Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 29
Rætt var um DSC (Digital Self Call) í fjarskiptabúnaði skipa. Fram kom að DSC væri í þeim fjarskiptabúnaði (VFIF) sem verið er að selja en þetta virkar ekki hér við land í dag þar sem strandstöðv- arnar bjóða ekki þennan valkost. Fram kom að skipstjórnarmenn væru að slökkva á DSC þar sem mikið er urn að fölsk skeyti berist. Sagt var að NAVTEX virkaði illa í skip- um á hafsvæðinu austur af landinu og spurt hvort ekki eigi að korna þessu kerfi í lag. Fram kom að verið væri að hugleiða að nota senda í Færeyjum til að koma gögnunum til skipa á þessu hafsvæði. Bent var á að NAVTEX væri mikilvægt öryggistæki því að með því er hægt að senda upplýsingar og viðvaranir til skipa. Spurt var hvaða rök væru fyrir því að ekki séu kröfur unr að smábátasjómenn fari í öryggisfræðslu. Fram kom að líklega væri það vegna þess að þegar reglurnar voru settar var tiltölulega lítið um að vera á smábátunum en gera má ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar urn öryggis- fræðslu smábátasjómanna í framtíðinni. Grindavík Fundurinn í Grindavík var haldinn 1. febrúar 2006 í húsnæði björgunarsveitar- innar Þorbjarnar. Fundarstjóri var Sævar Gunnarsson formaður Sjömannasambands íslands. Fyrirlesarar af heimaslóð voru Gunnar Tómasson og Sigurbjörn Guðmundsson. Gunnar fjallaði urn öryggisstjórnunar- kerfi í fyrirlestri sínunr en útgerðin Þorbjörn Fiskanes hefur verið að innleiða slikt kerfi í skipum sínum og er í nokkr- um þeirra komin ára- löng reynsla á notkun kerfisins. Hann sagði frá hönnun kerfisins og undirbúningi að því að koma því á í skip- unum. Gunnar sagði alla vita að skipstjórinn og útgerðarmaðurinn eru ábyrgir fyrir öryggi í skipunum en markmið með öryggisstjórnun- arkerfinu er að dreifa ábyrgðinni þannig að öll áhöfnin taki þátt í öryggismálunum um borð. Kerfið byggist einkum á gátlistum sem notaðir eru við eftirlit með búnaði og öryggisþáltum skips. Gunnar sagði að fjöldi gátlisla og atriða sem þarf að skoða væri mismikill eftir um hvaða skip er að ræða en þau eru miklu fleiri í frystitogurunum en í línuskipunum. Einnig er útfærsla á gátlistum og fyrir- komulagi eftirlits mismunandi í skipun- um. Sumt er skoðað í hverri veiðiferð en annað á einhverra mánaða fresti. Það er ekki bara farið yfir björgunarbúnað og öryggistæki heldur alla aðra mikilvæga þætti urn borð tam. siglingatæki, fjar- skiplabúnað, skírteini, búnað til veiða, varahluti o.fl. Það segir sig sjálft að í stórum skipum eins og frystitogurum getur margt farið úrskeiðis og því rnikil- vægt að halda vel utanum hlutina. Fyrirkomulagið er þannig að i upphafi veiðiferða draga rnenn um gátlista sem þeir eiga að nota við eftirlit með öryggis- þáttum í það og það skiptið. Þannig eru þeir ekki alltaf að skoða sömu hlutina og læra því mun betur hvar allur öryggis- búnaður skipsins er staðsettur. Það gerir þetta öruggara og fjölbreyttara. Nýliðar fara einnig í gegnum ákveðið ferli við fræðsluna. Skipstjórinn fer yfir útfyllta gátlista og útgerðarstjóri fylgir því eftir að unnið sé samkvæmt öryggisstjórnunarkerfinu. Núna er þetta tölvugert og gátlistar sendir með tölvupósti á nokkra aðila þannig að allir vita hvað þarf að gera þ.e.a.s þeir sem að viðhaldi skipsins koma og sem sjá um að útvega hluti sem vantar um borð. Gunnar sýndi dærni um hvernig gátlisti leit út þegar verið var að byrja eftirlitið í einu skipinu en eftir tvær vikur voru engar athugasemdir gerðar. Núna korna fáar athugasemdir á hverjum lista en allt- af eitthvað. Þetla verður lil þess að hlut- irnir eru lagfærðir jöfnurn höndum og ekki er komið með langan athugasemda- lista rétt fyrir kornu skipaskoðunar- manna. Gunnar sagði að áhersla væri lögð á að öryggisstjórnunarkerfið næði einnig yfir hafnir því að slysin verða oft þar. Þá er áhugi á að koma upp gagnagrunni til að halda utanurn upplýsingar með það að markmiði að auka allt fyrirbyggjandi við- hald. í lokin sagði Gunnar frá bæklingum sem útgerðin er að gera fyrir sitt starfs- fólk. Sigurbjörn sagði í ræðu sinni m.a. frá hvernig staðið er að reglulegu öryggiseft- irliti í hans skipi. Hann sagði áhöfn skips- ins fara á mánaðar fresti yfir alla öryggis- þætti skipsins eftir ákveðnu kerfi, það felur í sér prófanir, að koma með athuga- semdir, lagfæra og að setja fram hug- myndir að leiðurn til úrbóta. „Eftirlitið fer þannig frarn að skipstjóri lætur stýrimenn vita hvenær skuli fara yfir öryggisbúnaðinn. Stýrimenn tala við vaktformenn og láta þá fá lista sér til- gerðan fyrir skipið þar sem allur örygg- isbúnaður er merktur skýrt og skil- merkilega inn á. Fara þeir svo með hásetum yfir búnaðinn og skrá á listann eftirfarandi: í lagi eða betrum bætur þ.e. ef þörf er á. Þegar þessu ferli er lokið fara skipstjóri og stýrimenn yfir listann og ræða tiltekin atriði. Þar á eftir er list- inn sendur með tölvupósti til útgerðar- stjóra sem heldur utan um skoðanirnar og ákveður hvort og hvenær lagfæringar fara fram. Með þessu móti er tryggt að allir skipsmenn séu uppfýstir og viti hvernig bregðast skuli við ef á reynir. Um leið og nýr maður byrjar á skipinu er hann leiddur í gegnum ferlið og Frá þyrluœfingu Gœslunnar. Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson Sjómannablaðið Víkingur - 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.