Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 46
Ragnar Hólm Ragnarsson
Að veiða menn
undir borðið
Stefán Hjaltested er flinkur fluguveiöimaður og kennir gjarnan öðrum þá list að kastaflugu. Hér egnir hannfyrir
bleikju i Hlíðarvatni í Selvogi.
Menn keppa í flestu og
stundum er meira að segja talað
um að duglegir drykkjusvolar
drekki hinn eða þennan undir
borðið. Einstaka sinnum heyrist
líka á tali veiðimanna að þeir
hafi veitt félaga sína undir borð-
ið, þ.e.a.s. veitt miklu mun
meira en þeir í hinum eða þess-
um veiðitúrnum.
Þetta hefur alltaf farið í taug-
arnar á mér. í mínum huga er
veiði persónulegt tómstunda-
gaman þar sem maðurinn er
einn með sjálfum sér og nátt-
úrunni. f>á keppir maður ekki
við neinn, nema þá helst silfr-
aðan lónbúann og sjálfan sig.
Það er sem sagt trú mín, og
flestra veiðifélaga minna, að
menn eigi að skilja keppnis-
skapið eftir heima þegar haldið
er til veiða.
En engin er regla án undan-
tekninga.
Ég sperri alltaf eyrun þegar
vinir mínir Bragi Guðbrandsson
og Stefán Bjarni Hjaltested fara
saman í veiði. Þá vil ég heyra
svæsnar sögur af því hvernig
þeir veiða hvor annan linnulaust undir
borðið, hlusta á þá fárast yfir því hversu
ófríðir fiskarnir séu sem félaginn dregur
og saka hvor annan um að húkka þá í
gotraufina eða eitthvað þaðan af verra.
Þegar Stefáni gengur vel þá segir hann að
nú sé Bragi í algjörum mínus en ef Bragi
nær einni bleikju á fluguna sína þá segist
hann gjarnan hafa mokveitt hana.
Steindautt en gaman
Þessir undarlegu bakkabræður voru
saman á silungasvæðinu í Vatnsdalsá nú á
dögunum. Vikurnar áður höfðu þeir
tuggið ofan í mig alls kyns sögur sem áttu
að sanna hversu slakur veiðimaður hinn
væri. Þeir stærðu sjálfa sig af ofurveiði,
létu þung orð falla um getuleysi félagans,
og um leið og Stefán sagði um Braga að
hann væri með fyrirtíðarkvíða, sagði
Bragi um Stefán að hann hefði gert sér
upp magakveisu til að komast hjá því að
verða niðurlægður í Vatnsdalnum. Síðan
féllust þeir í faðma og fóru skælbrosandi
saman í veiði.
En það er snúið að keppa um það hvor
borði meira úr tómri skál. Þegar Stefán og
Bragi mættu í Vatnsdalinn, hönd i hönd
en með leynivopnin falin í hverjunt vasa,
brá þeim heldur betur í brún. Hvernig er
hægt að keppa í veiði þar sem enga veiði
er að hafa?
Það hafði sem sagt lítið sem ekkert
veiðst á silungasvæðinu í Vatnsdalsá og
nú voru góð ráð dýr. Síðustu 14 daga
höfðu 14 silungar verið skráðir í veiði-
bókina en þó höfðu 9 veiðimenn staðið
þar gráir fyrir járnum yfir hverjum
drullupolli. Þetta var steindautt.
Stefán hringdi í mig þegar þeir komu
heim eftir þriggja daga úthald og reyndi af
öllum mætti að niðurlægja Braga. Tveimur
tímum seinna hringdi Bragi og sagði að
Stefán hefði eyðilagt fyrir sér túrinn.
Bragi hafði veitt þrjá laxa og einn stóran
sjóbirting. Stefán fékk einn lax og þrjár
bleikjur. Staðan var því jöfn, fjórir fiskar
gegn fjórum, því hér er það lalan sem gild-
ir, ekki stærð eða tegund fiskanna. Bragi
gerði hins vegar þau reginmistök, eins og
svo oft áður, að leyfa Stefáni að ala upp í
sér letina og flaka alla fiska þeirra félaga,
enda er sá síðarnefndi matreiðslumeistari
og vanur með hnífinn. Bragi treysti félag-
anum sem sagt fyrir afla sínum og því fór
sem fór. Þegar þeir ætluðu heim á leið
voru aðeins þrír laxar í pokanum hans
Braga, sjóbirtingurinn hafði gufað upp,
horfið eins og dögg fyrir sólu.
Þegar nánar var að gáð, fannst maðkét-
inn beinagarður í aðgerðarhúsinu, álíka
langur og birtingurinn hans Braga hafði
verið, og í sömu andrá sást Stefán Bjarni
Hjaltested hverfa skömmustulegur fyrir
horn með flökunarhnífinn sinn falinn
fyrir aftan bak.
46 - Sjómannablaðið Vfkingur