Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 14
Landhelgisgœslan 80 ára
í aldarfjórðung hjá Gæslunni
Úr viðtali Jóns Hjaltasonar við Hálfdan Henrysson
Hann heitir Hálfdan Henrysson
og hóf störf hjá Landhelg-
isgæslunni árið 1960, þá aðeins
16 ára gamall. Sjö árum síðar,
eða 1967, lauk hann farmanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum
í Reykjavík, eða því sem kall-
ast skipstjórnarpróf 3. stigs,
og 1969 kláraði Hálfdan 4. stig
eða varðskipaprófið sem er
óhjákvæmileg forsenda þess að
geta orðið skipherra á varðskip-
unum.
Lengst af 8. áratugarins og fram
til þess að Hálfdan fór í land
árið 1986 var hann stýrimað-
ur og leysti jafnframt af sem
skipherra á varðskipum og flug-
vélum Gæslunnar.
Viðvaningur
Um haustið kem ég í land og fæ þá
pláss á Óðni sem var nýlega kominn lil
landsins. Petta var þriðja skip Gæslunnar
með þessu nafni. Ég man vel hvað mér
þótti skipið glæsilegt og mikill munur að
koma af Marsinum yfir á Óðinn. Þar voru
allir með sérherbergi sem í var vaskur
með heitu og köldu vatni en á Mars höfð-
um við hýrst saman sex til átta karlar í
lúkarnum. Stærsti munurinn fannst mér
þó að á varðskipinu var hægt að fara í
sturtu þegar maður vildi en á togaranum
var ekki um neitt slíkt að ræða. Farið var
í bað áður en haldið var í túrinn og svo
næst þegar maður kom heim aftur. Jú,
maður var stundum farinn að lykla eftir
tvær eða þrjár vikur á hafinu.
En mikið helvíti þótti mér hart, 16 ára
togarajaxlinum, að verða viðvaningur,
eins og það var kallað á varðskipinu,
og fá ekki fullt hásetakaup. Þetta gerði
manni þó ekkerl nema gott og það var
hollt ungum mönnum að fá yfirmenn
eins og Eirík Kristófersson, sem þá var
skipherra á Óðni, og Þórarinn Björnsson,
sem var skipherra á Þór en leysti af á
Óðni þegar Eirikur fór í frí sem ekki var
oft, glæsilegur karl og merkur, og Garðar
Pálsson sem var 1. stýrimaður, eða yfir-
stýrimaður eins og það heitir í dag. Þeir
liðu ekkert múður,
þessir karlar.
Það má eiginlega
segja að ég hafi komið
inn í mitt þorskastríð.
Hinn 1. septcmber
1958 höfðum við fært
fiskveiðilögsöguna út í
tólf mílur og Bretarnir
þegar sent herskip á
miðin. Þó var hálfgert
millibilsástand þetta
haust 1960. Báðir fóru
sér hægt enda stóðu
samningaviðræður yfir
við Bretana sem lauk í
febrúar 1961 með því
að þeir viðurkenndu
12 mílurnar en fengu í
staðinn þriggja ára að-
lögunartíma sem þýddi
að þeir máttu veiða
á tilteknum svæðum
innan tólf milnanna.
Ekki má gleyma að
nefna að bresku skip-
sljórarnir sem höfðu
brotið af sér í stríðinu
og veitt innan tólf míln-
anna fengu allir fyr-
irgefningu synda sinna.
En þeir voru fljótir að
syndga aftur og næstu
árin höfðum við nóg
að gera við að „illegala“
þá eins og það var kallað. Þegar skip var
staðið að ólöglegum fiskveiðum var rennt
upp að því og Bretunum lesinn pist-
ill með hjálp hátalara urn að þeir hefðu
verið staðnir að því að brjóta íslensk
fiskveiðilög og að þeir yrðu við fyrsta
tækifæri færðir til hafnar þar sem formleg
kæra biði þcirra.
Þegar samningurinn við Breta rann út
neyddust þeir til að færa sig út fyrir 12 míl-
urnar en gerðu þó oftar en ekki tilraunir til
að veiða í landhelgi. Hörð átök átlu sér
stundum stað þegar þeir voru staðnir að
ólöglegum veiðum. Nær undantekningar-
laust urðum við að skjóta á þá til að sýna
þeim alvöru málsins. Ég var um tima
aðstoðarmaður skyttunnar sem venjulega
var yfirstýrimaðurinn. Við fengum nóg að
gera því að Eiríkur var kappsfullur og átti
Háljdan l brúnni á Árvakri.
það sammerkt nteð öðrum skipherrum
Gæslunnar að vilja fylgjast vel með lögsög-
unni.
Þegar við stóðum Bretana að ólöglegum
veiðum og fyrstu fortölur hrinu ekki á þá
var skotið púðurskotum með tilheyrandi
Itávaða. Ef það dugði ekki var gripið til
þess að skjóta föstum skotum en það gat
verið vandasamt i brælu og veltingi að
skjóta nógu nálægt togara til að hræða
mannskapinn en þó ekki svo nálægt
að kúlan færi í skipið sem forðast var í
lengstu lög.
Fallbyssurnar voru líka komnar til ára
sinna, smíðaðar undir lok 19. aldar, og
skotfærin frá svipuðum tíma. Það gat því
brugðið lil beggja vona þegar hasarinn
var mikill.
Eitt sinn vorum við að elta logara
14 - Sjómannahla>i> Víkingur