Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 6
Jón Þ. Þór
UPPHAF ISLENSKRAR
LANDHELGISGÆSLU
Enginn mun lengur mæla þvi í mót, að
fiskurinn í sjónum umhverfis landið sé -
eða hafi a.m.k. verið - mesta og verðmæt-
asta náttúruauðlind íslendinga. Af sjálfu
leiðir, að átök hafa löngum staðið um
nýtingu þessarar auðlindar. Þau stóðu
lengst á milli Islendinga og útlendinga,
sem öldum saman sóttu hingað til veiða á
stórum flotum fiskiskipa, tíðum einnig á
milli útlendinganna innbyrðis og á síð-
ustu árum einna helst á milli íslendinga
sjálfra.
Nýtingarréttur er þekkt hugtak í póli-
tiskri og hagfræðilegri orðræðu, en
sjaldnar er fjallað um annað hugtak, sem
kalla mætti nýtingargetu. Það snýst um
getu eða hæfni þjóðar, eða einhvers til-
tekins hóps einstaklinga, til að nýta þær
auðlindir, sem þeir hafa aðgang að, og
telja sig eiga með réttu. Nátengd nýting-
argetunni er svo getan til að helga sér
afnot af auðlindinni og verja hana fyrir
ágangi annarra. Um það hefur landhelgis-
gæsla við Island jafnan snúist, en hún
hefur tekið á sig ýmsar myndir í tímans
rás.
Þegar útlendingar (Englendingar) stefndu
fiskiskipum fyrst á íslandsmið á öndverðri
15. öld, var íslenskur sjávarútvegur þegar
orðinn umtalsverður atvinnuvegur og
íslensk skreið vel þekkt og eftirsótt vara á
evrópskum mörkuðum. Islenskir sjó-
menn og útvegsbændur höfðu fram til
þessa setið einir að nýtingu fiskimiðanna
við landið og þeir hvorki vildu né gátu
meinað útlendingunum aðgang að auðlind-
inni. Eina ráð þeirra til þess var að neita
Englendingunum um aðstöðu í landi, en
það gerðu þeir sjaldan. Viðskiptin við þá
voru landsmönnum hallkvæm, fiskurinn
í sjónum var almennt talinn guðs gjöf,
sem allir ættu rétt á, og menn vissu ekki
betur en að nóg væri af honum. Tilraunir
Danakonunga á miðöldum til að koma í
veg fyrir veiðar og fiskkaup Englendinga
hér á landi stöfuðu ekki af deilum um
nýtingu á auðlindinni. Þær miðuðu öðru
fremur að því að koma í veg fyrir að
utanríkisverslun íslendinga kæmist að
mestu í hendur Englendinga og að hindra
að þeir yrðu of áhrifaríkir hér á landi.
Líku máli gegndi er aðrar erlendar
þjóðir, einkum Hollendingar og Frakkar,
hófu veiðar að marki hér við land á 17.
Franskar skútur á Fáskrúðsjirði.
öld. Þeir stunduðu handfæraveiðar á þil-
skipum og sjaldan skarst i odda með
þeim og íslendingum. Þvert á móti voru
samskipti franskra og hollenskra sjómanna
við landsmenn yfirleitt góð og sjaldan eða
aldrei kom til árekstra vegna nýtingarrétt-
ar á auðlindinni. Hollendingar og Frakkar
voru að veiðum mun dýpra en
Islendingar, sem höfðu ekki getu til að
nýta nema grynnstu mið. Á 17. og 18. öld
reyndu Danir öðru hvoru að halda uppi
gæslu við strendur landsins, en hún var
öll í skötulíki og miðaði öðru fremur að
því að koma í veg fyrir að útlendingar
versluðu við landsmenn og drægju þannig
burst úr nefi danskra kaupmanna. Af
fiskinum í sjónum höfðu stjórnvöld litlar
áhyggjur, enda urðu veiðar íslendinga
ekki fyrir sjáanlegum skaða af völdum
útlendinganna. Hélst svo allt fram undir
lok 19. aldar.
Á siðasta áratug 19. aldar gjörbreyttust
aðstæður á íslandsmiðum nánast í einu
vetfangi, og þá kom í fyrsta skipti til veru-
legra átaka um nýtingarréttinn á miðun-
um. Árið 1889 reyndu bresk gufuskip
fyrst botnvörpuveiðar hér við land og á
næstu árum fjölgaði togurum, sem hér
stunduðu veiðar, ár frá ári. Ólíkt holl-
ensku og frönsku skútunum, voru togar-
arnir að veiðum inni á flóum og fjörðum,
oft uppi í harða
landi, og fyrir kom
að þeir strönduðu
með trollið úti.
Togaramenn stund-
uð veiðar á sömu
bleyðum og íslensk-
ir árabátasjómenn
höfðu sótt á um
aldir og skirrðust
ekki við að toga yfir
veiðarfæri þeirra. Þá
var þess skammt að
bíða, að í odda
skærist og kröfur
um gæslu landhelg-
innar urðu æ
háværari.
Dönsk stjórnvöld brugðust við með því
að senda til gæslu stærri, hraðskreiðari og
betur búin skip en áður, en það stoðaði
lítt. Gæsluskipin voru of fá og gátu með
engu móti haft hemil á hinum stóra tog-
araflola, þótt alltaf tækist þeim öðru
hverju að handsama einn og einn land-
helgisbrjót og færa til hafnar.
íslendingar höfðu fá úrræði lil að verja
sjálfir auðlindina fyrir ágangi togaranna
og fyrstu tilraunir þeirra í þá átt gáfust
misjafnlega. Frægt varð að vísu er
Steingrímur Jónsson, sýslumaður
Jóhann Pétur Jónsson,
fyrsti skipherra
Landhelgisgæslunnar,
varfæddur í maí
1887 að Lundi í
Lundareykjardal.
6 - Sjómannablaið Víkingur