Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 25
Þórir Haraldsson kennari íslenskir fiskar umsögn “Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt” kvað Tómas. Þetta er satt og rétt eins og allir vita og gildir auk þess um allt annað í umhverfi okkar. Fyrirbæri lifandi sem dauð og stór sem smá verða að eiga sitt nafn til að fá athygli. Þannig verður fiskur meira en réttur og sléttur fiskur ef hann hefur ákveðið tegund- arnafn. Þá fyrst verður ljóst hvorl tíðni hans í afla er að aukast eða rninnka en slíkt er væntanlega rnerki um aðrar breyt- ingar í náttúrunni sem geta skipt sköpum fyrir velsæld framtíðarinnar ef að menn kunna að lesa þær. Þannig verður hver þjóð að þekkja umhverfi sitt til að henni farnist vel. Bókaforlagið Vaka-Helgafell hefur ráðist í það stórvirki að gefa út glæsibókaflokk- inn: Alfræði Vöku-Helgafells, sem hjálpar fólki að átta sig á umhverfi sínu. Nýjasta bókin er um íslenska fiska og eru höf- undar fiskifræðingarnir Gunnar Jónsson ogjónbjörn Pálsson en Jón Baldur Hlíðberg myndskreytir. Bókin skiptist í tvo meginkafla. í þeim fyrri er fjallað almennt um fiskana, þróunarsögu þeirra og líffræði en í þeim síðari sem er meginhluti bókarinnar um einstaka fiskitegundir við ísland sem leljast nú um 340. Fyrri hlulinn, sá almenni er mikilvæg- ur inngangur ekki síst fyrir kennara sem eru stöðugt á hötlunum eftir aðgengilegu kennsluefni. Málfar er lipurt og hæfir ”fróðleiksfúsum almenningi” eins og gjarnan var svo fallega sagt í gamla daga. Helsta aðfinnsluefni mitt er að niynd- ir eru ekki nægilega vel tengdar texta. Auðvelt hefði t.d. verið að bæta skýring- um inn á rnyndir af stoðgrind og hjarta og gera greinilegri mynd af meltingarfær- um. Þá mættu orðaskýringar á blaðsíðum 30 og 31 vera fleiri. Ég sakna þarna orða eins og bolfiskur, gella og trjóna svo að dærni séu tekin . Svo er spurning hvort pétursskip sé egg skötu eða egghulstur? Að mínu mati hefði myndin góða á blaðsíð- utn 34 og 35 einnig átt að til- heyra fyrri hluta bókarinnar. Seinni hlutinn hefst á grein- utn um flokkun og ættir fiska. Þar sakna ég tilvísana í blað- síður frá ættargreinunum til meginmálsins aftar í bókinni. Slíkar lilvísanir auðvelduðu notkun bókarinnar. Textinn urn einstaka fiska er sem fyrr lipur og myndirnar fallegar og suniar hrein listaverk t.d. myndirnar af laxfiskunum á bls.116-123, en litur guðlaxins á bls. 152 kemur á óvart. Til bóta hefði verið að draga skýr- ar fram slærð fiskanna t.d. með sérstökum undirköflum eða rammagreinum. Væntanlega rnunu menn fyrst og fremst nota myndirnar ef þeir þurfa að átta sig á óþekktum fiskum, en í bókinni eru einnig grein- ingarlyklar til slíks. Þar finnst mér of oft gæta ónákvæmni. Það er t.d. ekki alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er dökkt eða Ijóst (bls.60), eða mjög langí og ekki mjög langt (bls.65). Svo að ekki sé talað urn muninn á í meðallagi stórt og venjulega frekar smátt (bls.116). Um lýrinn er sagt í greiningarlykli að sporður hans sé þver fyrir endann en miðað við myndina af honum er það umdeilanlegt. Á blaðsíðu 198 segir í greiningarlykli að veiðistöng trjónunefsins sé styttri en rúmlega lengd fisksins að sporði, sem er auðvitað eilítið fyndin fullyrðing. Útbreiðslukortin sem eru hluti af umfjöllun um hvern fisk eru ntjög fræð- andi og gefa auk þess vísbendingu utn hvaða breytingar geta orðið þar á ef hita- stig sjávar breytist. Þar getur verið vandi að draga réttar línur t.d. hafa Færeyjar dottið út í útbreiðslu hornsíla. Einnig hafa litir misfarist bagalega í ntyndum um norsku vorgotssíldina á bls.99. í bók sem er eins stór og þessi og sneisafull af fróðleik hljóta alltaf að vera misfellur eða atriði sem hver lesandi vildi að væri sett fram á annan hátt. Þó að hér hafi verið tínd lil nokkur atriði í samræmi við það er bókin í heild verulega glæsileg og höfundum sínum og útgefendum til mikils sótna og ætti að vera í öllum betri fiskiskipum landsins og þar sem sem fiskur og fiskveiðar eru til umræðu. Sjómannablaðið Víkingur - 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.