Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 15
Fallbyssuœfing á Þór. Faríð um borð i breskan togara. Varðskipsmenn voru ekki eingöngu í því að taka landhelgisbrjóta. Stundum stóðu þeir í vöruflutningum á afskekkta staði. Hér er Óðinn (1II), sem Gœslan eignaðist 1959, að brjótast í gegnum ís með ýmsan varning. Áríð er 1965. Þessi þjónusta við landsbyggð- ina er Hálfdani mjög minnisstceð. norður af Langanesi. Og svo kom að því að við gerðum okkur klára að skjóta. Ég teygði mig undir byssuna eftir skolhylk- inu og rétli Helga Hallvarðssyni, sem þá var fyrsti stýrimaður. Hann stakk þvi i hlaupið og svo var hleypt af. l’að var frost í lofti sem hefur kannski haft þau áhrif að byssan hafði ekki alltaf afl til að sprengja hvellheltuna. Hasarinn var mikill og Helga leiddisl þófið. Hann segir þá við mig: „Hálfdan, stattu hérna fyrir aftan byssuna og griptu skotin sem klikka og hentu þeim i sjóinn." Þetta mátli auðvitað ekki. Það urðu að líða minnst þrjár mínútur frá því að skot- ið mistókst og þangað til að við máttum eiga eitthvað við skothylkið. En Helgi, sem var afskaplega skemmtilegur yfir- maður og kátur, mátti ekkerl vera að því að bíða. Við urðum að stöðva togarann og það gerðum við. Þá var komið að því að fara um borð og taka völdin af skipstjóranum. Okkur strákunum þótti sérlega garnan að fara slíkar ferðir á milli skipa. Gúmmíbátur var mannaður nokkrum körlum en 1. stýrimaður stjórnaði. Stundum fór vél- stjóri nteð en það kom fyrir að Bretarnir voru með múður og vildu ekki keyra vélarnar. Sögðu þær bilaðar eða eitthvað. Þeir voru hreint ekkerl hrifnir af því að vera færðir til hafnar þar sem lögregla og dómari beið þeirra. En þetta voru ágætir karlar inn við beinið og þegar við vorum búnir að vera urn borð hjá þeim í ein- hverja klukkutíma tók kalt viðmótið að breytast og þeir að bjóða okkur te. Löngu seinna lentum við í því að vera látnir taka Rainbow Warrior, skip Grænfriðunga, sem hafði verið að trufla hvalveiðar. Ég var þá orðinn 1. stýrimað- ur á Ægi og fór um borð að laka yfir stjórnina á skipinu. Við vorum eitt- hvað á annan sólarhring að sigla því til Reykjavíkur. Þarna unt borð tókst vin- skapur með mér og skipstjóranum og lengi á eftir héldum við bréfasambandi. En svona langl gekk þetta nú aldrei í fyrsla þorskastríðinu mlnu, eða öllu heldur eftirmála þess, en karlarnir tóku okkur venjulega í sátt og það kom aldrei lil neinna handalögmála eða neins slíks þegar við fórum um borð í bresku land- helgisbrjótana. Annað þorskastríðið Eftir þriðja bekk byrjaði ég sem stýri- maður á Óðni en um haustið var ákveðið að halda lordadeild [varðskipadeild] við Stýrimannaskólann og ntér boðið þangað en próf úr þessari deild er forscnda þess að komast að sem skipstjóri á varðskip- unum. Þarna var okkur kennd ítarlegri sigl- ingafræði, vopnaburður, meira í tungu- málum og svo ýmislegt i hirðsiðum, svo sem að raða hnífapörum rétl og kross- leggja ekki fætur undir borðhaldi. Garðar Pálsson sá um að siða okkur lil en hann hafði santið mjög góðar kennslu-bækur um þessi efni, bæði um kurteisi og góða siði og skotvopnafræði. Vorið 1969 kláraði ég varðskipadeildina og þrernur árum síðar, eða 1. september 1972, var íiskveiðilögsagan færð út í 50 mílur. Sumarið á undan notuðum við til að undirbúa átökin sem við álitum í vænd- um vegna útfærslunnar. Ég var þá fyrsli stýrimaður hjá Guðmundi Kjærnested á Ægi. Fór síðan í land og var í stjórnstöð- inni í nokkra mánuði en fór svo á Þór þar Sjómannablaðið Víkingur - 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.