Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 50
Kólumbus, af hverju?
í stórskemmtilegri og fróðlegri grein
í seinasta tölublaði Víkings er sagt frá
risum hafsins, kínverskum skipasmiðum
og Bretanum Brunel. Þar er líka minnst
á Kólumbus og landafundi hans. En mig
langar einmitt til að forvitnast í sambandi
við það sem þar er haft eftir Kólumbusi,
að hann hafi kvartað yfir að Santa Maria
væri heldur stórt til landkönnunar. Þó var
skipið ekki nema 80 tonn.
Sjómaður
Ég þakka sjómanni fyrir góð orð og er
honum hjartanlega sammála um grein
Þórdísar. Svarið er að Kólumbus þurfti
að leggja víða að og þá var betra að vera
á smærra skipi enda hafnir þá ekki eins
og gerist í dag. Og vestan hafs voru þær
eingöngu náttúrulegar, flóar og firðir, þar
sem aðdýpið og fjaran ákvörðuðu ágæti
hafnarlægis.
Rýnt í dagblöðin
Halli skrifar:
Ég get ekki á mér setið að senda
Víkingnum örfá sýnishorn blaðalesturs
á frívaktinni. Það hefur oft hvarflað að
mér að halda til haga ýmsum svona perl-
um sem maður rekst á í blöðunum. Hér
koma þrjár.
í Morgunblaðinu föstudaginn 4. ágúst
(bls. 47) var fjallað um tölvuleik byggð-
an á kvikmyndinni Reservoir Dogs eftir
Tarantino (sem ég hef reyndar aldrei
kunnað að meta, en það er annað mál).
í fréttinni segir að leikurinn sé sérlega
blóðugur og hryllilegur og að hann
sé bannaður i bæði Ástralíu og Nýja-
Sjálandi. Svo segir að leikurinn hafi verið
leyfður í Bretlandi „ ... en þar má ekki
selja hann einstaklingum eldri en 18 ára.“
Loksins er viðkvæmni okkar fullorðna
fólksins viðurkennd
I sama blaði segir frá formúlunni
(sem við erum húkt á hér um borð).
Kappaksturinn í Búdapest var þá fram-
undan og blaðamaður er að segja frá því
að Alonso eigi þaðan góðar minningar.
Þar hafi hann unnið fyrsta sigur sinn í
formúlunni (2003). í beinu framhaldi af
þessu segir blaðamaðurinn um Alonso:
„I það skipti varð hann meira en hring á
eftir manninum sem helst stendur í vegi
þess að hann vinni heimsmeistaratitilinn
í ár.“
I hvaða sæti ætli Alonso hefði lenl
hefði hann orðið þremur hringjum á
eftir? Því fyrsta líka?
Svo í lokin þá var ég að lesa um norsk-
an fótboltakappa, í Fréttablaðinu minnir
mig, sem fékk félaga sinn ofan á sig og
fótbrotnaði illa. Og fékk þá ótal heillaósk-
ir sendar, skrifaði íþróttablaðamaðurinn.
Það var gott að maðurinn var ekki að
gifta sig, hann hefði þá líklega drukknað í
samúðarskeytum.
Ég þakka Halla skrifin og skora á sjó-
menn að vera vakandi fyrir blaðaskrifum
í þessum dúr og netja þau á Víkinginn.
Ólafur í Norðursjónum
Ólafur Ragnarsson hafði samband en
við hann var rætt í seinasta tölublaði
Víkings. Mynd og
texti hafði ekki hitt
saman á bls. 8 en
þar segir að Iris Borg
sé á siglingu inn á
Felixstowe. Ekki þarf
glöggt auga (sem
segir sína sögu um
ritstjórann) til að
sjá að hér ræðir um
skipið Haváng sem
er að koma inn á
Málmeyjarhöfn, eins
og kemur glöggt í ljós
á bls. 10. Annað er
að í inngangi greinar
er Ólafur lengdur við
dönsk og norsk skip
en átti að vera dönsk
og sænsk.
Annars var hljóðið
gott í Ólafi sem er nú
i Norðursjónum að
verja ljósleiðara fyrir
ágangi fiskimanna.
Þetta þótti mér for-
vitnilegt og bað hann
endilega að deila þess-
ari lífsreynslu með
lesendum Víkings.
Hann tók vel í þá
bón og megum við
því vænta frétta úr
Norðursjónum innan
skamms.
Ekki salt heldur brimsalt
Sjómaður hringdi og sagðist hafa séð
Sjómannadags-auglýsingu frá Víkingnum,
í Mogganum að hann minnti, þar sem
blaðið var sagt „eilítið salt“.
„Ég hefði sagt brimsalt,11 sagði sjómað-
urinn og bætti við að blaðið væri helvíti
gott og þar væru alltaf fleiri eða færri
greinar sem honum þættu stórskemmli-
legar og fróðlegar.
Lausn á síðustu krossgátu
O Atstiiin ipautt tras V*qtf Kopac tvkto K/aka 'oþnf- if;r- S/takk Ftnqur Vickjun Tpnn Lancl- romur Ekki UL £ld- 5 taíi tfaidab'
/efur (ef) V £ F J A R i 1, 0 S K
tílifo k'eéja E l R A -■ F E S T 1
Hd/sr k/iit Frauc T R E F L I * K 'o L
OcciÁu 5 úpa \ t Tima- bilii R.'*i/ Sout/- Snttiif U K R A / N A Tate, Turtui HUotin- injunt 1
ui- nttnnú* '0 'Þ V E R R A S K A P U R
Hce6 Tr6 PúkOn n L E 1 T I ^ A S K ■ 'A R A N N
Gtpitst- /rlrt \lortt(ur iíryii E K K l N N '0 'A 3r fvatHijn Trcgi <r D 1 E
Saur- (ViM S K f) R N I Trúar- "sib' A T f ? J í? R
fUÍMur r l N WJr Stour N A P-- SH R A K 1
Eins R R Tölu- E I N Aulane iit, Á N A N A Mfot
/í'nnu- Samuf 1 2) 1 N N Leiju RáncUfr Vff-U F P y U Ú L F
Htitf• D U 5 T A '0 S A> 0 D N 'D fí
Samkl' R Sknmsli M 1 G Útlaqa h K k I Jfl uittl 1 R D
YC'- ftngir /Fpa E F A R bö S K R A Bincii- efni HeiÁsli L '1 M
TÍTZT K Æ N A T E I A R M A U L
T'Tlilt- uiu Sivola- itigénnt K L U fF u- K £ F L A N *N A
Sart Svallar Timabil U M T R f\ L L A R D A G
50 - Sjómannablaðið Víkingur