Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 30
Á Grindavíkurfundinum. Ljósm. Ingimundur Valgeirsson honum sýndur allur öryggisbúnaður sem skipið býr yfir.” Sigurbjörn sagði frá kostum þess að vera með AIS kerfi í skipum og taldi hann að skylda ætti þennan búnað í öllum skipum, stórum sem smáum. „Þetta tæki er alger bylting og býr yfir miklum möguleikum sem vert er að nýta til þess að auka öryggi skipa og sjó- manna.” Sigurbjöm lofaði vinnu Siglingastofnunar að gerð öldu- og straumspálíkana og sagði hana auka öryggi sjófarenda til muna. En til að nálgast þessi gögn verða menn að nettengjast og það geta flestir heima hjá sér og um borð í stærri skip- um. „Þó svo að lög og reglur segi til um hvaða kröfur séu gerðar til sjómanna og þess búnaðar sem skuli vera í skipum þá er ábyrgð skipstjóra og útgerðar niikil, á því er enginn vafi.” sagði Sigurbjörn. Hann sagði að erfitt sé í dag að fá reynda og hæfa réttindamenn í hásetastöðu til að leysa af í brú og í vél og ef verið er að ráða óhæfa menn þá rýrir það öryggi skipa og stefnir áhöfnum jafnvel í hættu. Sigurbjörn sagði að á meðan þetta ástand varir í mönnunarmálum þá eigi skipstjóri að geta tilnefnt reyndustu og hæfustu menn í áhöfn sinni til að gegna þessum aukahlutverkum. Hann sagðist telja að t.d. háseti með reynslu sé hæfari til að gegna þessum störfum en réttindamaður sem er með litla sem enga reynslu. „Sjálfur er ég ekki hlynntur undanþág- um, en eins og staðan er i dag þá verður að létta á undanþágum tímabundið. Það verður að treysta skipstjóra og útgerð fyrir öryggi skipa og skipsmanna.” Á Grindavíkurfundinum var mikil umræða og komið víða við. Því var hald- ið fram að skipstjórnarmenn hefðu ekkert gagn af upplýsingum um veður og sjólag á netinu ef ekki er aðgangur að þeim um borð í skipunum. Einnig var gagnrýndur hringlandaháttur i útsendingartíma veð- urfrétta á rásum Ríkisútvarpsins og að veðurviðvaranir til sjófarenda komist ekki til skila til smábátanna þótt þær séu send- ar út bæði á rás 16 og í útvarpi. Fram kom að hjá samgönguráðuneytinu sé hugmyndin sú að allir í landi og á sjó geti nálgast þessar upplýsingar um veður og sjólag sem eru á vef Siglingastofnunar. Áætlað er að markaðurinn leysi úr þessu að mestu en þar sem það er ekki gert þá mun ríkið koma að málinu. Bent var á að í fjarskiptaáætlun sé stefnt að þvi að bæta dreifingu sjónvarps- efnis til skipa á hafi úti. í dag er völ á tækni til að senda gögn og það eru eink- um stærri skipin sem hafa tækjabúnað til að taka við þeim en hann er almennt ekki til staðar í minni skipum. Fullyrt var að í sumum skipum væri slegið slöku við hlustun á rás 16 þrátt fyrir kröfur þar um. Spurt var: Hvað ræður því hjá Vaktstöð siglinga hvort þyrla eða björgunarbátur eru send eftir bát sem fallið hefur út úr sjálfvirku tilkynningarskyldunni (STK)? Fram kom að hjá Vaktstöð siglinga er unnið eftir ákveðnum verklagsreglum þar sem atvikum er skipt í ákveðin stig tam. þegar vaktmenn eru órólegir vegna báts þá er farið á athugunarstig og síðan neyð- arstig, en ef þrýst er á neyðarhnappinn þá er þyrlan strax kölluð út. Vaktstöðin hefur ekki nema 30 mín. frá því bátur dettur úr STK kerfinu þar til henni er skylt að kalla út björgunarlið. í umræðunum kom fram að erfitt sé orðið að manna fiskiskipin og að skortur sé á réttindamönnum með reynslu. Því þurfi að slaka á kröfum varðandi undan- þágur tam. væri staða 2. stýrimanns ekki lengur til nema að nafninu til þar sem hann starfar um borð eins og hver annar háseti. Sagt var að það væri áhyggjuefni varðandi menntun sjómanna hversu lítil aðsókn væri orðin að sjómannaskólanum þ.e. í skipstjórnar- og vélstjórnarnámið. Bent var á að það virðist ekki vera aðlað- andi lengur fyrir unga menn að starfa til sjós enda inargt annað í boði. Tekið var fram að vandamálið verði ekki leyst með undanþágum heldur verði að taka á þess- um málum í heild sinni og ef lausnin er tam. sumarskóli, fjarnám eða annað þá þarf að skoða þá hluti. Fram kom að oft hafi áhafnir skipa lít- inn tíma til að kenna nýjum mönnum öll vinnubrögð til sjós og því þurfi að vera til einhver sjómannakennsla í landi sem þessir menn geta sótt áður en þeir fara á sjó. Einnig er öryggisfræðslan nauðsynleg og þarft að fara reglulega á endurmennt- unarnámskeið í henni. Sagt var að aukinn þrýstingur sé á það að einn maður sé við stjórnun skips og vinda þegar fáir eru í áhöfn. Almennt séu þó tveir menn við þetta á stærri skipun- um en ekki á þeim ininni. Bent var á að samkvæmt gildandi reglum sé óheimilt að sami maður stjórni skipi og vindum sam- tímis. Gagnrýni kom á breytinguna sent gerð var á skipaskoðuninni og sagt að það hafi verið mikil afturför að færa skipaskoð- unina til einkarekinna skoðunarstofa. Sagt var að hjá skoðunarstofunum væru ör starfsmannaskipti sem leiði af sér lak- ari gæði á skoðuninni. Fram kom að upp- haflega hugmyndin hjá stjórnvöldum með færslu skipaskoðunarinnar til einka- rekinna skoðunarstöðva hafi verið að fækka skoðunaraðilum, gera eftirlitið skilvirkara og einfalda allt eftirlit í skip- unum. í dag, eflir um 2 ára reynslutíma, eru skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist en samgönguráðuneytið er að skoða reynsluna og athuga hvað má betur fara. Spurt var hvort skipaskoðunarferlið verði endurskoðað m.t.t. þess ef útgerðir taka upp öryggisstjórnunarkerfi í skipum sínum. Fram kom að hægt væri að taka undir að eigendur skipa hafi mestra hags- muna að gæta að skipaskoðunin sé í lagi og því er það til bóta ef eigendur og áhafnir viðhafa reglubundið eftirlit með ástandi skips og búnaðar þess. Hugsanlegt er að skoða hvort taka eigi tillit til þess þegar útgerðir viðhafa virkt eigið eftirlit í skipum sínum. 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.