeins frá og sló rass- gatinu utan í bóginn á Albert sem var nánast eins og björgunarbátur við hliðina á þessu ferlíki. Stefnið á Statesman gnæfði yfir möstrin á Albert og ensku sjómennirnir, sem höfðu raðað sér við borðstokkinn, horfðu niður á okkur og glottu. Skilaboðin voru augljós: Hafið ykkur hæga eða þið fáið að snýta rauðu. Seinna þetta sama sumar vorum við fyrir austan land á Hvalbakssvæðinu. Við höfðum reynt að klippa en gekk ekki vel. Við héld- um þó áfram að reyna. Kristján Ámason var skipherra í þetta sinn en Sigurður Steinar Ketilsson annar stýrimaður. Við tókurn stefnuna á efnilegan tog- ara. Klippurnar héngu í skutnum, til- búnar til notkunar. Eitt augnablik var slegið af og klippurnar látnar fara. Síðan var sett á ferð aftur og menn biðu með öndina í hálsinum. Höfðu klippurn- ar náð að sökkva nógu djúpt? Jú, það kom smellur og vírinn spratt upp úr sjónum og strekktist. Klippurnar voru greinilega kræktar í togvír togarans. Nú var allt gefið í botn en okkur skorti afl og kannski líka þunga til að ná vírnum í sundur. Og þarna stóðum við í reip- eða víradrætti við togarann þegar Statesman birtist á öllu útopnuðu og augljóst að í þetta sinnið ællaði hann ekki að láta duga að skella í okkur rassinum. Nú álti að kynna okkur fyrir marbendlum og öðru því sem fannst á hafsbotni. Kristján gaf þegar í stað skipun um að höggva klippurnar lausar en það var hægara sagt en gert. Við byrjuðum með meitla og enduðum á að nota brunaaxir í jötunmóð. Ég held að það hafi aðallega verið fyrir dugnaðinn í Sigurðu Steinari að okkur tóksl réll í tíma að ná vírnum í sundur og forða okkur inn fyrir tólf mílurnar en það voru óskrifuð lög að Bretarnir eltu okkur yfirleitt ekki þangað inn fyrir. í 200 sjómílna stríðinu var togarinn Baldur tekinn í þjónustu Gæslunnar og reyndisl afskaplega vel. 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.