Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 24
ef ekki hefði viljað svo heppilega til, að stefni hennar var stórlega laskað eftir fyrri ákeyrsluna, og svo kom höggið að þessu sinni örlítið framar á Tý en áður, þar sem skrokkur hans var dálítið sterk- ari. En svo mikið var höggið, að heita mátti að varðskipið legðist alveg eins mikið á hliðina og í fyrra skiptið. Af okkur, varðskipsmönnum, er það annars að segja, að fyrir okkur var ekkert annað að gera en að halda til hafnar og sleikja sár okkar, þar sem skipið var stór- skemmt. Hitt var meiri furða, að ekki skyldi neinn af skipshöfninni deyja eða slasast i þessari fautalegu morðtilraun. Því að auðvitað var þetta ekkert annað en gróf tilraun til manndrápa, þegar stærðar herskip reynir hvað eftir annað að sökkva margfalt minna skipi. Enda þótt um milliríkjadeilu væri að ræða. Mér er alveg sama. Þessi framkoma var á allan hátt óverjandi. Auðvitað vorum við allir nógu sjóvanir til þess að átta okkur á því, hví- lík stórhætta var hér á ferðinni. Við viss- um vel, að það var verið reyna að drepa okkur. Þessi reynsla fékk líka talsvert á okkur, ekki sízt eftir á, þegar slaknaði á spennunni. En við fórum nú samt út aftur, eins og ekkert hefði í skorizt, strax og búið var að gera við skipið! -Urðu ekki kærur og eftirmál eftir svona atburði? -Það voru víst oft einhverjar kærur í gangi, en maður frétti svo sem minnst af því. En ég man að okkur þótti stundum leiðinlegt, ef við vorum settir í “klippibann” - að mega ekki klippa, þegar okkur fannst ástæða til þess. Nú, það voru þá sjálfsagt ein- hverjar samningaumleitanir á döfinni og báðum hlutaðeigendum gert að halda að sér höndum á meðan. Því að vitanlega var upphaf og endir allra okkar mála á æðstu stöðum, - í Stjórnarráði íslands. -Nú hefur þú helgað Landhelgisgæzlu íslands krafta þina og verið á varðskipum í hart nær áratug, sem er óneitanlega umtalsverður hluti af starfsævi manns. Finnst þér að þessum tírna hafi verið vel varið, eða hefðir þú heldur viljað nota hann til einhvers annars, til dæmis að draga fisk úr sjó? -Ég sagði áðan, að þorskastríðið væri tírni, sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég sný ekki aftur með þá yfirlýsingu. Samslarfið við þessa góðu félaga, þar sem allir hjálpuðust að og stóðu saman eins , og einn maður, hvort sem vel gekk eða illa, og þá bezt. þegar mest þurfti með. Undur lífsins. Að finna, hversu óend- anlega dýrmætt lífið er, þegar maður hefur fyrir örskammri stund staðið í þeim sporum, að ekkert virtist framundan nema opinn dauðinn. Nei, af þessari reynslu hefði ég ekki viljað missa. i 24 - Sjómannablaðið Vfkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.